Erlend tungumál

Hljóð og hlustun

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
María Garðarsdóttir og Sigríður Þorvaldsdóttir
Verð: 
3800

Hljóð og hlustun er kennslubók í framburði og hlustun og er ætluð byrjendum í íslensku sem öðru máli. Fjallað er um framburð einstakra hljóða og vísað í hlustunarefni á netinu með æfingum sem tengjast bókinni. Einfaldar skýringarmyndir hjálpa nemendum að auka orðaforða sinn um leið og þeir æfa framburð.

Blaðsíðufjöldi: 
90
Útgáfuár: 
2016
ISBN: 
978-9979-853-51-0
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201604

An Intimacy of Words

Verð: 
5900

Pétur Knútsson lét af störfum sínum sem dósent í enskum málvísindum við Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda í Háskóla Íslands haustið 2012 eftir 34 ár í starfi. Pétri til heiðurs og sem þakkarvottur fyrir frábæra samvinnu og samveru ákváðu samstarfsmenn hans að gefa út rit þar sem kæmu saman fræðigreinar sem tengdust þeim margvíslegu fræðasviðum sem hann hefur sinnt.

Greinasafnið kemur út hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Háskólaútgáfunni

Blaðsíðufjöldi: 
354
Útgáfuár: 
2015
ISBN: 
978-9935-23-100-0
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201521
Sigurður Högni - Þjóðviljanum 2. apríl 2003

Rangan og réttan - Brúðkaup - Sumar

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Albert Camus - Ásdís R. Magnúsdóttir þýddi
Verð: 
3900
Háskóli Íslands

Albert Camus er einn þekktasti rithöfundur Frakka á 20. öld. Þau ritgerðasöfn sem hér birtast í íslenskri þýðingu Ásdísar R. Magnúsdóttur komu út á tímabilinu 1937 til 1954. Í þeim er a ða finna stutta sjálfsævisögulega texta og hugleiðingar sem veita lesendum aðgang að skáldlegustu hlið Camus.

Rebekka Þráinsdóttir ritstýrði.

Blaðsíðufjöldi: 
218
Útgáfuár: 
2015
ISBN: 
978-9935-23-074-4
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201440

Frá hjara veraldar

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Melitta Urbancic
Verð: 
4500
Háskóli Íslands

Dr. Melitta Urbancic, fædd Grünbaum (1902-1984), var allt í senn ljóðskáld, leikkona, fræðikona og myndhöggvari. Að auki lagði hún fyrir sig tungumálakennslu og býflugnarækt. Melitta kom á flótta undan nasistum til Íslands árið 1938 ásamt börnum sínum og eiginmanni, Victori Urbancic, og settust þau hér að. Fyrir ljóðskáld og leikkonu hafði það afdrifaríkar afleiðingar í för með sér að búa í útlegð í framandi landi á hjara veraldar. Melitta orti um þá reynslu og geymdi í handriti sem nú kemur út í fyrsta sinn í tvímála útgáfu með þýðingu á bundið mál. Þetta eru ljúfsár og falleg ljóð sem fjalla um sársaukann sem fylgir því að vera rifinn upp með rótum en sættast þó við tilveruna annars staðar.

Sjá hér umfjöllun bókmenntafræðingsins og þýðandans Wolfangs Schiffer.

Sjá einnig umfjöllun Bernhild Vögel í Iceland Review Online hér.

Sjá hér umfjöllun Svenska Dagbladet.

