Guðfræði

Lifandi vitund

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Pétur Pétursson
Verð: 
5900

Hér mætast þrjár kynslóðir kennimanna í sömu fjölskyldu og miðla af kristnum boðskap sínum, trú og lífsskoðunum. Á einstæðan hátt vitnar þessi bók um sviptingar tímans og ólíkan tíðaranda því að rúm öld er nú liðin síðan Sigurgeir Sigurðsson, prestur á Ísafirði og síðar biskup Íslands, hóf að predika, og enn starfar sonarsonur hans, Pétur Pétursson, að málefnum trúar og kirkju við Háskóla Íslands.

Pétur Sigurgeirsson, prestur á Akureyri og síðar biskup Íslands, er í miðju þessarar bókar og minningu hans er hún helguð. Til að minnast aldarafmælis hans, 2. júní 2019, birtist hér úrval predikana, pistla og blaðagreina frá hans hendi sem varpa skýru ljósi á afstöðu hans til samfélags og trúar. Um leið má í bókinni lesa og álykta eitt og annað um samtal þeirra þriggja kynslóða sem hér hafa orðið, enda margt líkt með skyldum.

Þessi bók vitnar ekki aðeins um kristna boðun, hún er ekki síður til marks um sögu Íslands, menningu og siði þjóðarinnar, séð af sjónarhóli guðfræði, trúarlífs og samvisku á hverri tíð.

Blaðsíðufjöldi: 
250
Útgáfuár: 
2019
ISBN: 
978-9979-9621-3-7
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201916

Guð og gróðurhúsaáhrif

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Sólveig Anna Bóasdóttir
Verð: 
5900

Kröftug umræða um umhverfið, náttúruna og nú síðast hnattræna hlýnun af mannavöldum fer nú fram innan kristinnar guðfræði eins og í öðrum fræðigreinum. Guðfræðingar hafa löngum tekið alvarlega þá gagnrýni að kristni sé einstakega mannhverf. Í umræðu um siðferðileg vandamál samtímans vilja margir þeirra leggja sitt af mörkum til þess að koma í veg fyrir að þeir spádómar rætist að vestræn iðnvædd samfélög eigi eftir að valda óafturkræfum skaða á lífríkinu.

Í þessari bók er tekist á við spurningar sem lúta að kristnum áhrifum og hugmyndum um náttúruna í sögu jafnt sem samtíð: Hver er staða náttúrunnar í Biblíunni og kristinni hefð? Hvernig túlka guðfræðingar í samtímanum þá hugmynd að maðurinn sé kóróna sköpunarverksins? Hvaða leiðsögn geta guðfræðingar veitt til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga með réttlátum og ábyrgum hætti? Og hvað merkir það að vinna að réttlæti í loftslagsmálum í guðfræðilegu samhengi.

Blaðsíðufjöldi: 
164
Útgáfuár: 
2017
ISBN: 
978-9935-23-156-7
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201719

Esterarbók

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Jón Rúnar Gunnarsson
Verð: 
5900

JÓN RÚNAR GUNNARSSON (1940–2013) var í hópi þeirra sem unnu að nýju Biblíuþýðingunni sem kom út árið 2007. Esterarbók er ein þeirra bóka sem Jón þýddi. Fræðilegar forsendur þeirrar þýðingar er meginefni þessarar nýju bókar. Þar er gerð grein fyrir þýðingunni, ástæður breytinga raktar, þær studdar rökum með tilvísun til annarra þýðinga og fræðilegrar umfjöllunar. Í rækilegum menningarsögulegum inngangi er m.a. gerð grein fyrir stað og tíma Esterarbókar og hún staðsett meðal annarra bóka Biblíunnar. Auk þess er sjálf þýðingin birt. Í bókinni er einnig ýmiss konar lykilefni til fróðleiks og skýringa. Við vinnu sína lagði Jón til grundvallar margar eldri og yngri þýðingar á fjölda tungumála auk fræðilegs efnis sem varðar Esterarbók. Sagan sjálf er heillandi. Hún segir frá lífi Esterar, Gyðingastúlkunnar fögru, sem verður drottning í Persaveldi. 
Jón Rúnar Gunnarsson lauk prófi í samanburðarmálfræði frá Óslóarháskóla árið 1969. Áður hafði hann stundað nám í Tékkóslóvakíu og Póllandi. Hann var um skeið kennari við Óslóarháskóla en lengstum við Háskóla Íslands. Eftir Jón liggja fræðilegar greinar um málfræði auk kennslubókar í íslensku. Hann þýddi einnig efni af ýmsum toga, m.a. nokkur leikrit. 
Margrét Jónsdóttir og Bjarki Karlsson önnuðust útgáfu bókarinnar. Ragnar Helgi Ólafsson hannaði kápuna.

