Almanak Háskóla Íslands 2004

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Þorsteinn Sæmundsson ritstjóri

168. árgangur 

Dr. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans hefur reiknað almanakið og búið það til prentunar. 

Auk dagatals flytur almanakið margvíslegar upplýsingar, svo sem um sjávarföll og gang himintungla. Lýst er helstu fyrirbærum á himni, sem frá Íslandi sjást, þar á meðal þeim áhugaverða atburði þegar reikistjarna Venus gengur fyrir sól, en það hefur ekki gerst síðan árið 1882. Í almanakinu eru stjörnukort, kort sem sýnir áttavitastefnur á Íslandi og kort sem sýnir tímabelti heimsins. Þar er að finna yfirlit um hnetti himingeimsins, mælieiningar, veðurfar, stærð og mannfjölda allra sjálfstæðra ríkja og tímann í höfuðborgum þeirra. Þá má nefna grein um lengd rökkurtíma árið um kring. Loks er í almanakinu upplýsingar um helstu merkisdaga fjögur ár fram í tímann. 

Á heimasíðu almanaksins (almanak.hi.is) geta menn fundið ýmiss konar fróðleik til viðbótar, þar á meðal upplýsingar sem borist hafa eftir að almanakið fór í prentun.

Útgáfuár: 
2003
Blaðsíðufjöldi: 
96
Verknúmer: 
U200400
Verð: 
ISK 960 - Kilja