Háskóli Íslands

BENDILL - Rafræn áhugakönnun

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Sif Einarsdóttir og James Rounds
Verð: 
ISK 4700 - Kilja
Háskóli Íslands

Í bók þessari er þróun og notkun Bendils, fyrstu íslensku áhugakönnunarinnar lýst. Fjallað er um ástæður þess að ráðist var í að þróa rafræna áhugakönnun fyrir grunn- og framhaldsskólanemendur, kenningalegan grunn og þær rannsóknir sem ráðist var í svo að Bendill gæti orðið að veruleika. Farið er yfir sögu áhugakannanna og aðferðir sem notaðar hafa verið við gerð þeirra í gegnum tíðina. Greint er á skýran en nokkuð ítarlegan hátt frá þeim rannsóknum sem gerðar voru á formgerð starfsáhuga og þróun starfsáhugalíkana sem endurspegla íslenskan vinnumarkað og taka mið af því vali sem ungt fólk stendur frammi fyrir í skólakerfi og í atvinnulífinu. Einnig er farið ítarlega í notkun og túlkun Bendils svo hann komi að sem bestum notum fyrir ungt fólk sem stendur frammi fyrir því að velja sér nám og störf í síbreytilegu og flóknu samfélagi nútímans. 

Sif Einarsdóttir er dósent við námsbraut í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hún var áður lektor við Kennaraháskóla Íslands. Hún lauk doktorsprófi í ráðgefandi sálfræði frá Háskólanum í Illinois, Urbana-Champaign árið 2001. Hún hefur fengist við rannsóknir á formgerð starfsáhuga um árabil. 
James Rounds er prófessor í ráðgefandi sálfræði viðHáskólann í Illinois, Urbana-Champaign. Hann hefur síðastliðna áratugi verið mjög ötull við rannsóknir á sviði starfsáhuga og unnið til verðlauna og fengið viðurkenningar fyrir rannsóknir sínar á formgerð starfsáhuga.

Blaðsíðufjöldi: 
76
Útgáfuár: 
2007
ISBN: 
978-9979-54-757-0
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200720
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is