Bókmenntafræði

Safn til íslenskrar bókmenntasögu

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Guðrún Ingólfsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir
Verð: 
4500

Safn til íslenskrar bókmenntasögu er eftir Jón Ólafsson úr Grunnavík (1705−1779), fræðimann í Kaupmannahöfn. Jón ólst upp frá sjö ára aldri í Víðidalstungu í Húnaþingi hjá hjónunum Páli Vídalín lögmanni og Þorbjörgu Magnúsdóttur úr Vigur. Liðlega tvítugur að aldri fór hann til Kaupmannahafnar til að gerast skrifari Árna Magnússonar prófessors og handritasafnara. Meðfram starfi sínu hjá Árna stundaði Jón nám í guðfræði og lauk prófi vorið 1731. Hann starfaði þó alla tíð sem skrifari og fræðimaður, lengstum sem styrkþegi Árnanefndar, en dvaldi í nokkur ár á Íslandi um miðbik 18. aldar. Bókmenntasagan er eitt af ótalmörgum ritverkum Jóns sem varðveist hafa í handritum, en aðeins fáein hafa verið gefin út á prenti, flest þeirra á vegum félagsins Góðvinir Grunnavíkur-Jóns síðastliðna tvo áratugi eða svo.

Handritið er 205 blöð, nýlega tölusett með blýanti. Mörg laus blöð, seðlar og smápésar með viðbótum Jóns eru inni á milli og tölusett í samfellu við upprunalega handritið. Þá eru ókjör af utanmálsgreinum í handritinu sem höfundur hefur bætt við síðar. Með handritinu liggja auk þess ýmis fylgiskjöl, m.a. eiginhandarrit Steins Jónssonar biskups að sjálfsævisögu sinni og stutt uppkast Jóns Ólafssonar að bókmenntasögunni sem Jón Helgason gerir ráð fyrir að sé uppkast að dönsku ritsmíðinni sem Jón sendi Albert Thura.

Blaðsíðufjöldi: 
278
Útgáfuár: 
2018
ISBN: 
978-9935-23-199-4
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201830
0

Orðaskil

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Ástráður Eysteinsson
Verð: 
5900

Þýðingar hafa gegnt veigamiklu hlutverki í íslenskum bókmennta– og menningarheimi frá öndverðu. Í þessari bók er komið að því hlutverki úr ýmsum áttum. Rýnt er í mikilvægar íslenskar þýðingar á ljóðum, sögum og leikritum. Til umræðu eru meðal annars Halldór Laxness og Ernest Hemingway, Magnús Ásgeirsson og Gunnar Gunnarsson, Paradísarmissirþeirra Johns Milton og Jóns Þorlákssonar, glíma Sigurðar A. Magnússonar við Ulysses eftir James Joyce og þyðingar Helga Hálfdanarsonar á Shakespeare og Goethe.

Hér er ennfremur hugað að þýðingum í víðum skilningi – þegar skáldsaga er flutt á hvíta tjaldið eða klassískur texti endurritaður á sínu máli en á nýjum forsendum. Einnig er fjallað almennt um þá menningarsamræðu sem einkennir þýðingar, spurt um málræktargildi þeirra og ígrunduð staða þeirra í bókmenntasögunni og hlutverk þeirra á sviði heimsbókmenntanna.

Blaðsíðufjöldi: 
406
Útgáfuár: 
2017
ISBN: 
978-9935-23-158-1
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201721
0

Stef ástar og valds – í sviðsetningum Þórhildar Þorleifsdóttur

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Trausti Ólafsson
Verð: 
4900

Með leikstjórn sinni á fyrstu verkefnum Alþýðuleikhússins, Krummagulli og Skollaleik á áttunda áratug síðustu aldar sló Þórhildur Þorleifsdóttir nýjan tón í íslensku leikhúsi. Allar götur síðan hefur hún sett sterkan og áleitinn svip á leikhús landsins og á að baki fjölmargar sýningar sem vakið hafa eftirtekt fyrir listrænt innsæi og frjóa sköpun. Nafn Þórhildar er órjúfanlega tengt frumbýlingsárum Íslensku óperunnar í Gamla bíói og enginn íslenskur leikstjóri hefur sviðsett jafnmargar óperur og hún. Leikstjórn hennar á Niflungahring Wagners á Listahátíð í Reykjavík árið 1994 hlaut einróma lof gagnrýnenda bæði hér og í fjölmörgum erlendum blöðum og tímaritum.

