Háskóli Íslands

Biblían af sjónarhóli nútímakenninga í bókmenntafræði

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Þórir Kr. Þórðarson
Verð: 
ISK 2700 - Fjölrit
Háskóli Íslands

Rannsóknir á bókum ritningarinnar hafa tekið nýja stefnu á síðasta áratug víða um heim. Þær hafa í æ ríkara mæli beinst að þeim mælskufræðilegu (rhetorísku) aðferðum sem höfundar biblíuritanna hafa beitt, og rannsóknin einnig beinst að bókum ritninganna í núvernadi gerð þeirra. Mörgum hefur þótt sem sögulegar rannsóknir á fyrri gerðum bókanna, heimildum þeirra og þróunarferli hafi sýnt sig að vera of þröng og takmörkuð aðferð sem leitt hafi fræðin í sjálfheldu og slævt tilfinninguna fyrir ritunum sem listaverkum og trúarritum. 

Rannsóknir þessar byggja auðvitað á þekkingu á málfræðilegum og sögulegum innviðum bókanna, en nú vilja menn láta rannsóknavinnu sína taka til víðara sviðs fagurfræða, siðgæðis og trúar. Þá vilja menn einnig skyggnast dýpra í stöðu þessara bókmennta í þjóðfélagi þeirra tíma, og er þá markmiðið að varpa ljósi á áhrifamátt þeirra á nútímalesandann, bæði einstaklinginn og samfélag hans. 

Fyrirlestra þessa samdi höfundurinn, Þórir Kr. Þórðarson, í júní-desember 1989, og voru þeir hluti af lesefni á námskeiði hans í heimspekideild.

Blaðsíðufjöldi: 
143
Útgáfuár: 
1992
ISBN: 
9979-54-314-0
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U199217
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is