 
 
Blaðsíðufjöldi: 
190
Útgáfuár: 
2017
ISBN: 
978-9935-23-168-0
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201711

Það er yfir oss vakað

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Haraldur Níelsson
Verð: 
ISK 2500 - USD - Kilja
Háskóli Íslands

Valdir kaflar úr ræðum séra Haralds Níelssonar prófessors

Séra Haraldur Níelsson hafði mikil áhrif á þjóð sína sem fyrirlesari
og predikari. Vegna afskipta sinna af spíritisma og sálarrannsóknum varð
hann einn umdeildasti maður síns tíma. Hann sannfærðist um
raunveruleika svokallaðra miðlafyrirbæra og dró af þeim ályktanir í
umfjöllun sinni um stöðu og hlutverk kristinnar trúar í samtímanum.
Haraldur tók til endurskoðunar ýmsar erfikenningar kirkjunnar og beitti
víðtækri biblíuþekkingu sinni til að slá vopnin úr höndum andstæðinga
sinna. Þær deilur sem af þessu spruttu urðu harðar og langvinnar og eiga
sér vart hliðstæðu í trúarsögu þjóðarinnar. Því hefur verið haldið fram
að hjarta íslensku þjóðkirkjunnar hafi brostið í þessum átökum.
Andstæðingar hans vildu gera hann rækan úr kirkjunni og fannst það óhæfa
að hann væri kennari prestefna. Fylgjendur hans höfðu aftur á móti
mikið dálæti á honum svo við lá persónudýrkun. Árið 1914 hóf séra
Haraldur að predika annan hvorn sunnudag í Fríkirkjunni í Reykjavík og
var kirkjusóknin með eindæmum góð svo oft urðu margir frá að hverfa. Í
þessari bók er að finna tuttugu og fimm predikanir eftir séra Harald.
Nítján þeirra hafa áður birst á prenti, flestar í predikunarsöfnum hans,
sem eru nú fyrir löngu ófáanleg. Ræðurnar eru flestar styttar þannig að
ýmsu í heimfærslu predikunartextanna sem skírskortar til málefna þess
tíma sem þær voru fluttar á er sleppt. Einnig er því sleppt sem ekki
tengist beinlínis meginþema predikunarinnar og er augljóslega fremur til
uppfyllingar. Lögð er áhersla á að meginhugsun predikananna komist til
skila og það kemur í ljós að Haraldur stendur í boðun sinni á klassískum
grunni kristninnar. Það á einkum við um kristsfræði hans og
sköpunarguðfræði. Predikun Haralds á enn erindi við landsmenn og
tímabært að endurmeta guðfræði hans og áhrif á íslensku kirkjuna. Dr.
Pétur Pétursson ritar inngang að bókinni. 

Blaðsíðufjöldi: 
190
Útgáfuár: 
1999
ISBN: 
9979-54-389-2
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U199924K

Kallari Orðsins

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Pétur Pétursson
Verð: 
ISK 3900 - Harðspjaldabók // ISK 3200 - Kilja
Háskóli Íslands

Einar J. Gíslason og hvítasunnuvakningin á Íslandi 

Hvítasunnuhreyfingin á Íslandi á rætur sínar að rekja til trúarlegrar vakningar meðal sjómanns- og vekakvenna í Vestmannaeyjum sumarið 1921. Hún er því 80 ára á þessu ári. Í bókinni er saga hreyfingarinnar rakin frá því er sænskir trúboðar störfuðu fyrst í Vestmannaeyjum. Greint er frá lífi og starf Einars J. Gíslasonar sem var óskoraður leiðtogi hreyfingarinnar um áratuga skeið, fyrst sem forstöðumaður Betelssafnaðarins í Vesmannaeyjum og síðar sem forstöðumaður Fíladelfíusafnaðarins í Reykjavík. Einar varð landsþekktur fyrir útvarpspredikanir sínar sem hann skrifaði aldrei heldur treysti á það sem andinn blés honum í brjóst í ræðustóli. Upptökur af ræðum hans hafa varðveist og eru valdar ræður eftir hann birtar í seinni hluta bókarinnar. 