Leikstjórn Þórhildar hefur ævinlega mótast af femínísku lífsviðhorfi hennar og sjónarhorni. Þetta hefur gert það að verkum að í flestum sviðsetningum hennar skína átök ástar og valds í gegnum efnisþráðinn.

Um Þórhildi hefur oft gustað enda liggur hún ekki á skoðunum sínum hvort sem rætt er um listir eða samfélag. Fyrir þær sakir hefur hún oft mátt sæta miklu og stundum illu umtali. Þessa gætti mjög þegar Þórhildur gegndi starfi leikhússtjóra Borgarleikhússins á árunum 1996–2000. Í þessari bók er drepið á þá sögu en hér er þó einkum fjallað um listamanninn Þórhildi Þorleifsdóttur og merkt framlag hennar til íslensks leikhúss undanfarinna áratuga.

Blaðsíðufjöldi: 
282
Útgáfuár: 
2016
ISBN: 
978-9935-23-134-5
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201620
0

Eyrbyggja Saga

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Elín Bára Magnúsdóttir
Verð: 
5900

Bókin fjallar um efni og höfundareinkenni í Eyrbyggja sögu, en sagan segir frá Snorra goða Þorgrímssyni sem var einn af helstu höfðingjum á söguöld (930–1030). Þáttakennd bygging sögunnar hefur vakið spurningar um merkingu hennar og tilgang. Hér er leitast við að greina efni sögunnar með hliðsjón af þessari byggingu. Eyrbyggjuhöfundur sýnir samfélagsháttum á söguöld mikinn áhuga og leitast við að fjalla um valdaferil Snorra goða í hugmyndafræðilegu ljósi. Hann leggur áherslu á að draga upp mynd af breytingum sem verða á valdabaráttu og valdauppbyggingu í samfélaginu á þeim tímamótum þegar söguöld er að renna sitt skeið. Þessi lýsing minnir á þær breytingar sem verða á samfélagsskipan í samtíma höfundarins á 13. öld. Í tengslum við þetta efni er m.a. sú kenning styrkt að fyrirmynd Snorra goða hafi verið Snorri Sturluson.

Sturla Þórðarson (1214–1284) hefur lengi verið talinn líklegur höfundur Eyrbyggju. Hér er m.a. gerð rannsókn á orðaforða höfundar þegar hann skrifar um deilur. Niðurstaðan er sú að í sögunni og sagnaritum Sturlu komi fyrir mörg dæmi um sama orðfæri þegar skrifað er um deilur, en einnig þegar sömu eða svipaðar aðstæður koma upp í deiluferlinu. Það er því magt líkt með frásagnarhætti og stíl Eyrbyggju og sagnaritun Sturlu. Þessi niðurstaða styður þá hugmynd að Sturla hafi ritað söguna. Önnur mikilvæg niðurstaða er að orðfæri í Grettis sögu er oft það sama og í Eyrbyggju og sagnaritun Sturlu, en Sturla hefur einnig verið talinn líklegur höfundur Grettis sögu eða hluta hennar.

Blaðsíðufjöldi: 
400
Útgáfuár: 
20016
ISBN: 
978-9935-23-099-7
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201537
0

Bókabörn

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Dagný Kristjánsdóttir
Verð: 
5900

Barnabækur eru ekki einfalt bókmenntasvið og barnabókahöfundar eru ekki börn. Persónur barnabókanna eru búnar til af fullorðnum og endurspegla hugmyndir samtímans um það hvað börn séu eða ættu að vera, hvernig skuli koma fram við þau, hvort eigi að kenna þeim eða skemmta, refsa þeim eða tilbiðja þau, samsama sig þeim eða finnast þau alveg óskiljanleg. Í Bókabörnum eru hugmyndir manna um börn og bernsku raktar og sagt frá fyrstu bókunum sem íslenskum börnum voru ætlaðar.

