Háskóli Íslands

Á sömu leið

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Bryndís Garðarsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir
Verð: 
4900
Háskóli Íslands

Það eru mikilvæg skref í lífi barna þegar þau hætta í leikskóla og hefja grunnskólagöngu. Á þeim tímamótum hafa börn þegar aflað sér reynslu sem skiptir máli í áframhaldandi námi þeirra. Því er mikilvægt að sú þekking og færni sem þau hafa tileinkað sér í leikskólanum nýtist þeim í grunnskólanum.
Hvernig er hægt að auka tengslin milli þessara skólastiga og skapa samfellu í námi barna? Þessi spurning er meiginumfjöllunarefni bókarinnar Á sömu leið. Greint er frá niðurstöðum samstarfsrannsóknar kennara í leik- og grunnskólum og rannsakenda og stúdenta við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Rannsóknin fór fram í þremur leikskólum og þremur grunnskólum í Reykjavík á árunum 2009-2011. Fjallað er um fræðilegan bakgrunn og aðferð rannsóknarinnar, sjónarmið kennaranna sem tóku þátt í henni og hvernig hugmyndir þeirra og leiðir við að nota leik sem námsleið þróuðust meðan á rannsókninni stóð.
Bókin er ætluð kennaranemum, kennurum í leik- og grunnskólum, þeim sem móta stefnu í skólamálum og öðrum sem láta sig varða menntun ungra barna.

Blaðsíðufjöldi: 
173
Útgáfuár: 
2013
ISBN: 
978-9935-23-022-5
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201337
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is