Háskóli Íslands

Allt í öllu

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Börkur Hansen - Ólafur H. Jóhannsson
Verð: 
ISK 4900 - Kilja
Háskóli Íslands

Í þessari bók eru birt viðtöl við ellefu fræðslustjóra sem störfuðu á tímabilinu 1975–1996. Þeir greina frá uppbyggingu fræðsluskrifstofanna og þróun þeirra, brýnum verkefnum og margvíslegu umbótastarfi sem þeir beittu sér fyrir. Þá lýsa þeir aðstæðum og rekja samstarf við heimamenn og yfirvöld menntamála.

Í inngangi rekja höfundar þróun fræðslustjórnunar hér á landi. Þeir greina áherslur fræðslustjóranna og einkenni þessa tímabils á grundvelli viðtalanna og setja í alþjóðlegt samhengi. Á fyrstu árunum lögðu fræðslustjórarnir áherslu á að skapa skólastarfinu rekstrarlegar forsendur en síðar beittu þér sér í vaxandi mæli fyrir þróun á sviði náms og kennslu.

Í bókinni eru varðveittar frásagnir sem varpa ljósi á þetta tuttugu ára tímabil í fræðslustjórnun á Íslandi. Skipan fræðslumála er borin saman við fyrri skipan og þeirri spurningu varpað fram hvort núverandi skipulag, þar sem hvert sveitarfélag fer með forræði yfir almenningsfræðslu, skapi öllum börnum sambærileg skilyrði til náms og þroska.

„Það vekur fyrst
athygli hvað bókin er létt og skemmtileg aflestrar og hvað samtalsformið
kemur vel út. Sennilega er ritstjórnarvinnan sérlega vel heppnuð, en
viðmælendurnir eru einnig skemmtilegir og margfróðir. Ég hef á
tilfinningunni að „Allt í öllu“ sé mikilvægari bók en stærð hennar og
umfang gefur tilefni til að ætla og þótt hún sé fyrst og fremst
skólasaga er hún einnig raunsönn samtímasaga og jafnvel stjórnmálasaga.“
Haukur Arnþórsson. Stjórnmál og stjórnsýsla, 6(2) 2010

Blaðsíðufjöldi: 
204
Útgáfuár: 
2010
ISBN: 
978 9979 548 68 3
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200916
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is