Áfram foreldrar

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Sigrún Júlíusdóttir og Nanna K. Sigurðardóttir

Rannsókn um sameiginlega forsjá og velferð barna við skilnað foreldra 

Áfram foreldrar fjallar um líf fjölskyldna eftir skilnað. Komið er inn á foreldrasamstarf, hagsmuni barna og gildi fjölskyldutengsla eftir skilnað og brugðið ljósi á þróun kyn- og foreldrahlutverka. Byggt er á víðtækum fræðiheimildum og gerð grein fyrir niðurstöðum nýrrar íslenskrar rannsóknar á þessu sviði. 

Niðurstöðurnar sýna almennt jákvæða reynslu af sameiginlegri forsjá. Jafnframt koma fram vonbrigði foreldra og gagnrýni vegna skorts á upplýsingum og ráðgjöf um þetta efni. 

Samanburður við niðurstöður eldri rannsóknar á fráskildum foreldrum sem ekki fóru sameiginlega með forsjá sýnir að viðhorf kynjanna til foreldrasamstarfs hafa breyst á undanförnum árum.

Útgáfuár: 
2000
Blaðsíðufjöldi: 
180
ISBN: 
9979-54-433-3
Verknúmer: 
U200028
Verð: 
ISK 2700 - Kilja