Almennt efni

Mobility and Transnational Iceland

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Kristín Loftsdóttir, Unnur Dís Skaptadóttir og Sigurjón Baldur Hafsteinsson
Verð: 
4500

Iceland has increasingly been tangled in a dense network of various mobilities, leading to the growing transnational character of Icelandic society. This means that Iceland is involved in and affected by different forms of exchange and flows of ideas, capital, objects and people: emigration, immigration; involving foreign workers, refugees, human trafficking, business trips, educational and cultural transfer, and tourism.

This edited volume brings together researchers focusing on Icelandic society from the per- spective of mobility and transnational connections. The chapters are based on inter- disciplinary research bringing in different ways highlighting the complex implications of mobilities and transnationalism for the Icelandic state, institutions, society and culture.

The project was funded by Grant of excellence by Rannís, the Icelandic Centre for Research.

 
Blaðsíðufjöldi: 
266
Útgáfuár: 
2020
ISBN: 
978-9935-23-226-7
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201921

Kynþáttafordómar – í stuttu máli

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Kristín Loftsdóttir
Verð: 
3600

Ekki er langt síðan margir héldu því fram víða í Evrópu og Bandaríkjunum að kynþáttafordómar heyrðu nú sögunni til. Pólitískar sviptingar og uppgangur popúlistaflokka á síðastliðnum árum hafa aftur á móti dregið slíka fordóma aftur fram í dagsljósið sem eitt af stóru viðfangsefnum samtímans. Á Íslandi vaknar reglulega umræða um fordóma af þessu tagi, þeir eru jafnan fordæmdir en einnig velta menn vöngum yfir því hvað þeir séu og hvort og hvernig þeir séu hluti af íslenskum veruleika.

Í bókinni Kynþáttafordómar – í stuttu máli eru kynþáttahugmyndir teknar til skoðunar. Markmið bókarinnar er tvíþætt. Annars vegar að gefa greinargóða skýringu á kynþáttafordómum í ljósi nýlegrar fræðilegrar umræðu og hins vegar að sýna hvernig kynþáttahugmyndir hafa birst í íslenskri umræðu í ýmsum myndum, bæði í fortíð og samtíma. 

Kristín Loftsdóttir er prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands.

Blaðsíðufjöldi: 
124
Útgáfuár: 
2020
ISBN: 
978-9935-23-245-8
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U202013

Vá! Ritgerðir um fagurfræði náttúrunnar

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Guðbjörg R. Jóhannesdóttir
Verð: 
4900

Hvers vegna segjum við: ,,Vá!" frammi fyrir ægifögru landslagi? Hvað meinum við með því? Við erum sammála um að upplífun af náttúrufegurð hefur ótvírætt gildi fyrir okkur sem einstaklinga og fyrir samfélgaið í heild en hvernig getum við rætt um slíka upplifun og þar með rökstutt verndun náttúrufegurðar? Í þeim ritgerðum sem hér er að finna er leitast við að svara spurningum sem þessum með greiningu á þeim upplifunum, hugtökum og orðræðu sem vekja þær.

Guðbjörg R. Jóhannesdóttir er nýdoktor í heimspeki við Háskóla Íslands. Hún er jafnframt lektor við Listaháskóla Íslands.

Blaðsíðufjöldi: 
180
Útgáfuár: 
2020
ISBN: 
978-9935-23-243-4
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U202028
Stofnanir: 

Rannsóknir í viðskiptafræði I

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Runólfur Smári Steinþórsson og Þórhallur Örn Guðlaugsson
Verð: 
5995

Viðskiptafræði er fjölbreytt fræðigrein innan félagsvísinda með margvísleg tengsl við aðrar greinar. Þessi bók, sem er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi, hefur að geyma niðurstöður ólíkra rannsókna sem endurspegla margbreytileika fræðigreinarinnar. Lesendur fá innsýn í viðamikinn fræðaheim sem spannar meðal annars nýsköpun, opinbera stjórnsýslu, mannauðsstjórnun, sjávarútveg, utanríkisþjónustu, stjórnun, iðnað, orku, verslun og þjónustu. 

Í Rannsóknum í viðskiptafræði I leiða saman hesta sína fjölmargir kennarar Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands ásamt sérfræðingum úr atvinnulífinu. Allir kaflarnir eru byggðir á eigin rannsóknum höfunda og hafa verið ritrýndir. Þetta er fyrsta bókin í nýrri ritröð um rannsóknir í viðskiptafræði og á hún erindi við alla þá sem vilja kynna sér það efni, ekki síst stjórnendur fyrirtækja og hjá hinu opinbera. Bókin ætti einnig að höfða til nemenda í viðskiptafræði og tengdum greinum. 

