Jarðvísindi

Jarðvegur - Myndun, vist og nýting

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Þorsteinn Guðmundsson
Verð: 
6900

Jarðvegur er hvarvetna ein af undirstöðum búsetu en oft hefur jarðvegur landa eða landsvæða mikla sérstöðu og það á til dæmis við um Ísland. Bókin er í senn almennt fræðirit um íslenskan jarðveg þar sem leitast er við að vitna í nær allar heimildir þar sem fjallað hefur verið um íslenskan jarðveg á seinustu áratugum og um leið grundvallarrit til kennslu í jarðvegsfræði á háskólastigi.

Í bókinni er í meginatriðum fjallað um eftirfarandi efni: 

  • Jarðvegsmyndun og tengsl við umhverfið
  • Eðliseiginleika jarðvegs
  • Næringarefni
  • Ræktun og landnýtingu
  • Álag á jarðveg 
  • Flokkun jarðvegs, bæði innlenda og alþjóðlega
  • Mat á jarðvegi og landi

Bókin er handhægt og aðgengilegt uppsláttarrit fyrir þá sem koma að ákvörðunartöku um skipulag og nýtingu lands og fyrir alla sem hafa áhuga á náttúru landsins. 

Þorsteinn Guðmundsson er doktor í jarðvegsfræði frá háskólanum í Aberdeen og var kennari og síðan prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Áður starfaði hann við háskólann í Freiburg og tækniháskólann í Berlín í Þýskalandi.

Blaðsíðufjöldi: 
230
Útgáfuár: 
2018
ISBN: 
978-9935-23-160-4
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201834
0

Náttúruvá á Íslandi - Eldgos og jarðskjálftar

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson og Bjarni Bessason
Verð: 
7900
Háskóli Íslands

Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar er bæði fræðirit fyrir almenning og uppsláttarrit fyrir vísindamenn. Greint er frá eðli þessara náttúrufyrirbæra og þeirri vá sem af þeim stafar. Margir helstu sérfræðingar landsins hafa lagt til efni í bókina, en höfundar eru nærri 60 talsins.  Fyrir utan ítarlega umfjöllun á eldvirkni og jarðskjálftum sem hafa valdið okkur þungum búsifjum gegnum tíðina, er sagt frá nýjustu rannsóknum í jarðvísindum og jarðskjálftafræði sem tengjast Íslandi. Er bókin þannig einstakt yfirlit yfir þekkingu okkar á þessum þáttum íslenskrar náttúru.

Aðalritstjóri bókarinnar er Júlíus Sólnes, fv. prófessor og umhverfisráðherra. Ritstjóri eldgosahluta er Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, og jarðskjálftahluta Bjarni Bessason, prófessor við Umhverfis- og bygginarverkfræðideild á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands.  Bókin, sem er gefin út af Viðlagatryggingu Íslands í samvinnu við Háskólaútgáfuna,  er 786 bls. Í henni eru nærri 1000 ljósmyndir, kort og skýringarmyndir.

Náttúruvá á Íslandi er án efa eitt ítarlegasta og efnismesta rit um eldvirkni og jarðskjálfta á Íslandi sem gefið hefur verið út, frá því að Þorvaldur Thoroddsen skrifaði bækur sínar um sama efni fyrir hartnær 100 árum.

Blaðsíðufjöldi: 
785
Útgáfuár: 
2013
ISBN: 
978-9979-54-943-7
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201225

Skaftáreldar 1783-1785

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Þorvaldur Þórðarson
Verð: 
Háskóli Íslands

Gjóskan og framvinda gossins 

Skaftáreldar hafa af mörgum verið taldir eitt mesta flæðigos á sögulegum tíma. Í ritinu, sem er fjórðaársverkefni höfundar, Þorvaldar Þórðarsonar, í jarðfræði, er fjallað um framvindu gossins og einkenni gjóskunnar sem myndaðist. Í ritgerðinni er að finna ítarlega athugun og úrvinnslu á sögulegum heimildum um Skaftárelda og einnig eru birtar niðurstöður athugana á uppbyggingu, útbreiðslu og magni gjóskunnar. Í ritinu er fjöldi skýringarmynda og taflna auk þess sem nokkur kort fylgja. 

Blaðsíðufjöldi: 
187
Útgáfuár: 
1989
ISBN: 
9979-54-337-X
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U198918
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is