Félagsfræði

Lífssögur ungs fólks

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Sigrún Aðalbjarnardóttir
Verð: 
8450

Fátt er okkur mikilvægara en uppeldi og menntun barna og ungmenna. Í þessari bók beinist athyglin að því mikilvæga hlutverki uppalenda að hlúa að vellíðan og velferð æskunnar, bæði henni og samfélaginu til heilla í samtíð og framtíð.

Bókin er á margvíslegan hátt nýjung á innlendum og erlendum vettvangi. Hún byggist á viðamikilli langtímarannsókn höfundar þar sem kannaðir eru ýmsir þroskaþættir ungmenna frá upphafi unglingsára fram á þrítugsaldur. Sérstök áhersla er þar lögð á að skoða hvernig uppeldisaðferðir foreldra geta haft áhrif á samskiptahæfni ungmenna og líðan, sjálfstraust þeirra og trú á eigin sjálfstjórn, námsgengi og áhættuhegðun allt að átta árum fram í tímann.

Raktar eru áhugaverðar lífssögur fimm ungmenna frá því þau eru á sextánda ári og fram á fertugsaldur. Þar lýsa þau samskiptum sínum við þá sem þeim eru nánir: foreldra, vini, sambúðarfólk og eigin börn. Styrkleikar þeirra eru dregnir fram sem og uppeldissýn þeirra, meðal annars þau gildi sem þau vilja rækta með börnum sínum.

Lífssögur ungs fólks er bók sem á brýnt erindi við okkur öll.

Dr. Sigrún Aðalbjarnardóttir er prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur hlotið viðurkenningar fyrir störf sín, meðal annars við Háskóla Íslands fyrir „lofsvert framlag til rannsókna“ og Saman- hópsins fyrir „vel unnin fræðistörf og gagnlegar rannsóknir í þágu foreldra og barna“. Auk þess hlaut hún riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu „fyrir störf í þágu uppeldisvísinda og menntunar“.

Að kanna lífssögur ungs fólks er öllum þjóðfélögum afar gagn- legt. Það hefur dr. Sigrún Aðalbjarnardóttir nú gert í framhaldi af bók sinni um virðingu og umhyggju og eykur þannig enn skilning á okkur sjálfum og því samfélagi sem við erum saman um að mynda.

Vigdís Finnbogadóttir

 

 

 

Blaðsíðufjöldi: 
565
Útgáfuár: 
2019
ISBN: 
978-9935-23-195-6
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201824

Ójöfnuður á Íslandi

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Stefán Ólafsson og Arnaldur Sölvi Kristjánsson
Verð: 
6900

Háskólaútgáfan kynnir nýja bók, Ójöfnuður á Íslandi – Skipting tekna og eigna í fjölþjóðlegu samhengi, eftir Stefán Ólafsson og Arnald Sölva Kristjánsson.

Bókin er afrakstur mikils rannsóknarstarfs sem höfundar hafa unnið að um nokkurra ára skeið. Þeir sækja í smiðjur alþjóðlegra rannsókna á þessu sviði og bera saman langtímaþróun á Íslandi við niðurstöður Thomas Piketty og félaga fyrir helstu vestrænu samfélögin. Höfundar styðjast  einnig við fjölda annarra alþjóðlegra rannsókna sem fram hafa komið á síðustu árum og nota víðtæk gögn frá OECD, Eurostat og Luxembourg Income Survey (LIS).

Ójöfnuður á Íslandi fjallar um hvernig tekju- og eignaskipting á Íslandi þróaðist frá millistríðsárunum til samtímans. Sýnt er hversu ójafnt tekjur og eignir skiptust fyrir stríð en urðu svo mun jafnari á eftirstríðsárunum. Í um hálfa öld voru Íslendingar, ásamt öðrum norrænum þjóðum, með einna jöfnustu tekjuskiptingu sem þekktist í heiminum. Þjóðfélagið tók síðan stakkaskiptum með verulegri aukningu ójafnaðar á rúmum áratug fram að hruni fjármálakerfisins árið 2008. Þau umskipti tengjast einkum breyttu þjóðmálaviðhorfi og nýjum aðstæðum sem eiga rætur að rekja til stjórnmála, hnattvæðingar og fjármálavæðingar.

