Háskóli Íslands

Alþjóðlegir mannréttindasamningar sem Ísland er aðili að - 2.útgáfa

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Björg Thorarensen
Verð: 
3900
Háskóli Íslands

Íslenska ríkið er aðili að fjölmörgum alþjóðlegum mann-
réttinda samningum og ber þjóðréttarleg skylda til þess að
virða og vernda mannréttindi sem þar eru talin. Áhrif samn-
inganna á lagasetningu og lagaframkvæmd eru umtalsverð
auk þess sem þeir hafa rík tengsl við mannréttindaákvæði
íslensku stjórnarskrárinnar.
Í þessu riti er safnað saman mikilvægustu samningum á
vettvangi Evrópuráðsins og Sameinuðu þjóðanna sem Ísland
hefur fullgilt fram til ársins 2012. Frá því að fyrsta útgáfa
ritsins kom út árið 2003 hefur verið ör þróun í alþjóðlegri
samningsgerð um mannréttindi, nýjar samþykktir hafa
bæst við og aðrar breyst og hefur Ísland gerst aðili að nýjum
samningum. Þar má nefna breytingar sem gerðar voru á
Mannréttindasáttmála Evrópu með 14. viðauka á reglum
um kæruskilyrði og málsmeðferð fyrir Mannréttindadóm-
stóli Evrópu.
Markmið útgáfunnar er að greiða sem mest aðgang að
samningunum og breiða út þekkingu um efni þeirra. Ritið
á sérsta kt erindi til þeirra sem starfa í íslensku réttarkerfi  
eða stunda nám í lögfræði og einnig allra annarra sem vilja
kynna sér réttindin sem samningarnir taka til.

Blaðsíðufjöldi: 
300
Útgáfuár: 
2012
ISBN: 
978-9979-54-964-2
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201208
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is