Háskóli Íslands

Af erlendri rót

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Svanfríður Larsen
Verð: 
3550
Háskóli Íslands

– Þýðingar í blöðum og tímaritum á íslensku 1874-1910 – 

Mikill vöxtur var í útgáfu prentmiðla á síðustu áratugum nítjándu aldar og í upphafi þeirrar tuttugustu. Þessari útgáfu fylgdi stóraukin þýðingastarfsemi og birtist í tímaritum og blöðum ákaflega fjölskrúðugt úrval af þýddu efni. Hér voru á ferð skáldsögur í formi neðanmálssagna, smásögur og ljóð eftir heimsþekkta sem lítt þekkta höfunda víða að úr heiminum auk margs konar hagnýtra texta af ýmsum gerðum. 
Í þessari bók Svanfríðar Larsen, er þetta efni skráð og flokkað í fyrsta sinn, svo að loks er hægt að gera sér mynd af þessu víðfeðma þýðingarstarfi. Í bókinni má sjá hvaða höfundar voru þýddir, hvers konar textar voru vinsælastir til þýðingar og í mörgum tilvikum hverjir voru mikilvirkustu þýðendurnir. Skránni fylgir ítarlegur inngangur um þýðingar tímabilsins. 
Ritið er hið 59. í ritröðinni Studia Islandica.. 
Ritstjóri er Gunnþórunn Guðmundsdóttir.

Blaðsíðufjöldi: 
284
Útgáfuár: 
2006
ISBN: 
9979-9774-7-8
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200648
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is