Íslenska

Tilbrigði II

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Höskuldur Þráinsson o.fl.
Verð: 
4850

Bókin greinir frá niðurstöðum úr viðamiklu rannsóknarverkefni sem halut svonefndan Öndvegisstyrk frá rannsóknarsjóði (2005-2007). Einsgo nafnið vendir til var markmið verkefnisins að kanna útbreiðslu og eðli helstu tilbrigða í setningagerð íslensks máls og fá þannig glögga vitneskju um það hvert þróunin stefndi. Fjölmörg atriði voru rannsökuð og sem dæmi má nefna þessi: orðaröð, fall andlags og frumlags (þar með talin svokölluð þágufalssýki), þolmynd (meðal annars nýja þolmyndin) og notkun framsöguháttar og viðtengingarháttar.

Bókin er gefin út í þremur bindum. Fyrsta bindi fjallar um markmið verkefnisisn, aðferðafræði og þann efnivið sem rannsóknin byggist á. Í öðru bindi er tölfræðilegt yfirlit yfir helstu niðurstöður en í þriðja bindi eru birtar sérransóknir á völdum tilbrigðum. Höfundar eru málfræðingar og framhaldsnemar í málfræði við Háskóla Íslands og stofnanir tengdar honum.

Blaðsíðufjöldi: 
364
Útgáfuár: 
2015
ISBN: 
978-9935-23-107-9
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201540
0

Æfingar - Ásamt frönsku, sænsku og þýsku orðasafni

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Margrét Jónsdóttir
Verð: 
3300
Háskóli Íslands

Í þessari bók eru æfingar til að þjálfa nemendur í þeim atriðum í beygingum og setningagerð íslensku sem fjallað er um í Íslensku fyrir útlendinga. Æfingaheftið skiptist í fjóra hluta og hver þeirra í sex kafla eins og bókin þannig að samhliða notkun er mjög auðveld. Í bókinni eru þrjú orðasöfn: íslenskt - franskt, íslenskt - sænskt og íslenskt - þýskt.

Blaðsíðufjöldi: 
182
Útgáfuár: 
1990
ISBN: 
978-9979-853-30-5
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200933

Íslensk bragfræði

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Ragnar Ingi Aðalsteinsson
Verð: 
4500
Háskóli Íslands

í bókinni er fjallað um regluverkið sem fylgt hefur íslenskum kveðskap frá öndverðu. Þar má nefna hrynjandina eða taktinn í braglínum, bragliði eða kveður, rímið sem skreytir braginn og síðast en ekki síst stuðlasetninguna þar sem nákvæmni regluverksins nær hámarki og framstöðuhljóð orðanna leika aðalhlutverkið. Víða um Norður-Evrópu var forðum kveðið eftir þessum bragreglum en nú er það helst í íslenskum kveðskap sem þær lifa enn góðu lífi. Hinum bragfræðilegu útskýringum fylgir mikill fjöldi dæma eftir ljóðasmiði frá öllum tímum, rösklega eitt hundrað skáld og hagyrðinga, konur og karla, ung skáld og aldin, þekkt og óþekkt. Þau eru sálin í bókinni. Án þeirra væri hún ekki til.

Blaðsíðufjöldi: 
173
Útgáfuár: 
2013
ISBN: 
978-9935-23-015-7
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201328

Tilbrigði í íslenskri setningagerð

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Höskuldur Þráinsson, Ásgrímur Angantýsson og Einar Freyr Sigurðsson
Verð: 
3900
Háskóli Íslands

Þetta verk á rót sína að rekja til samnefnds rannsóknaverkefnis  sem hlaut styrk frá Rannsóknasjóði. Í þessu bindi er sagt frá markmiði
verkefnisins og þeim aðferðum sem voru notaðar við söfnun og úrvinnslu efnis. Auk þess eru sérstakir kaflar um talmál og tilbrigði,
þágufallshneigð (þágufallssýki) og tilbrigði í setningagerð í rituðum texta (ritgerðum grunnskólanema). Höfundar efnis í þessu bindi eru Ásta
Svavarsdóttir, Eiríkur Rögnvaldsson, Jóhannes Gísli Jónsson, Sigríður Sigurjónsdóttir, Sigrún Steingrímsdóttir, Þórhallur Eyþórsson
og Þórunn Blöndal, auk ritstjóranna.

