Áfangi á Evrópuför

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Ólafur Þ. Stephensen

Evrópskt efnahagssvæði og íslenzk stjórnmál 

Áfangi á Evrópuför fjallar um eitt mikilvægasta utanríkismál Íslandssögunnar, gerð samningsins um evrópskt efnahagssvæði. 

Bókin skiptist í tvo hluta og gerir höfundur í þeim fyrri grein fyrir ferli samningaviðræðnanna um EES, með sérstakri hliðsjón af áherzlum Íslands í viðræðunum og ?fyrirvarastefnunni? svokölluðu. Jafnítarlegt heildaryfirlit um EES-viðræðurnar hefur ekki áður birst á prenti hér á landi. Í seinni hluta bókarinnar er rakin afstaða stjórnmálaflokkanna til evrópska efnahagssvæðisins almennt og til einstakra efnisþátta EES-samningsins. Markmiðið er að draga út tiltölulega fáa en skýra þætti og varpa þannig ljósi á grundvallarstefnu flokkanna í þessu mikilvæga máli. Jafnframt fjallar höfundur um einkenni stefnumótunar flokkanna. Niðurstaða hans er sú að stefnumótun þeirra flestra hafi einkennst af hentistefnu og viðbrögðum við atburðum í öðrum Evrópuríkjum fremur en að flokkarnir reyndu að móta skýra stefnu til framtíðar og vera viðbúnir þróuninni í evrópsku samstarfi.

Útgáfuár: 
1996
Blaðsíðufjöldi: 
200
ISBN: 
9979-54-148-2
Verknúmer: 
U199601
Verð: 
ISK 2900 - Harðspjaldabók