Hagfræði

Ójöfnuður á Íslandi

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Stefán Ólafsson og Arnaldur Sölvi Kristjánsson
Verð: 
6900

Háskólaútgáfan kynnir nýja bók, Ójöfnuður á Íslandi – Skipting tekna og eigna í fjölþjóðlegu samhengi, eftir Stefán Ólafsson og Arnald Sölva Kristjánsson.

Bókin er afrakstur mikils rannsóknarstarfs sem höfundar hafa unnið að um nokkurra ára skeið. Þeir sækja í smiðjur alþjóðlegra rannsókna á þessu sviði og bera saman langtímaþróun á Íslandi við niðurstöður Thomas Piketty og félaga fyrir helstu vestrænu samfélögin. Höfundar styðjast  einnig við fjölda annarra alþjóðlegra rannsókna sem fram hafa komið á síðustu árum og nota víðtæk gögn frá OECD, Eurostat og Luxembourg Income Survey (LIS).

Ójöfnuður á Íslandi fjallar um hvernig tekju- og eignaskipting á Íslandi þróaðist frá millistríðsárunum til samtímans. Sýnt er hversu ójafnt tekjur og eignir skiptust fyrir stríð en urðu svo mun jafnari á eftirstríðsárunum. Í um hálfa öld voru Íslendingar, ásamt öðrum norrænum þjóðum, með einna jöfnustu tekjuskiptingu sem þekktist í heiminum. Þjóðfélagið tók síðan stakkaskiptum með verulegri aukningu ójafnaðar á rúmum áratug fram að hruni fjármálakerfisins árið 2008. Þau umskipti tengjast einkum breyttu þjóðmálaviðhorfi og nýjum aðstæðum sem eiga rætur að rekja til stjórnmála, hnattvæðingar og fjármálavæðingar.

Þetta er í senn saga mikilla umskipta og raunar mikillar sérstöðu íslensks samfélags. Meginmynstrið í langtímaþróun ójafnaðar á Íslandi var þó svipað og hjá mörgum vestrænum þjóðum, eins og fram kemur í rannsóknum Thomas Piketty og félaga. En sveiflur milli jafnaðar og ójafnaðar voru óvenjumiklar á Íslandi.

Bókin byggist á viðamiklum greiningum og alþjóðlegum samanburði á skiptingu tekna og eigna en þróun ójafnaðarins er sett í samhengi við einkenni íslenska samfélagsins til lengri tíma: atvinnuþróun, stjórnmál, stéttaskiptingu, hugarfar, kynjamun, skattamál, vinnumarkað, velferðarríki og þjóðarauð.

Stefán Ólafsson lauk meistaraprófi í þjóðfélagsfræðum frá Edinborgarháskóla og doktorsprófi frá Oxfordháskóla. Hann starfar sem prófessor við Háskóla Íslands.

Arnaldur Sölvi Kristjánsson lauk meistaraprófi í hagfræði frá Háskóla Íslands og Toulouseháskóla og doktorsprófi frá Oslóháskóla. Hann starfar sem sérfræðingur við norska fjármálaráðuneytið í Osló.

Blaðsíðufjöldi: 
450
Útgáfuár: 
2017
ISBN: 
978-9935-23-129-1
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201627

Ójöfnuður á Íslandi

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Stefán Ólafsson og Arnaldur Sölvi Kristjánsson
Verð: 
6900

Ójöfnuður á Íslandi fjallar um hvernig tekju- og eignaskipting á Íslandi þróaðist frá millistríðsárunum til samtímans. Sýnt er hversu ójafnt tekjur og eignir skiptust fyrir stríð en urðu svo mun jafnari á eftirstríðsárunum. Í um hálfa öld voru Íslendingar, ásamt öðrum norrænum þjóðum, með einna jöfnustu tekjuskiptingu sem þekktist í heiminum. Þjóðfélagið tók síðan stakkaskiptum með verulegri aukningu ójafnaðar á rúmum áratug fram að hruni fjármálakerfisins árið 2008. Þau umskipti tengjast einkum breyttu þjóðmálaviðhorfi og nýjum aðstæðum sem eiga rætur að rekja til stjórnmála, hnattvæðingar og fjármálavæðingar.

