Háskóli Íslands

Af ást til heimsins

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Sigríður Þorgeirsdóttir
Verð: 
3900 - kilja
Háskóli Íslands

Hannah Arendt (1906-1975) er í hópi merkustu stjórnmálaheimspekinga 20. aldar. Hún fæddist í Þýskalandi en flúði til Bandaríkjanna 1941. Eftir hamfarir seinni heimstyrjaldar varð hún fyrst til að gera ítarlega rannsókn á hugmyndafræði alræðis í nasisma og stalínisma.

Meginviðfangsefni Hönnuh Arendt er að greina ástæðurnar fyrir hruni ríkjandi hugmyndakerfa og kreppu í stjórnmálum. Hún spyr m.a. hvers vegna heimspekin veitir ekki meira viðnám gegn alræðisstjórnarfari en raun ber vitni og leitar svara í sögu hennar. Í leit sinni kemst hú m.a. að því að allt frá fornöld hafi margir helstu heimspekingar Vesturlanda einblínt á ást á visku og fræðilega þekkingu og verið fráhverfir veraldlegri pólitík. Að dómi Arendt er ekki aðeins þörf á visku heldur ekki síður á ást til heimsins, sem komi fram í margbreytilegri pólitískri þátttöku.

Greinarnar eftir Arendt sem hér birtast gefa góða innsýn í helstu viðfangsefni hennar og fjalla um samband heimspeki og stjórnmála, alræði, illsku mannsins og mannréttindi.

Sigríður Þorgiersdóttir ritar inngang um ævi og verk Arendt og tengir stjórnmálaheimspeki hennar við umræðuna um kreppu í stjórnmálum samtímans og mögulegar leiðir út úr henni.

Blaðsíðufjöldi: 
251
Útgáfuár: 
2011
ISBN: 
978-9979-54-880-5
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201028
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is