Þetta er í senn saga mikilla umskipta og raunar mikillar sérstöðu íslensks samfélags. Meginmynstrið í langtímaþróun ójafnaðar á Íslandi var þó svipað og hjá mörgum vestrænum þjóðum, eins og fram kemur í rannsóknum Thomas Piketty og félaga. En sveiflur milli jafnaðar og ójafnaðar voru óvenjumiklar á Íslandi.

Bókin byggist á viðamiklum greiningum og alþjóðlegum samanburði á skiptingu tekna og eigna en þróun ójafnaðarins er sett í samhengi við einkenni íslenska samfélagsins til lengri tíma: atvinnuþróun, stjórnmál, stéttaskiptingu, hugarfar, kynjamun, skattamál, vinnumarkað, velferðarríki og þjóðarauð.

Stefán Ólafsson lauk meistaraprófi í þjóðfélagsfræðum frá Edinborgarháskóla og doktorsprófi frá Oxfordháskóla. Hann starfar sem prófessor við Háskóla Íslands.

Arnaldur Sölvi Kristjánsson lauk meistaraprófi í hagfræði frá Háskóla Íslands og Toulouseháskóla og doktorsprófi frá Oslóháskóla. Hann starfar sem sérfræðingur við norska fjármálaráðuneytið í Osló.

Blaðsíðufjöldi: 
450
Útgáfuár: 
2017
ISBN: 
978-9935-23-129-1
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201627

Afbrot og íslenskt samfélag

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Helgi Gunnlaugsson
Verð: 
4900

Bókin Afbrot og íslenskt samfélag er innlegg í umræðu um íslenskt samfélag og þróun þess frá sjónarhorni félags– og afbrotafræðinnar. Tilgangur bókarinnar er að koma á framfæri aðgengilegu íslensku lesefni um afbrot á Íslandi og um leið að vekja áhuga og umræður um málefnið. Stuðst er við viðhorfsmælingar, opinber gögn, rýnihópa, fjölmiðla og niðurstöður sem túlkaðar eru í ljósi alþjóðlegs samanburðar.

Í bókinni er meðal annars leitað svara við eftirtöldum spurningum:

  • Hver hefur þróun afbrota verið á Íslandi á síðustu árum?
  • Hvað einkennir íslensk fangelsi og fanga?
  • Hvernig hafa Íslendingar brugðist við fíkniefnavandanum?
  • Eru dómstólar vægari en almenningur?
  • Hverjir eru gerendur kynferðisbrota gegn börnum?
  • Hvert er umfang netbrota á Íslandi?

Helgi Gunnlaugsson er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur kennt afbrotafræði við skólann í fjölda ára og sat í stjórn Norræna sakfræðiráðsins 2001 – 2015. Hann lauk doktorsprófi frá Missouri háskóla í Bandaríkjunum þar sem hann sérhæfði sig í afbrotafræði og réttarfélagsfræði. Helgi hefur einn eða í samstarfi við aðra gefið út fjölda verka, þar á meðal: Afbrot og Íslendingar (2000), Wayward Icelanders: Punishment, Boundary Maintenance and the Creation of Crime (2000) og Afbrot á Íslandi (2008). Auk þess hafa greinar birst víða í fræðaheiminum, meðal annars í European Journal of Criminology, Howard Journal of Crime and Justice, Criminology and Crime Prevention og Social Problems.

 

 

Blaðsíðufjöldi: 
312
Útgáfuár: 
2018
ISBN: 
978-9935-23-178-9
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201804

Ójöfnuður á Íslandi

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Stefán Ólafsson og Arnaldur Sölvi Kristjánsson
Verð: 
6900

Ójöfnuður á Íslandi fjallar um hvernig tekju- og eignaskipting á Íslandi þróaðist frá millistríðsárunum til samtímans. Sýnt er hversu ójafnt tekjur og eignir skiptust fyrir stríð en urðu svo mun jafnari á eftirstríðsárunum. Í um hálfa öld voru Íslendingar, ásamt öðrum norrænum þjóðum, með einna jöfnustu tekjuskiptingu sem þekktist í heiminum. Þjóðfélagið tók síðan stakkaskiptum með verulegri aukningu ójafnaðar á rúmum áratug fram að hruni fjármálakerfisins árið 2008. Þau umskipti tengjast einkum breyttu þjóðmálaviðhorfi og nýjum aðstæðum sem eiga rætur að rekja til stjórnmála, hnattvæðingar og fjármálavæðingar.

