Háskóli Íslands

Almanak Háskóla Íslands 2022

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Þorsteinn Sæmundsson og Gunnlaugur Björnsson
Verð: 
2990

Út er komið Almanak fyrir Ísland 2022 sem Háskóli Íslands gefur út. Þetta er 186. árgangur ritsins. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur og Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans hafa samið og reiknað almanakið. Ritið er 96 bls. að stærð.

Auk dagatals flytur almanakið margvíslegar upplýsingar, svo sem um sjávarföll og gang himintungla. Lýst er helstu fyribærum á himni sem frá Íslandi sjást. Í almanakinu eru stjörnukort, kort sem sýnir áttavitastefnur á Íslandi og kort sem sýnir tímabelti heimsins. Þar er að finna yfirlit um hnetti himingeimsins, mælieining-ar, veðurfar, stærð og mannfjölda allra sjálfstæðra ríkja og tímann í höfuðborgum þeirra. Af nýju efni má nefna grein um útþenslu alheimsins og grein um lengingu dagsins eftir vetrarsólhvörf.

Á heimasíðu almanaksins (almanak.hi.is) geta menn fundið margs konar fróðleik til viðbótar, þar á meðal upplýsingar sem borist hafa eftir að almanakið fór í prentun. Á sölusíðu almanaksins (almanak.is) geta menn nálgast almanakið á rafrænu formi.

Háskólaútgáfan annast sölu almanaksins og dreifingu þess til bóksala. Almanakið kemur nú út í 2300 eintökum, en auk þess eru prentuð 1200 eintök sem Hið íslenska þjóðvinafélag gefur út sem hluta af almanaki sínu með leyfi Háskólans.

Blaðsíðufjöldi: 
96
Útgáfuár: 
2021
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U202200
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is