Þetta er í senn saga mikilla umskipta og raunar mikillar sérstöðu íslensks samfélags. Meginmynstrið í langtímaþróun ójafnaðar á Íslandi var þó svipað og hjá mörgum vestrænum þjóðum, eins og fram kemur í rannsóknum Thomas Piketty og félaga. En sveiflur milli jafnaðar og ójafnaðar voru óvenjumiklar á Íslandi.

Bókin byggist á viðamiklum greiningum og alþjóðlegum samanburði á skiptingu tekna og eigna en þróun ójafnaðarins er sett í samhengi við einkenni íslenska samfélagsins til lengri tíma: atvinnuþróun, stjórnmál, stéttaskiptingu, hugarfar, kynjamun, skattamál, vinnumarkað, velferðarríki og þjóðarauð.

Ójöfnuður á Íslandi er grundvallarrit um þróun íslensks samfélags, stjórnmál og lífskjör.

Blaðsíðufjöldi: 
460
Útgáfuár: 
2017
ISBN: 
978-9935-23-129-1
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201627

Outline of an Economic Theory

Verð: 
4900
Háskóli Íslands

Háskólaútgáfan hefur sent frá sér endurútgáfu á bókinni Outline of an
Economic Theory eftir Benjamín H.J. Eiríksson. Bókin byggist á
doktorsritgerð höfundar sem hann skrifaði undir handarjaðri austurríska
hagfræðingsins Josephs Schumpeter í Harvard-háskóla (1946). Í bókinni
þróar höfundur nýjar hagfræðikenningar á grundvelli jafnvægislíkans Leons
Walras með það fyrir augum að skýra eðli og hlutverk peninga og vaxta, og
orsakir hagsveiflna. Bókin, sem hefur verið ófáanleg um áratuga skeið, er
gefin út í tilefni af aldarafmæli höfundarins árið 2010. Gylfi Zoëga,
prófessor í hagfræði, ritar nýjan inngang að bókinni og setur efni hennar
í sögulegt og fræðilegt samhengi.

 

The University of Iceland Press has published a reedition of Outline of an Economic Theory by Bemjamin H.J. Eiriksson. The book is essentially a reworking of the author’s Ph.D. thesis at Harvard University (1946), written under the supervision of Joseph A. Schumpeter, one of the 20th century’s greatest economists. The book attempts to transform and move forward one facet of high theory in economics, which rests on the general equilibrium model of Leon Walras, and offers a new understanding of the role of money, of the nature of interest and of the causes of business cycles. Professor Gylfi Zoëga has written a new introduction to the book, placing the work in its historical and theoretical context.

“Outline of an Economic Theory is an attempt to rethink economics at its most abstract level although the study is not based on a mathematical model. The final chapters extend the analysis towards inflation, business cycles, dynamics, and international trade. … Now early in the 21st century, I hope that a new generation of economists will find inspiration in Benjamin Eiriksson’s magnificent edifice.”

-Þráinn Eggertsson

Blaðsíðufjöldi: 
369
Útgáfuár: 
2012
ISBN: 
978-9979-54-970-3
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201233

Tveir heimar

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Þorvaldur Gylfason
Verð: 
ISK 3990 - Kilja // ISK 4490 - Harðspjaldabók
Háskóli Íslands
Þorvaldur Gylfason kemur víða við í þessari bók. Hann fjallar um íslenzka tungu, skáldskap, leikhús, kvikmyndir og tónlist, um menntamál, börn og heilbrigðismál, um landvarnir, lýðræði, stjórnarskrána, stríð og frið, um Ísland, skipulag Reykjavíkur, úthlutun þingsæta, einkavæðingu bankanna og önnur álitamál, um landbúnaðarmál, lífið í sveitinni, útvegsmál og fjármál, um Bandaríkin, Evrópu, Rússland, Færeyjar, Afríku, Arabalönd, konur, Asíu og önnur lönd, um orkumál, millilandaviðskipti og vöxt og viðgang efnahagslífsins um allan heim, og um fólk og framfarir, alls konar fólk. Lokakaflinn heitir Um ættjarðarást. Rækilegt manntal fylgir bókinni. Þorvaldur Gylfason er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Tveir heimar er sjöunda greinasafn hans.
Blaðsíðufjöldi: 
0
Útgáfuár: 
2005
ISBN: 
9979-54-690-5 // 9979-54-680-8
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200529 // U200529I

Tax Competition - An Opportunity for Iceland?