Blaðsíðufjöldi: 
127
Útgáfuár: 
2013
ISBN: 
978-9979-853
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201316

Handan hafsins

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Helgi Guðmundsson
Verð: 
5900
Háskóli Íslands

Í þessari bók kryfur Helgi enn á merkan og frumlegan hátt menningu norrænna manna fyrr á öldum og setur fram skarpar athugasemdir og frumlegar kenningar um viðfangsefnið. Í bókinni er að finna eftirfarandi greinar: Athugun um óðul. Codex Regius Eddukvæða. Egils saga og Jórvík. Illugi, Hilarius og Hólar. Ísfrón. Karlsár. Lingua Franca. Magnúss saga berfætts. Málsháttur í Egils sögu. Málsháttur í Magnúss sögu berfætts. Reiðarkúla. Ritun Færeyinga sögu. Skalla-Grímur allur. Sæmundur fróði. Tisma og tems. Um Karlamagnúss sögu. Um menningu á Íslandi. Vestrænt nafn. Vilhjálms saga sjóðs. Þorláks saga biskups. Þormóður Kolbrúnarskáld.

Blaðsíðufjöldi: 
253
Útgáfuár: 
2012
ISBN: 
978-9979-54-976-5
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201228

Sagnasyrpa

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Jón Gíslason o.fl.
Verð: 
3700
Háskóli Íslands

Bókin Sagnasyrpa hefur að geyma smásögur, örsögur og leikþátt eftir níu íslenska rithöfunda og eitt ævintýri eftir H.C. Andersen í íslenskri þýðingu. Textarnir eru fjölbreyttir og sérstaklega valdir handa nemendum sem hafa annað móðurmál en íslensku. Við textana eru orðskýringar og verkefni af ýmsu tagi sem ætlað er að auka skilning, orðaforða og ritfærni.

Höfundar textanna eru Ásta Sigurðardóttir, Einar Kárason, Fríða Á. Sigurðardóttir, Halldór Laxness, Jónína Leósdóttir, Óskar Árni Óskarsson, Pétur Gunnarsson, Sveinbjörn I. Baldvinsson og Þórarinn Eldjárn. Sigrún Árnadóttir þýddi ævintýri H.C. Andersens.

Jón Gíslason, Katrín Axelsdóttir, Kolbrún Friðriksdóttir, María Anna Garðarsdóttir og Sigríður D. Þorvaldsdóttir sáu um textaval og sömdu verkefnin, en þau eru öll þrautreyndir kennarar í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands.

 

Keywords: Málvísindastofnun, íslenska sem annað mál, íslenska fyrir útlendinga.

Blaðsíðufjöldi: 
133
Útgáfuár: 
2012
ISBN: 
978-9979-853-49-7
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201218

Hulin pláss

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Guðrún Ása Grímsdóttir
Verð: 
5200 - kilja
Háskóli Íslands

Bókarhöfundur Einar G. Pétursson lauk doktorsprófi frá Háskóla Íslands vorið 1998 með verkinu Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða. Dr. Einar hefur starfað í 35 ár við rannsóknir og útgafur í íslenskum fræðum á Stofnun Árna Magnússonar og í bókinni er úrval ritgerða sem birta árangur rannsókna hans. Ritgerðirnar eru 19 og skiptast í tvo flokka, annarsvegar um íslensk fræði og hinsvegar breiðfirsk fræði. Í þeim fyrri er m.a. fjallað um Landnámu, álfasögu, íslenska bókfræði á 16. og 17. öld og ritmennt Íslendinga í Vesturheimi. Í síðari hluta fjallar dr. Einar um þætti úr sögu bernskuslóða sinna við Breiðafjörð og er einkum hugleikið að rekja eignarhald kirkna á eyjum og fjalldölum - þar leynast mörg hulin pláss. Í bókinni er ritaskrá höfundar og nafnaskrá.

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gefur ritgerðasafnið út í tilefni sjötugsafmælis höfundar 25. júlí 2011.

Blaðsíðufjöldi: 
366
Útgáfuár: 
2011
ISBN: 
978-9979-654-16-2
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201130

Pages

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is