Hugmyndir manna um barnabókahöfundinn og hlutverk hans hafa breyst samhliða vaxandi athygli og áhuga á börnum. Fyrstu höfundarnir sem skrifuðu um og fyrir börn á Íslandi voru mótaðir af bernskuhugmyndum síns tíma og mótuðu sjálfir hugmyndir lesendi barna og komandi kynslóða um bernskuna. Þessir höfundar eru Jónas Hallgrímsson, Nonni, Sigurbjörn Sveinsson og Jóhann Magnús Bjarnason. Þeir skrifuðu fyrir börn og þess vegna voru þeir barngerðir, lesendur sáu þá í ljósi bóka sinna og bókabarna, en allir voru þeir flóknir og athyglisverðir persónuleikar, alþjóðlegir, dramatískir og gefnir fyrir gjörninga. Bernskan sem þeir lýsa er paradís, líf þeirra var það ekki.

Blaðsíðufjöldi: 
302
Útgáfuár: 
2015
ISBN: 
978-9979-54-929-1
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201414

Bókabörn sú allra besta bók sem ég ef lesið á ævinni. Hugsanlega betri en símaskráin 1994.

Jónas Sen - Morgunblaðið 20.nóvember 2014
4

Heiður og huggun

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Þórunn Sigurðardóttir
Verð: 
4900

Bókin Heiður og huggun markar tímamót í rannsóknum á íslenskum bókmenntum síðari alda. Í henni er fjallað um bókmenntagreinar sem voru vinsælar áður fyrr en hafa ekki verið rannsakaðar að neinu marki hér á landi fram að þessu. Einnig eru birtir textar sem aðeins eru varðveittir í handritum og hafa ekki áður verið prentaðir. Kenningar um bókmenntagreinar (genre theory) eru notaðar til að endurskilgreina 17. aldar erfiljóð og jafnframt til að sýna fram á að sum kvæði sem ort voru í minningu látinna tilheyra öðrum kvæðagreinum. Þær kallar höfundur harmljóð og huggunarkvæði og telur það skipta máli fyrir lestur, skilning og túlkun á einstökum kvæðum hverja af þessum kvæðagreinum miðað er við. Rannsakað var úr hvaða jarðvegi kvæðagreinarnar eru sprottnar og hvaða bókmenntalegu hefðir liggja þeim til grundvallar, en einnig það félagslega umhverfi sem þær tilheyrðu.

Með aðferðum nýsöguhyggju (new historisism) er dregið fram félagslegt og sálrænt hlutverk kvæðagreinanna, sem lýtur í senn að skáldum sem ortu kvæðin, þeim sem ort var um og þeim sem kvæðin voru ætluð. Jafnframt er sýnt fram á að þetta hlutverk hafi tengst félagslegu og menningarlegu valdakerfi sem birtist bæði í efni kvæðanna og formi og endurspeglar sterk tengsl samfélags og bókmennta á 17. öld.

Blaðsíðufjöldi: 
472
Útgáfuár: 
2015
ISBN: 
978-9979-654-33-9
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201527
0

Góssið hans Árna

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Jóhanna Katrín Friðriksdóttir
Verð: 
6490
Háskóli Íslands

 Árið 2009 var handritasafn Árna Magnússonar, sem varðveitt er sameiginlega í Reykjavík og Kaupmannahöfn, tekið upp á varðveisluskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO – minni heimsins. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum efndi af því tilefni til þeirrar fyrirlestraraðar um handritin sem hér kemur út á bók.
Hvert handrit sem fjallað er um er eins og eitt minningarbrot jarðarkringlunnar og í litrófi minninganna er ógrynni til af textum, tónlist og myndefni frá liðnum öldum. Handritin eru frá mismunandi tímum í sögu Íslands og veita margvíslega innsýn í líf og hugðarefni íslendinga fyrr á öldum. Í þeim má finna eftirminnilegar sögur um ævi og örlög Grettis Ásmundarsonar, Gunnars á Hlíðarenda og fleiri hetja, frásagnir af dýrlingum, dýrt kveðin helgikvæði, þulur, sálma og tvísöngslög, lagasöfn, dóma og myndskreytta norræna goðafræði.
Hér eru skinnbækur frá miðöldum en líka yngri pappírshandrit sem handritasafnarinn og prófessorinn Árni Magnússon (1663-1730) safnaði að sér með elju og ákafa frá unga aldri. Einnig er fjallað um bækur sem komust í safnið með öðrum hætti, m.a. merka orðabók Jóns Ólafssonar úr Grunnavík í níu bindum sem hann vann að alla ævi en aldrei varð prentuð auk safnhandrits með þjóðfræðiefni sem almenningur á Íslandi sendi Jóni Sigurðssyni forseta á miðri nítjándu öld.