Einar ólst upp í Vesmannaeyjum og tók ungur þátt í starfi safnaðarins þar og persónusaga hans er nátengd hvítasunnuhreyfingunni á mesta breytingaskeiði hennar hér á landi. Gerð er grein fyrir leiðtogahæfileikum og náðargáfu Einars og annarra talsmanna hreyfingarinnar með skírskotum til félagsfræðilegra kenninga um stofnanavæðingu og áhrifavalda sterkra leiðtoga. Höfundur kynntist Einari persónulega vegna rannsókna sinna á hvítasunnuhreyfingunni og hann hafði aðgang að fundargerðum og skjalasafni hreyfingarinnar en byggir einnig á fjölmörgum viðtölum sem hann tók við Einar og annað fólk í hreyfingunni. Bókin er skrifuð þannig að hún geti orðið áhugasömum lesendum til fróðleiks og ánægju. Höfundur segir skemmtilegar sögur af Einari sem varð þjóðsagnapersóna í lifanda lífi ekki síst fyrir kímnigáfu sína sem fær að njóta sín í bókinni.

Blaðsíðufjöldi: 
224
Útgáfuár: 
2001
ISBN: 
9979-54-486-6 // 9979-54-469-4
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200135 // U200135K

Fyrstu handbækur presta á Íslandi eftir siðbót

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Arngrímur Jónsson
Verð: 
ISK 3100 - Kilja
Háskóli Íslands

Handbók Marteins Einarssonar 1555 
Handritið Ny kgl. Saml. 138 4to 
Graduale 1594
 

Lítúrgísk þróunarsaga íslenzkrar helgisiðahefðar á 16. öld. 

Í áratug hefur höfundur rannsakað fyrstu handbækur presta á Íslandi eftir siðbót með það í hug að komast að raun um, úr hvaða jarðvegi þær væru sprottnar og hverjar fyrirmyndir þeirra hafi verið. Það var árið 1976, að Arngrímur Jónsson uppgötvaði, eftir að facsimileútgáfa fyrstu dönsku handbókanna á siðbótartímanum barst honum í hendur, að formálinn fyrir Graduale 1594 var að langmestu leyti þýddur eftir formála einnar þeirra bóka, Messuhandbókar Franz Wormordsen í Lundi 1539. Þetta varð tilefni þess, að Arngrímur Jónsson fór að rannsaka handbækurnar íslenzku. Þessar handbækur höfðu ekki verið rannsakaðar, svo að orð væri á gerandi, en ýmsar getgátur um gerð þeirra farið manna á milli í samræðum. Tími var því kominn til þess að gera gangskör að rannsókn á þeim. 

Blaðsíðufjöldi: 
489
Útgáfuár: 
1992
ISBN: 
9979-54-162-8
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U199306

Fyrirheitna landið

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Ritstjórn og textaval: Jón Þórisson
Verð: 
ISK 2600 - Kilja
Háskóli Íslands

Frásagnir úr Biblíunni 

Þessi bók hefur að geyma þekktustu frásagnir Biblíunnar. Saman sýna þær á ljóslifandi hátt sögu hinnar guðs útvöldu þjóðar. Þetta eru frásagnir um mannleg samskipti í öllum sínum margbreytileika; um svik, öfund og bróðurmorð, en einnig um náungakærleik, visku, trú og von. 

Fyrirheitna landið er úrval frásagna sem hafa orðið kveikja sköpunar meðal rithöfunda, tónskálda og listamanna í gegnum aldirnar. Áhrifa Biblíunnar gætir á öllum sviðum mannlegrar samskipta og í daglegu máli. Hér eru saman komnar frásagnir sem eru lykillinn að dýpri skilningi á menningu okkar og samfélagi.

Blaðsíðufjöldi: 
233
Útgáfuár: 
1999
ISBN: 
9979-54-381-7
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U199818