Þetta er í senn saga mikilla umskipta og raunar mikillar sérstöðu íslensks samfélags. Meginmynstrið í langtímaþróun ójafnaðar á Íslandi var þó svipað og hjá mörgum vestrænum þjóðum, eins og fram kemur í rannsóknum Thomas Piketty og félaga. En sveiflur milli jafnaðar og ójafnaðar voru óvenjumiklar á Íslandi.

Bókin byggist á viðamiklum greiningum og alþjóðlegum samanburði á skiptingu tekna og eigna en þróun ójafnaðarins er sett í samhengi við einkenni íslenska samfélagsins til lengri tíma: atvinnuþróun, stjórnmál, stéttaskiptingu, hugarfar, kynjamun, skattamál, vinnumarkað, velferðarríki og þjóðarauð.

Ójöfnuður á Íslandi er grundvallarrit um þróun íslensks samfélags, stjórnmál og lífskjör.

Blaðsíðufjöldi: 
460
Útgáfuár: 
2017
ISBN: 
978-9935-23-129-1
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201627

Fléttur IV – Margar myndir ömmu

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Irma Erlingsdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Sigrún Alba Sigurðardóttir og Sólveig Anna Bóasdóttir
Verð: 
5900

Fjórða hefti ritraðar RIKK er tileinkað ömmum og langömmum. Í greinunum eru sagðar sögur kvenna sem lifðu þann tíma þegar nútíminn hóf innreið sína á Íslandi og ljósi varpað á hugmyndaheim þeirra, stöðu og aðstæður og framlag til þróunar nútímasamfélags á Íslandi. Fræðimenn af óíkum sviðum, s.s. sagnfræði, guðfræði, félagsfræði, stjórnmálafræði og bókmenntafræði, setja lífshlaup formæðra sinna í samhengi við samfélagsgerðina sem, hvað sem borgaralegum réttindum leið, takmarkaði möguleika þeirra til þáttöku í opinberu lífi og um leið til sjálfstæðis og frelsis. Jafnframt er þáttur þeirra í að endurmóta ríkjandi hugmyndir um kvenleikann og samfélagslegt hlutverk sitt metinn og spurt hvaða tækifæri konur höfðu til þess að hafa áhrif í samfélaginu, bæði með starfi sínu inn á við, í þágu heimilis, en ekki síður út á við, til dæmis í gegnum félagasamtök og kvenfélög sem voru í hverri sveit. Greinarnar draga upp fjölbreytta mynd af lífi kvenna á Íslandi um aldamótin 1900 og fram á miðja 20. öld með því að tefla saman kenningarlegri nálgun og persónulegri frásögn.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ritar formála að bókinni.

Blaðsíðufjöldi: 
316
Útgáfuár: 
2016
ISBN: 
978-9935-23-112-3
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201606

Fléttur III - Jafnrétti, menning, samfélag

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Annadís G. Rúdolfsdóttir, Guðni Elísson, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Irma Erlingsdóttir
Verð: 
4900
Háskóli Íslands

Viðfangsefni bókarinnar eru birtingarmyndir misréttis í samfélagi og menningu og áhrif þess á aðstæður karla og kvenna. Má þar nefna átök femínista af ólíkum skólum á Íslandi, misnotkun valds og andóf í kristinni trúarhefð og stöðu kvenna í bókmenntum og kvikmyndum. Í bókinni er sjónum jafnframt beint að samtvinnun ólíkra þátta mismununar, skörun fötlunar og kyngervis, og íslenskri friðargæslu í ljósi femínískra öryggisfræða. Einnig er rætt um þær afleiðingar sem ofríki karllægrar hugmyndafræði hafði í fjármálakreppunni árið 2008 og í umræðunni um loftslagsbreytingar.

Blaðsíðufjöldi: 
312
Útgáfuár: 
2014
ISBN: 
978-9935-23-017-1
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201331

Velferð barna

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Salvör Nordal, Sigrún Júlíusdóttir og Vilhjálmur Árnason
Verð: 
3900
Háskóli Íslands

Í bókinni fjalla þrettán höfundar á sviði félagsráðgjafar, guðfræði, heimspeki, næringarfræði, sálfræði og uppeldisfræði um siðferðileg álitamál tengd börnum og skilyrði þess að þeim geti farnast vel. Í brennidepli er ráðandi gildismat í neyslusamfélagi nútímans og áhrif þess á velferð barna. Rætt er um foreldrahlutverkið, merkingu og gildi frelsis í uppeldi barna og um þá ábyrgð sem við berum sameiginlega á uppeldisskilyrðum þeirra og hvernig þau mótast. Jafnframt er hugað að réttindum barna og líkamlegri og andlegri næringu þeirra. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, ritar inngangsorð.