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Hannes H. Gissurarson and Tryggvi Þór Herbertsson (Eds.)
Verð: 
ISK 2800 - Paperback
Háskóli Íslands

Some small countries have become prosperous by offering low tax rates to individuals and corporations. Can Iceland join them? Through the EEA (European Economic Area) agreement, she has access to the common European market without the political obligations of membership in the European Union. She is protected by a defence agreement with the US and her participation in NATO. Indeed, Iceland, with her stable political, fiscal and monetary situation, a location in the middle of the North Atlantic Ocean, daily flights to the major financial centres of the World, sophisticated telecommunications system, well-educated population and wall-developed financial sector, may at present have a unique opportunity to engage in tax competition with other small countries. To explore the idea of competition and Iceland's possible role in it, the Institute of Economic Studies at the University of Iceland, in cooperation with the International Policy Network of London, invited a group of distinguished economists, lawyers and public policy analysts to an international conference in Iceland 2 November 2001. 

Blaðsíðufjöldi: 
160
Útgáfuár: 
2001
ISBN: 
9979-54-476-7
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200154

Síðustu forvöð

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Þorvaldur Gylfason
Verð: 
ISK 2980 - Harðspjaldabók
Háskóli Íslands
Hvar stöndum við og hvert stefnum við? Bókin leggur brennandi spurningar fyrir lesandann. Hvers vegna eru laun á Íslandi svona lág? Hvað þarf til að lyfta þjóðinni upp úr láglaunabaslinu? Hvers vegna eru frændur okkar Írar ein fátækasta þjóð í Evrópu? Hvernig tókst Færeyingum að koma efnahagslífi sínu á kaldan klaka? Hverjir bera ábyrgðina? Hvers vegna eru Norðurlönd í kreppu? Hvað brást? Afhverju stafar atvinnuleysi? Hverjir hafa hag af því? Hvað getum við lært af hagvaxtarundrinu í Austur-Asíu? Hvers getum við orðið vísari af umskiptum Austur-Evrópulandanna frá miðstjórn til markaðsbúskapar? Hvernig er hyggilegast að haga svo gagngerum umskiptum, í áföngum eða einum rykk? Hvers eðlis er búverndarstefna Evrópusambandsins? Hvað kostar hún? Hvert leiðir hún? Eigum við samleið með Evrópu? Til hvers? Eigum við á hættu að missa bezta fólkið burt? Hvað getum við gert til að snúa vörn í sókn og halda unga fólkinu heima? Höfundur bókarinnar, Þorvaldur Gylfason, svarar þessum spurningum fyrir sitt leyti. Hann fjallar skýrt og skorinort um efnahagsógöngur Íslendinga undanfarin ár og setur þær í samhengi við ýmsar veilur í innviðum efnahagslífsins, hagstjórn og hagstjórnarfari heima fyrir og einnig við efnahagsþróun í öðrum löndum. Hann leiðir rök að því, að rætur efnahagsvandans hér heima liggi djúpt í innviðum samfélagsins, viðhorfum og hugarfari og teygi anga sína langt aftur í tímann og róttækra efnahags- og stjórnarfarsumbóta sé þess vegna þörf til að leiða Íslendinga út úr ógöngunum.
Blaðsíðufjöldi: 
237
Útgáfuár: 
1995
ISBN: 
9979-54-111-3
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U199547

