Þrjár tilnefningar til viðurkenningar Hagþenkis 2013

Sagan af Guðrúnu Ketilsdóttur. Einsögurannsókn á ævi 18. aldar vinnukonu. Guðný Hallgrímsdóttir. Háskólaútgáfan.
Skýr vitnisburður um það hvernig heimildir, sem áður voru taldar lítilfjörlegar, geta reynst uppspretta nýrrar sögusýnar.
 

Náttúruvá á Íslandi. Eldgos og jarðskjálftar. Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson, Bjarni Bessason (ritstjórar). Viðlagatrygging Íslands og Háskólaútgáfan.
Yfirgripsmikið og vandað fræðirit um eldvirkni og jarðskjálfta á Íslandi. Grundvallarrit á sviði íslenskra jarðvísinda.

Dagar vinnu og vona. Saga Verkamannafélagsins Dagsbrúnar í kreppu og köldu stríði. Þorleifur Friðriksson. Háskólaútgáfan.
Skilmerkileg og áhugaverð umfjöllun um baráttu og aðbúnað verkafólks á öndverðri 20. öld, studd einstökum ljósmyndum úr fórum verkamanns.