Blaðsíðufjöldi: 
218
Útgáfuár: 
2014
ISBN: 
978-9935-23-033-1
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201341

Milli mála 2013

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Ásdís R. Magnúsdóttir, Erla Erlendsdóttir og Rebekka Þráinsdóttir
Verð: 
4500
Háskóli Íslands

Milli mála – tímarit um erlend tungumál og menningu er nú komið út hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Þetta er 5. hefti tímaritsins og er það helgað þemanu útlendingar. Sjö greinar eru tileinkaðar því efni. Þær fjalla um íslensku sem annað mál, ferðalýsingu í bréfi Tómasar Sæmundssonar sem birtist í Fjölni 1836, tvö verk eftir skoska rithöfundinn Robin Jenkins, villimenn Nýja heimsins í skrifum Michels de Montaigne og fólksflutninga vestur um haf eftir sameiningu Ítalíu 1860 og til upphafs fyrri heimsstyrjaldarinnar. Í greinum utan þema er fjallað um stöðupróf í tungumálum við Háskóla Íslands, skáldsögu Tove Ditlevsen, Man gjorde et Barn Fortræd og tökuorð á sviði siglinga og skipasmíði.
Milli mála 2013 birtir einnig íslenska þýðingu á esseyju eftir Michel de Montaigne og umfjöllun um rit Pauls Kußmaul, Verstehen und Übersetzen. Ein Lehr– und Arbeitsbuch frá árinu 2010.

Blaðsíðufjöldi: 
346
Útgáfuár: 
2014
ISBN: 
978-9935-23-026-3
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201404

Morð í dómkirkju

Verð: 
4900
Háskóli Íslands

Morð í dómkirkju er vinsælasta leikrit T. S. Eliots, eins þekktasta ljóðskálds tuttugustu aldar. Leikritið var fyrst sett upp árið 1935 í Kantaraborg í Englandi og fjallar um píslarvætti Tómasar Beckets erkibiskups sem var veginn í dómkirkjunni í Kantaraborg 29. desember árið 1170. Íslensk þýðing Karls. J. Guðmundssonar er hér birt í fyrsta skipti í heild sinni við hlið enska frumtextans. Í inngangi að leikritinu er fjallað um ævi Eliots, hugmyndir hans um ljóðaleikritun, tilurð verksins, sögulegan bakgrunn þess og fleira því tengt. Í sérstökum bókarauka hefur ritstjóri verksins sett saman spurningar og verkefni til að nota í kennslu leikritsins á framhaldsskólastigi.

Blaðsíðufjöldi: 
186
Útgáfuár: 
2013
ISBN: 
978-9979-54-978-9
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201327

Milli mála (2012)

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Ásdís R. Magnúsdóttir og Sigrún Ástríður Eiríksdóttir
Verð: 
4500
Háskóli Íslands

Út er komið hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Háskólaútgáfunni tímaritið Milli mála – Tímarit um erlend tungumál og menningu. Tímaritið kemur í stað ársrits Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og er fjórða hefti Milli mála.
Þema heftisins er tungumál frá ýmsum sjónarhornum og rita 11 fræðimenn
Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur greinar í það. Greinarnar eru
skrifaðar á íslensku, ensku, ítölsku, norsku, spænsku og þýsku. Auk
fræðigreinanna er einnig að finna nokkrar þýðingar í tímaritinu.

Þeir fræðimenn SVF sem eiga greinar í tímaritinu Milli mála eru Birna Arnbjörnsdóttir, prófessor í annarsmálsfræðum, Erla Erlendsdóttir, dósent í spænsku, Gro-Tove Sandsmark, sendikennari í norsku, Hafdís Ingvarsdóttir, prófessor í menntunarfræðum, Jessica Guse, sendikennari í þýsku, Oddný G. Sverrisdóttir, prófessor í þýsku, Pétur Knútsson, dósent emeritus í ensku, Stefano Rosatti, aðjunkt í ítölsku, Þórhallur Eyþórsson fræðimaður og Þórhildur Oddsdóttir, aðjunkt í dönsku.

Þeir fræðimenn SVF sem eiga þýðingar í tímaritinu eru Ásdís R. Magnúsdóttir, prófessor í frönskum fræðum, Ásta Ingibjartsdóttir, aðjunkt í frönskum fræðum, Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor í spænsku, og Rebekka Þráinsdóttir, aðjunkt í rússnesku.