Blaðsíðufjöldi: 
300
Útgáfuár: 
2020
ISBN: 
978-9935-23-233-5
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201926

Hvílíkt torf – Tóm steypa! Úr torfhúsum í steypuhús

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Hjörleifur Stefánsson
Verð: 
5900

Bókin Hvílíkt torf – tóm steypa! fjallar um þá byltingu í húsagerð sem varð þegar Íslendingar yfirgáfu torfbæinn og tóku að byggja úr steinsteypu. Árið 1900 var efnt til mikillar rannsóknar sem átti að leiða til niðurstöðu um hvernig byggja ætti í framtíðinni. Upplýsingum um byggingarhætti um land allt var safnað. Heimildir byggingarrannsóknarinnar er aðaluppistaða bókarinnar og veita þær einstaka innsýn í lokaskeið torfhúsahefðarinnar. Einnig er gerð grein fyrir mótunarsögu steinsteypuhúsanna á fyrstu áratugum 20. aldar og hvernig torfhúsamenning var yfirgefin með trega. 

Bókin opnar leið inn í hugarheim Bjarts í sumarhúsum.
Blaðsíðufjöldi: 
384
Útgáfuár: 
2020
ISBN: 
978-9935-23-244-1
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U202012

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags 2021

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Þorsteinn Sæmundsson, Gunnlaugur Björnsson og Jón Árni Friðjónsson
Verð: 
3450

Almanak hins íslenska þjóðvinafélags byggir á Almanaki fyrir Ísland 2021 sem Háskóli Íslands gefur út. Þetta er 147. árgangur ritsins. Þorsteinn Sæmunds­son stjörnufræð­ing­ur og Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðingur hjá Raunvísind­a­stofnun Háskólans hafa samið og reiknað almanakið en Jón Árni Friðjónsson ritstýrir árbók fyrir árið 2019.

Auk dagatals flytur almanakið margvíslegar upplýsingar, svo sem um sjávarföll og  gang himintungla. Lýst er helstu fyribærum á himni sem frá Íslandi sjást. Í almanakin­u eru stjörnukor­t, kort sem sýnir áttavitaste­fnur á Íslandi og kort sem sýnir tímabelti heimsins. Þar er að finna  yfirlit um hnetti himingeims­ins, mælieining­ar, veðurfar, stærð og mannfjölda allra sjálfstæðra ríkja og tímann í höfuðborg­um­ þeirra. Af nýju efni má nefna grein um gríðarlega fjölgun gervitungla sem breytt gæti ásýnd himinhvolfsins. Fjallað er um þá hnetti sólkerfisins sem flokkast sem dvergreikistjörnur og vikið að þeirri spurningu hvort líf sé á reikistjörnunni Mars. Loks eru í almanakin­u upplýsingar um helstu merkisdaga nokkur ár fram í tímann.

 
Blaðsíðufjöldi: 
216
Útgáfuár: 
2020
ISBN: 
978-9935-23-246-5
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U202102

Gleymið ekki að endurnýja - saga Happdrættis Háskóla Íslands

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Stefán Pálsson
Verð: 
6900

Fyrsti útdráttur Happdrættis Háskóla Íslands fór fram í Iðnó þann 10. mars árið 1934 að viðstöddu fjölmenni. Á undraskjótum tíma urðu miðakaup í Háskólahappdrættinu fastur liður í heimilishaldi stórs hluta Íslendinga, sem gerðu sér ferð í hverjum mánuði til umboðsmanns síns til að endurnýja. Háskólahappdrættið hefur fylgt þjóðinni upp frá þessu og staðið straum af byggingu og viðhaldi alls húsnæðis Háskóla Íslands auk þess að styðja við vísindastarf á ýmsan hátt.

Í sögu Happdrættis Háskóla Íslands tekur Stefán Pálsson sagnfræðingur saman ýmsa þræði. Hann rekur byggingarsögu Háskólans, deilur Íslendinga um happdrættismál og þróun hvers kyns happdrættisleikja hér á landi sem erlendis. Sagt er frá átökum á bak við tjöldin og rifjuð upp ýmis áform sem ekki urðu að veruleika. Fjöldi mynda prýðir þessa rúmlega 400 síðna bók sem kemur skemmtilega á óvart.