Blaðsíðufjöldi: 
181
Útgáfuár: 
2011
ISBN: 
978-9979-54-893-5
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201029

Ævintýri á fjöllum

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Sigrún Júlíusdóttir
Verð: 
ISK 2990 - USD - Kilja
Háskóli Íslands

Rannsókn á reynslu unglinga af starfi með Hálendishópnum á tímabilinu 1989-2000

Ferðalög á framandi staði geta haft sterk áhrif á líf okkar. Að fara úr
sínu gamla umhverfi á óþekktar slóðir, takast á við ógnvænleg öfl og
kynnast nýju fólki við óvenjulegar aðstæður – enginn snýr aftur samur úr
slíku ferðalagi. Sú er einmitt hugsunin á bak við ,,ævintýrið á
fjöllum”, aðferðina sem Hálendishópurinn byggir starf sitt á.

Hálendishópurinn er meðferðarúrræði á vegum Íþrótta- og tómstundarráðs
Reykjavíkur og Félagsþjónustunnar í Reykjavík. Hann er ætlaður fyrir
unglinga í vanda á höfðuborgarsvæðinu þar sem önnur úrræði hafa ekki
borið árangur sem skyldi. Þessir unglingar eru meðal þeirra verst stöddu
í samfélaginu, en þeir glíma við erfiðar félagslegar aðstæður,
fjölskylduvanda, röskun á skólagöngu og margvísleg hegðunarvandkvæði sem
tengjast m.a. vímuefnaneyslu og afbrotum.

Tilraunin með Hálendishópinn hófst sumarið 1989, þegar farið var með
þessa unglinga í fyrstu gönguferðina um óbyggðir Hornstranda. Ferðin
mæltist vel fyrir meðal unglinga og fagfólks og hefur síðan verið
endurtekin reglulega. Þegar áratugur var að baki þótti tími til kominn
að staldra við og meta reynsluna og forsendur starfsins. Úr varð
rannsóknin sem hér er kynnt.

Blaðsíðufjöldi: 
176
Útgáfuár: 
2002
ISBN: 
9979-54-512-7
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200238

Við og hinir

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Gísli Pálsson, Haraldur Ólafsson og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir ritstjórar
Verð: 
ISK 2700 - USD - Kilja
Háskóli Íslands

Rannsóknir í mannfræði

Flestar greinanna eru að stofni til fyrirlestrar frá ráðstefnu, sem
haldin var í september 1996 til að minnast tímamóta í sögu
mannfræðiiðkunar á Íslandi. Um leið var haldið uppá tuttugu ára afmæli
félagsvísindadeildar Háskóla Íslands, en frá upphafi deildarinnar hefur
mannfræði verið kennd á hennar vegum.

Markmið þeirra, sem standa að þessu riti, er að leiða í ljós þá grósku
og fjölbreytni sem einkennt hefur mannfræðirannsóknir á Íslandi á
síðustu árum. Bókin skiptist í fjóra hluta: fortíð og nútíð, nær og
fjær, samsemd og sjálfsmynd, og líkami og samfélag.

Greinahöfundar eru sumir hverjir komnir langt að með framandleg
vettvangsgögn í farteskinu. Aðrir hafa leitað á vit fjarlægra tíma,
ýmist með félagsleg eða líffræðileg viðfangsefni í huga. Enn aðrir hafa
beint sjónum að samtíma sínum og heimaslóðum.

Greinahöfundar, auk ritstjóra, eru: Agnar Helgason, Arnar Árnason,
Halldór Stefánsson, Hjörleifur Jónsson, Inga Dóra Björnsdóttir, Kristín
Loftsdóttir, Magnús Einarsson, Níels Einarsson, Pia Monrad Christensen,
Sigurjón Baldur Hafsteinsson, Sveinn Eggertsson, Una Strand Viðarsdóttir
og Unnur Dís Skaptadóttir.

Bókin er fyrsta ritið í ritröð Mannfræðistofnunar Háskóla Íslands og er
það tileinkað dr. Jens Ó. P. Pálssyni prófessor, fyrrverandi
forstöðumanni stofnunarinnar.

Blaðsíðufjöldi: 
257
Útgáfuár: 
1997
ISBN: 
9979-93-250-3
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U199756

Pages

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is