Blaðsíðufjöldi: 
403
Útgáfuár: 
2013
ISBN: 
978-9979-54-998-7
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201313

Yfir saltan mar

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Hólmfríður Garðarsdóttir og Sigrún Á. Eiríksdóttir
Verð: 
3900
Háskóli Íslands

Safn þýðinga á ljóðum argentínska skáldsins og rithöfundarins sem birst hafa í blöðum og tímaritum á Íslandi. Hér er á ferðinni tvímála útgáfa þar sem frumtexti birtist við hlið þýðingar. Fjölmargir þýðendurhafa fengist við að yrkja ljóð Borgesar á íslensku og hafa sum þeirra veriðþýdd oftar en einu sinni. Lesanda gefst hér færi á að bera saman ólíkar þýðingar á sama texta. Ljóðaþýðingunum er fylgt úr hlaði með fræðilegum inngangi Hólmfríðar Garðarsdóttur um ævi og yrkisefni skáldsins. Í bókinni er einnig áður óbirt smásaga Matthíasar Jóhannessen og umfjöllun um áhrif norrænna bókmennta á skrif Borgesar. Í bókarlok er svo greining á ljóðum hans og leiðbeiningar um ljóðagreiningu. Er það von aðstandenda verksins að ljóðaunnendum þyki fengur í
ljóðasafninu og að það megi einnig nýtast öllum þeim sem hafa áhuga á spænskri tungu.

Blaðsíðufjöldi: 
182
Útgáfuár: 
2012
ISBN: 
978-9979-54-896-6
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201309

Milli mála 2011

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Erla Erlendsdóttir og Sigrún Ástríður Eiríksdóttir
Verð: 
4500
Háskóli Íslands

Þriðja hefti ársrits Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur "Milli mála", árgangur 2011, er komið út. Þema heftisins er erlendar bókmenntir frá ýmsum sjónarhornum og rita sjö fræðimenn Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur greinar greinar í það. Sex af þessum sjö greinum fjalla um þemað en í þeirri sjöundu segir frá rannsókn á tungumálakennslu og aðlögun innflytjenda á Norðurlöndum.

Greinarnar eru skrifaðar á íslensku, ensku og ítölsku, enda hefur það verið stefna ritstjórnar frá upphafi að gefa höfundum kost á að skrifa á móður- eða kennslumáli sínu. Auk fræðigreinanna er einnig að finna nokkrar þýðingar í ársritinu.

Blaðsíðufjöldi: 
226
Útgáfuár: 
2012
ISBN: 
978-9979-54-941-3
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201204

Hliðargötur/Sideroads

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Jónas Þorbjarnarson
Verð: 
3800
Háskóli Íslands

Í þessari ljóðabók yrkir skáldið Jónas Þorbjarnarson sig frá einum stað til annars. Hann fer í bakarí í Brussel, röltir um Reykjavík og tjaldar á Langanesi. Smám saman birtist ljóðalandakort sem vekur spurningar með lesandanum um staðinaí lífinu. Hvar endum við og hvar byrja þeir staðir sem skipta okkur máli?

Þýðendur: Ástráður Eysteinsson og Julian Meldon D'arcy

In this book one of Iceland's leading contemprorary poets, Jónas Þorbjarnarson, sets off on a journey to many places, both in Iceland and abroad. He visits a bakery in Brussels, roams the streets of Reykjavik, basks in a volcanic crater, strides across blustery moors, and camps on Langanes peninsula, one of the remotest parts of Iceland. Slowly but surely, a poetic map of Iceland and a wider world is compiled, but it is not just a geographic one, for it transcends physical dimensions to ask more intriguing philosophical questions, such as where do our bodies end and the places and moments which matter to us begin? Jónas Þorbjarnarson stirs readers of all nationalities and locations to reevaluate their emotional bearings.

Translated by Ástráður Eysteinsson and Julian Meldon D'arcy

Bókin er tvímála, íslensk - ensk.

Blaðsíðufjöldi: 
118
Útgáfuár: 
2011
ISBN: 
978-9979-54-921-5
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201133

Pages

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is