Háskóli Íslands

Afbrot og Íslendingar

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Helgi Gunnlaugsson
Verð: 
2290
Háskóli Íslands

Umræða um afbrot og viðbrögð við þeim hefur verið óvenju áberandi á
Íslandi á síðustu árum. Afbrot eru talin fela í sér vaxandi vanda og
bera fréttir af aukinni fíkniefnaneyslu og margvíslegum óhæfuverkum því
glöggt vitni.

Bókin er byggð á greinum sem sumar hverjar hafa birst áður á opinberum
vettvangi. Þar er fjallað um afbrot á Íslandi í ljósi félags- og
afbrotafræði. Varpað er ljósi hvar Ísland á heima með tilliti til
afbrota í hinu vestræna samfélagi, viðhorf Íslendinga til afbrota og
refsinga, hvaða afbrot fela í sér mestu vandamálin og hvaða ástæður
liggja að baki afbrotum. Stuðst er við opinber gögn, mælingar á
viðhorfum, viðtöl og rannsóknir fjölda fræðimanna.

Blaðsíðufjöldi: 
170
Útgáfuár: 
2000
ISBN: 
9979-54-408-2
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200002
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is