Háskóli Íslands

Ævintýri á fjöllum

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Sigrún Júlíusdóttir
Verð: 
ISK 2990 - USD - Kilja
Háskóli Íslands

Rannsókn á reynslu unglinga af starfi með Hálendishópnum á tímabilinu 1989-2000

Ferðalög á framandi staði geta haft sterk áhrif á líf okkar. Að fara úr
sínu gamla umhverfi á óþekktar slóðir, takast á við ógnvænleg öfl og
kynnast nýju fólki við óvenjulegar aðstæður – enginn snýr aftur samur úr
slíku ferðalagi. Sú er einmitt hugsunin á bak við ,,ævintýrið á
fjöllum”, aðferðina sem Hálendishópurinn byggir starf sitt á.

Hálendishópurinn er meðferðarúrræði á vegum Íþrótta- og tómstundarráðs
Reykjavíkur og Félagsþjónustunnar í Reykjavík. Hann er ætlaður fyrir
unglinga í vanda á höfðuborgarsvæðinu þar sem önnur úrræði hafa ekki
borið árangur sem skyldi. Þessir unglingar eru meðal þeirra verst stöddu
í samfélaginu, en þeir glíma við erfiðar félagslegar aðstæður,
fjölskylduvanda, röskun á skólagöngu og margvísleg hegðunarvandkvæði sem
tengjast m.a. vímuefnaneyslu og afbrotum.

Tilraunin með Hálendishópinn hófst sumarið 1989, þegar farið var með
þessa unglinga í fyrstu gönguferðina um óbyggðir Hornstranda. Ferðin
mæltist vel fyrir meðal unglinga og fagfólks og hefur síðan verið
endurtekin reglulega. Þegar áratugur var að baki þótti tími til kominn
að staldra við og meta reynsluna og forsendur starfsins. Úr varð
rannsóknin sem hér er kynnt.

Blaðsíðufjöldi: 
176
Útgáfuár: 
2002
ISBN: 
9979-54-512-7
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200238
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is