Frá Sýrlandi til Íslands. Arfur Tómasar postula

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Jón Ma. Ásgeirsson & Þórður Ingi Guðjónsson
Verð: 
ISK 5490 - Kilja
Háskóli Íslands
Tómasarguðspjall, Tómasarkver og Tómas saga postula eru rit tileinkuð heilögum Tómasi postula. Upphaflega er talið að guðspjallið, kverið og frumgerð Tómas sögu (Acta Thomae) hafi myndað fornan meið í frumkristni. Tvö fyrstu ritin hurfu af sjónarsviðinu eftir aldamótin 400 og voru óþekkt þar til þau fundust meðal Nag Hammadi-handritanna árið 1945. Íslenskir textar Tómas sögu postula hafa verið þekktir frá því á 12. öld og latnesk fyrirmynd þeirra frá því á fjórðu öld.
Hér eru þessi þrjú rit kennd við Tómas postula gefin út á einni bók, en öll eru þau talin eiga uppruna sinn í Sýrlandi, guðspjallið frá fyrstu öld, kverið á annarri öld og frumgerð sögunnar á þriðju öld. Guðspjallið og kverið voru bannfærð af kirkjuyfirvöldum  undir lok fjórðu aldar, en sagan lifði áfram í latneskum gerðum og þýðingum á þjóðtungur.
Bókin skiptist í þrjá hluta. Í þeim fyrsta er að finna þrjá yfirlitskafla um Tómasarkristni. Í öðrum hluta eru formálar að útgáfum ritanna þriggja. Í þriðja og síðasta hluta eru ritin sjálf með lesbrigðaskrám og skýringum.
Sá meiður sem þessi rit mynda í flóru frumkristinna rita er einstakur. Hér fæst innsýn í sum elstu varðveitt ummæli Jesú frá Nasaret (guðspjallið) þar sem upprisa Jesú frá dauðum er hvergi nefnd. Það er ekki píslarvætti frelsarans sem er lykillinn að guðsríki heldur þekking. Helsti þrándur í götu mannsins að sannri þekkingu reynast vera ástríður holdsins (kverið) en ekki siðferðileg álitamál á vog syndar og aflausnar. Leiðin að þessari guðlegu þekkingu er ekki gjöf heldur þrotlaus barátta við öfl þessa heims (sagan), þar sem meinlæti og hófsemi verða tákn hinnar nýju kynslóðar Guðs.
Í Tómasarkristni gefur að líta eina af elstu túlkunum á persónu Jesú frá Nasaret og orðum hans. Sú túlkun átti ekki upp á pallborðið hjá kirkjulegum yfirvöldum á fjórðu öld né lengi síðan. En þessi rit eiga erindi til samtímans þar sem þröngsýni fortíðar víkur fyrir nýjum viðhorfum.
Blaðsíðufjöldi: 
406
Útgáfuár: 
2007
ISBN: 
978-9979-54-788-4
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200751

Glíman/2 2005

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Ágúst Einarsson, Jón Pálsson, Kristinn Ólason, Sigurjón Árni Eyjólfsson og Stefán Karlsson ritstjórar
Verð: 
ISK 2300 -
Háskóli Íslands

Traust í viðskiptalífinu: Getur gott siðferði borgað sig? 
Yfirskrift árgangsins er "Traust í viðskiptalífinu: Getur gott siðferði borgað sig?" og vísar til ráðstefnu sem haldin var á Grand Hótel þ. 11. janúar sl. í samvinnu Glímunnar, Samtaka atvinnulífsins og Verslunarráðs Íslands. 
Erindin sem flutt voru á ráðstefnunni eru birt í ritinu undir yfirskriftinni "Samfélag", en höfundar eru m.a. Gylfi Magnússon, Halldór Reynisson og Þröstur Olaf Sigurjónsson. Þá eru birtar fæðigreinar eftir Stefán Karlsson, Kristin Ólason, Sigurjón Árna Eyjólfsson og Pétur Pétursson, sem fjalla m.a. um siðfræði, Jakobsglímuna, Lúther og Völsupá. 
Loks má geta deiglugreina eftir þá Magnús Þorkel Bernharðsson og Kristin Ólason. Glíman er gefin út af Háskólaútgáfunni og Grettisakademíunni í Reykjavík. 
Ritið á erindi við alla sem hafa áhuga á þeim fjölþættu málefnum sem tengjast viðskiptum, útrás viðskiptalífsins og þeim siðrænu spurningum sem vakna við hraða útþenslu og útrás fyrirtækja.

Blaðsíðufjöldi: 
190
Útgáfuár: 
2005
ISBN: 
1670-5289
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200544

Glíman/1 2003

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Ágúst Einarsson, Jón Pálsson, Kristinn Ólason, Sigurjón Árni Eyjólfsson og Stefán Karlsson ritstjórar
Verð: 
ISK 1800 - Kilja
Háskóli Íslands
Óháð tímarit um guðfræði og samfélag Glíman er nýtt tímarit sem gefið er út í því markmiði að gera guðfræðina gjaldgenga í samfélagslegri umræðu á Íslandi. Ritið kemur út einu sinni á ári, bæði í rafrænni og prentaðri útgáfu. Yfirskrift fyrsta árgangs er „guðfræðin og samfélagsumræðan“ og höfundar greina hans eru: Björn Bjarnason, Gunnbjörg Óladóttir, Haukur Ingi Jónasson, Hjalti Hugason, Jón Pálsson, Kristinn Ólason, Sigurður Örn Steingrímsson, Sigurjón Árni Eyjólfsson, Stefán Karlsson og Þórhallur Heimisson. Útgefandi: Grettisakademían og Háskólaútgáfan
Blaðsíðufjöldi: 
134
Útgáfuár: 
2004
ISBN: 
1670-5289
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200448

Pages

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is