Afmælisrit Háskólans á Akureyri 2007

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Hermann Óskarsson, ritstjóri

Í þessu afmælisriti Háskólans á Akureyri eru 23 greinar starfsmanna háskólans og tveggja erlendra meðhöfunda þeirra. Níu greinar er ritaðar á ensku og fjórtán á íslensku. Afmælisritið kemur út í tilefni af tuttugu ára afmæli Háskólans á Akureyri. Greinarnar sem hér birtast bera vitni um öflugt fræðastaf höfundanna og endurspegla alþjóðlegt yfirbragð og vítt fræðasvið háskólans. Auk áðurnefndra greina er stutt yfirlit yfir sögu Háskólans á Akureyri fremst í ritinu. Þar er einnig að finna ávarp Þorsteins Gunnarssonar, rektors háskólans. 
„Megi ágætur háskóli á Akureyri þroskast og dafna á fullorðinsárunum svo hann geti enn betur en hingað til tekist á við samtímann og framtíðina – kröfur nýrra tíma – nemendum sínum og samfélaginu til hagsbóta.“ 

Útgáfuár: 
2008
Blaðsíðufjöldi: 
409
ISBN: 
978-9979-834-62-5
Verknúmer: 
U200820
Verð: 
ISK 4900 - Kilja