Blaðsíðufjöldi: 
204
Útgáfuár: 
2014
ISBN: 
978-9979-654-30-8
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201443

Náttúra ljóðsins

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Sveinn Yngvi Egilsson
Verð: 
4500 kilja/5900 Hart spjald
Háskóli Íslands

Náttúra og umhverfi hafa verið eitt helsta yrkisefni íslenskra skálda frá því á 19. öld. Í bókinni er sýnt hvernig rómantísk skáld móta myndina af íslenskri náttúru og leggja áherslu á ólíkar hliðar hennar, allt frá ægifegurð eldfjalla og hafíss til algrænnar sveitasælu. Mynd Íslands verður mikilvæg í sjálfstæðisbaráttunni og tengist menningarpólitík, en náttúrusýnin þróast og verður sálfræðilegri á 20. öld í ljóðum íslenskra nútímaskálda sem lýsa innra landslagi og hugarheimum.
Rauði þráðurinn í bókinni er rómantíkin og arfleifð hennar frá Jónasi Hallgrímssyni til núlifandi skálda sem yrkja þannig um náttúru og umhverfi að það má lesa í ljósi skáldskapar og fagurfræði 19. aldar. Auk Jónasar koma hér einkum við sögu Steingrímur Thorsteinsson, Matthías Jochumsson, Hulda (Unnur Benediktsdóttir Bjarklind), Snorri Hjartarson, Hannes Pétursson og Gyrðir Elíasson.
Náttúra ljóðsins er fyrsta heildstæða rannsóknin sem gerð er á náttúrusýn og umhverfisvitund í íslenskri ljóðagerð og hér er beitt fræðikenningum sem varpa ljósi á viðfangsefnið og tengjast vistrýni (e. ecocriticism). Bókin kemur út á vegum Bókmennta- og listfræðastofnunar Háskóla Íslands og Háskólaútgáfunnar.

„Þetta er bók sem allir sannir ljóðaunnendur ættu að hafa yndi af að lesa. Vel skrifað og upplýsandi verk.“ Kolbrún Bergþórsdóttir, Mbl. 4. okt. 2014

 

****  „Allt er þetta skrifað af mikilli hugkvæmni og virðingu fyrir viðfangsefninu.“

Sölvi Sveinsson, Mbl. 15. nóv. 2014

 

Blaðsíðufjöldi: 
258
Útgáfuár: 
2014
ISBN: 
978-9935-23-038-6/978-9935-23-052-2
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201413/U201413H

Grímur Thomsen - Þjóðerni, skáldskapur, þversagnir og vald

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Kristján Jóhann Jónsson
Verð: 
4500 kilja / 5500 hart spjald
Háskóli Íslands

Grímur Thomsen sameinaði tryggð við íslenska menningu og skilning á erlendum bókmenntum og þjóðlífi. Þessi tveggja heima sýn gaf skáldskap hans dýpt og tilfinningu. Þjóðin hefur lært og sungið ljóð hans, t.d. Á Sprengisandi, Á fætur (Táp og fjör og frískir menn) og Landslag (Heyrið vella á heiðum hveri). Kvæði og fræði Gríms Thomsen eru dýrgripir í menningararfi okkar.
Í bókinni Grímur Thomsen er fjallað um ljóðagerð Gríms, fræðistörf, menningarleg og pólitísk viðhorf og einnig um tröllasögur af honum. Efnið varpar nokkru ljósi á þann þversagnakennda skilning á þjóðerni, skáldskap og valdi sem löngum hefur einkennt íslenska menningu. Fjallað er um bréfaskriftir Gríms og aðrar heimildir en sagan sem fræðimenn tuttugustu aldar hafa sagt af þessum dula menni er ekki í samræmi við heimildir um hann.
Kristján Jóhann Jónssson dr. phil. er dósent við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann hefur birt margar greinar og ritdóma og gefið út bækur um bókmenntafræðileg efni af ýmsu tagi.

Blaðsíðufjöldi: 
376
Útgáfuár: 
2014
ISBN: 
978-9935-23-044-77/978-9935-23-053-9
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201415/U201415H

Pages

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is