Kaupa 

 

Blaðsíðufjöldi: 
416
Útgáfuár: 
2020
ISBN: 
978-9935-23-240-3
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201928

Sunnudagsmatur og fleiri sögur Rómafólks

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Sofiya Zahova, Ásdís Rósa Magnúsdóttir og Kristín Guðrún Jónsdóttir
Verð: 
5900

Þegar afi dettur í það á Fjóluviðarkránni – þá koma þeir fyrst heim með hattinn hans, svo með göngustafinn og síðan fiðluna ... Að lokum koma þeir með afa. En þegar hann dó á kránni, þá komu þeir í fyrsta sinn með allt í einni ferð. Hattinn, göngustafinn, fiðluna og afa. 

Smásagnaritun Rómafólks sprettur upp úr munnmælahefð og endurminningum. Þessi bók hefur að geyma fjölbreytt úrval verka eftir sex rithöfunda: Georgí Tsvetkov, Ilonu Ferková, Jess Smith, Jorge Emilio Nedich, Jovan Nikolić og Matéo Maximoff. 

Renata Emilsson Peskova, Rebekka Þráinsdóttir, Kristín Guðrún Jónsdóttir, Irena Guðrún Kojić og Ásdís Rósa Magnúsdóttir þýddu sögurnar.

Blaðsíðufjöldi: 
290
Útgáfuár: 
2020
ISBN: 
978-9935-23-242-7
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U202022

Sjálf í sviðsljósi

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Ingibjörg Sigurðardóttir, Davíð Ólafsson og Sigurður Gylfi Magnússon
Verð: 
4900

Ingibjörg Steinsdóttir er ekki hér. Hún er ekki lengur til sem lifandi vera en minjar um ævi hennar liggja hins vegar eins og reki í margs konar ,,textum". Sögur af Ingibjörgu hafa verið skrifaðar og endurskrifaðar, sagðar og endursagðar, lesnar og túlkaðar á margvíslegan hátt. Dótturdóttir og nafna Ingibjargar hitti ömmu sína aldrei í lifanda lífi en ólst upp við litríkar sögur af henni og stöðugan samanburð, bæði undir jákvæðum og neikvæðum formerkjum. Í þessari bók freistar höfundur þess að komast að því hver Ingibjörg Steinsdóttir var en jafnframt að gefa henni rödd í sögunni.

Blaðsíðufjöldi: 
288
Útgáfuár: 
2020
ISBN: 
978-9935-23-228-1
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201923

Andvari 2020

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Ármann Jakobsson
Verð: 
3900

Andvari, rit Hins íslenska þjóðvinafélags, er kominn út. Ritstjóri er Ármann Jakobsson. Aðalgrein Andvara 2020 er æviágrip Brodda Jóhannessonar skólastjóra. Höfundur er Þórólfur Þórlindsson, prófessor emeritus við félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Þórólfur fjallar þar rækilega um hugmyndir Brodda og samhengi þeirra. 

Í Andvara er einnig grein eftir Láru Magnúsardóttur sagnfræðing þar sem hún ræðir hugsanlega tilurð hinnar þekktu vísu „Jólasveinar einn og átta“ og tengir við átök um kirkjuvald á 13. öld. Steinunn Inga Óttarsdóttir ritar um Oddnýju Guðmundsdóttur frá Hóli sem var stórmerk skáldkona en hefur verið lítill sómi sýndur. Auður Aðalsteinsdóttir fjallar um listakonuna Drífu Viðar sem einnig var ritdómari og aðferð hennar við gagnrýni. 

Þrjár greinar Andvara 2020 fjalla með einum eða öðrum hætti um tengsl Íslands við umheiminn. Arngrímur Vídalín fjallar um blámenn í fornsögum, Páll Björnsson segir frá Íslandsferð fiðluleikarans og tónskáldsins Johan Svendsen, og Markus Meckl segir frá frönsku trúboði á Íslandi á 19. öld. 

Ritstjóri Andvara er Ármann Jakobsson og ritar hann pistil um árið 2020 og ýmis merk tímamót sem þá urðu. Þetta er 145. árgangur Andvara en hinn 62. í nýjum flokki. Ritið er að þessu sinni 207 síður. Aðsetur ritsins eru nú hjá Háskólaútgáfunni í aðalbyggingu Háskóla Íslands.  

 

 

Blaðsíðufjöldi: 
206
Útgáfuár: 
2020
ISBN: 
977-0258-377-01-45
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U202023

Pages

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is