Sources of Economic Growth

Verð: 
ISK 2650 - Hard Cover
Háskóli Íslands

Economic growth is probably one of the most important research topics in modern economics. Looking for the reasons why output per capita was 48 times higher in the United States than in Chad in 1992, or why average annual growth of GDP per capita in Singapore was 6.3 per cent during the period 1960-1992 but -2.1 per cent in Madagascar in the same period, is an intriguing research task. How can countries go from rags to riches, or vice versa, and what part does economic policy play in this? Or does it all boil down to the questions of whether countries have been blessed with abundant natural resources, a good geographical location, and a favorable climate-factors outside the scope of economics? 
The questions put forth are much too broad for a small book like this. Instead the author tries to address more limited questions relating to the subject, like how economic growth depends on education, inflation, and the abundance and management of natural resources. Some of the answers, it is hoped, will help explain why some countries grow more rapidly than others.  

Hagvöxtur er líklega eitt af mikilvægustu rannsóknarefnum nútíma hagfræði. Að leita ástæðna þess að framleiðsla á mann var 48 sinnum meiri í Bandaríkjunum en í Chad árið 1992 eða hvers vegna árlegur vöxtur vergrar landsframleiðslu á mann í Singapúr var 6,3% að meðaltali árin 1960-1992 en -2,1% í Madagaskar, á sama tímabili, er áhugavert rannsóknarefni. 

Höfundur, dr. Tryggvi Þór Herbertsson, fjallar um afmarkaðar spurningar sem eru tengdar viðfangsefninu, s.s. hvernig hagvöxtur ræðst af menntun, verðbólgu, gnægð og stjórnun náttúrurauðlinda. Sum svörin munu vonandi hjálpa til við að útskýra hvers vegna sum lönd vaxa hraðar en önnur í efnahagslegum skilningi. 

Blaðsíðufjöldi: 
134
Útgáfuár: 
1999
ISBN: 
9979-54-299-3
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U199902

Property Rights in the Fishing Industry

Verð: 
ISK 1400 - Paperback
Proceedings of a Seminar held in Reykjavík in November 1995. In the autumn of 1995 a workshop was held in Reykjavík on the subject of property rights in fisheries. The workshop was co-organized by the Dutch Agricultural Economics Research Institute (LEI-DLO) and the Fisheries Research Institute of the University of Iceland. The papers presented at the workshop are published in this volume. Authors are: Wim Davidse, Ellen Hoefnagel og Wil Smit, Vince McEwan, Niels Vestergaard, Tryggvi Þór Herbertsson, Hermann Bárðarson, Skúli Magnússon, Ragnar Árnason. Bókin hefur að geyma erindi flutt á samnefndri ráðstefnu haustið 1995. Bókinni er greint frá skipan eignarréttar og heimilda við veiðar og fiskvinnslu í nokkrum löndum sem ýmist eru aðilar að eða standa utan Evrópusambandsins. Þannig eru kynnt stjórnkerfi fiskveiða og vinnslu í Hollandi, Danmörku, Bretlandi, Færeyjum og Íslandi. Einnig er fjallað um stöðu framseljanlegra veiðiheimilda á Íslandi með tilliti til stjórnarskrárbundinnar verndar eignarréttarins. Höfundar efnis eru: Wim Davidse, Ellen Hoefnagel og Wil Smit, Vince McEwan, Niels Vestergaard, Tryggvi Þór Herbertsson, Hermann Bárðarson, Skúli Magnússon, Ragnar Árnason.
Blaðsíðufjöldi: 
101
Útgáfuár: 
1997
ISBN: 
9979-54-153-9
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U199709

Macroeconomic Policy

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Már Guðmundsson, Tryggvi Thor Herbertsson and Gylfi Zoega (Eds.)
Verð: 
ISK 4500 - Hard Cover
Háskóli Íslands
Iceland in an Era of Global Integration 

This volume contains the proceedings of a conference to celebrate the 10th anniversary of the Institute of Economic Studies at the University of Iceland in 1999. Macroeconomy Policy inniheldur fyrirlestra af ráðstefnu sem haldin var í tilefni af tíu ára afmæli Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands árið 1999.

Blaðsíðufjöldi: 
450
Útgáfuár: 
2000
ISBN: 
9979-54-440-6
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200045

Pages

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is