Lögfræði

Lög og landsmál

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Arnar Þór Jónsson
Verð: 
5900

Lögin eiga sér samfélagslegar rætur og þjóna samfélagslegum tilgangi. Umfjöllun um lög og lögfræði verður því ekki slitin úr samhengi við umhverfið og samtímann. Greinarnar sem bók þessi geymir miða að þeim tilgangi að hvetja lesandann til umhugsunar um lögin í þessu samhengi. Jafnframt geta greinarnar þjónað tilgangi sem innlegg í almenna og vonandi lifandi umræðu um lögin í heimspekilegu, pólitísku og siðrænu samhengi.

Arnar Þór jónsson er dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Á fyrri stigum hefur hann m.a. starfað sem lögmaður, ritstýrt lögfræðitímariti og sinnt kennslu- og fræðistörfum við lagadeildir Háskólans á Akureyri, Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Hann fékk dósentsmat við síðastnefndu lagadeildina árið 2018. Arnar hefur flutt fjölda erinda um efni bókarinnar bæði hérlendis og erlendis.

 

Blaðsíðufjöldi: 
338
Útgáfuár: 
2019
ISBN: 
978-9935-437-97-6
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201918

Inngangur að skipulagsrétti

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Aðalheiður Jóhannsdóttir
Verð: 
8400

Inngangur að skipulagsrétti er fyrsta heildstæða ritið sem fjallar um íslenskan skipulagsrétt sem sjálf­stætt réttarsvið. Í bókinni er meðal annars fjallað um skipulagsskyldu, stjórnvöld skipulagsmála, tegundir skipulagsáætlana, málsmeðferð við gerð þeirra, grenndarkynn­
ingu, framkvæmdaleyfi, bótaábyrgð og endurskoðun ákvarðana. Sér­stakur kafli er helgaður lögmæltum skipulagsskilyrðum og ­sjónarmiðum sem er að finna í öðrum lögum en skipulagslögum. Einnig er fjallað
 um ákveðna lykildóma Hæstaréttar, hundruð úrskurða úrskurðarnefnda og álit umboðsmanns Alþingis. Í bókinni er einnig lagaskrá ásamt bendiskrá. Með nokkrum undan­ tekningum er efni hennar miðað við gildandi rétt 1. janúar 2016. 

Bókin er ætluð þeim sem stunda rannsóknir og kennslu í skipulags­rétti á háskólastigi en gagnast einnig lögmönnum, lögfræðingum, opin­berum stofnunum, sveitarfélögum, fyrirtækjum og almenningi.

Blaðsíðufjöldi: 
344
Útgáfuár: 
2017
ISBN: 
978-9935-23-140-6
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201636

Lög og samfélag

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Arnar Þór Jónsson
Verð: 
5200

Rit þetta hefur að geyma sjö sjálfstæðar greinar þar sem rætt er um lagahugtakið út frá ýmsum hliðum. Tekin eru til umfjöllunar atriði sem varða hagsmuni almennra borgara og samfélagsins í heild, því þótt lögfræðingar beri ríka ábyrgð á lögum og lagaframkvæmd eru lögin ekki alfarið á þeirra forræði. Hér koma til skoðunar álitamál um tengsl laga og siðferðis, um uppruna og markmið laga, um laganám og inntak þess, um hlutverk lögmanna og um gagnrýna hugsun, svo nokkuð sé nefnt. Bókin er ætluð öllum sem áhuga hafa á lögum sem samfélagslegu fyrirbæri.

Arnar Þór Jónsson er lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hann hefur meðal annars starfað sem hæstaréttarlögmaður, sinnt lögfræðistörfum í stjórnsýslunni og ritstýrt lögfræðitímariti, auk þess að hafa gegnt dómstörfum. Arnar hefur flutt fjölda erinda um efni bókarinnar bæði hérlendis og erlendis.

 
 
Blaðsíðufjöldi: 
246
Útgáfuár: 
2016
ISBN: 
978-9935-23-114-7
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201609

Equality into Reality

Verð: 
5900
Háskóli Íslands

In EQUALITY INTO REALITY: Action for Diversity and Non-Discrimination in Iceland the authors focus on the extent to which anti-discriminiation law in Iceland meets the current requirements of EU law. It is a significant contribution to studies in the convergence of the laws of the European Economic Area States in an important field, even though there is no strictly legal obligation for the EEA States to implement this body of law.

The book is divided into two parts. Part I outlines the basic requirements of current EU anti-discrimination law and Part II goes on to assess current Icelandic law in light of the EU position.

This book will be of interest to everyone concerned with combating discrimination.

Blaðsíðufjöldi: 
424
Útgáfuár: 
2011
ISBN: 
978-9979-54-919-2
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201138

Alþjóðlegir mannréttindasamningar sem Ísland er aðili að - 2.útgáfa

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Björg Thorarensen
Verð: 
3900
Háskóli Íslands

Íslenska ríkið er aðili að fjölmörgum alþjóðlegum mann-
réttinda samningum og ber þjóðréttarleg skylda til þess að
virða og vernda mannréttindi sem þar eru talin. Áhrif samn-
inganna á lagasetningu og lagaframkvæmd eru umtalsverð
auk þess sem þeir hafa rík tengsl við mannréttindaákvæði
íslensku stjórnarskrárinnar.
Í þessu riti er safnað saman mikilvægustu samningum á
vettvangi Evrópuráðsins og Sameinuðu þjóðanna sem Ísland
hefur fullgilt fram til ársins 2012. Frá því að fyrsta útgáfa
ritsins kom út árið 2003 hefur verið ör þróun í alþjóðlegri
samningsgerð um mannréttindi, nýjar samþykktir hafa
bæst við og aðrar breyst og hefur Ísland gerst aðili að nýjum
samningum. Þar má nefna breytingar sem gerðar voru á
Mannréttindasáttmála Evrópu með 14. viðauka á reglum
um kæruskilyrði og málsmeðferð fyrir Mannréttindadóm-
stóli Evrópu.
Markmið útgáfunnar er að greiða sem mest aðgang að
samningunum og breiða út þekkingu um efni þeirra. Ritið
á sérsta kt erindi til þeirra sem starfa í íslensku réttarkerfi  
eða stunda nám í lögfræði og einnig allra annarra sem vilja
kynna sér réttindin sem samningarnir taka til.

Blaðsíðufjöldi: 
300
Útgáfuár: 
2012
ISBN: 
978-9979-54-964-2
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201208

Viðbótarkröfur verktaka í verksamningum

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Jóhannes Karl Sveinsson
Verð: 
ISK 2700 - USD - Kilja
Háskóli Íslands

Þessi ritgerð eftir Jóhannes Karl Sveinsson hrl. á sviði verktakaréttar,
er fyrsta ritið í ritröð Lagastofnunar. Í ritgerðinni er að finna
yfirlit um íslenska réttarframkvæmd á þessu sviði og dregnar ályktanir
um gildandi reglur af íslenskum dómsúrlausnum. Reynt er að skýra og
greina þau atvik sem geta veitt verktaka heimild til viðbótarkrafna.
Hagnýtt gildi ritgerðarinnar er því ótvírætt fyrir lögmenn, lögfræðinga,
verkfræðinga og aðra tæknimenn sem starfa á þessu sviði, enda oftar en
ekki sem ágreiningur rís um þessi atriði í verktakasamningum.

Markmiðið
með útgáfu ritraðar Lagstofnunar Háskóla Íslands er að gefa út lengri
fræðilegar ritgerðir um lögfræðileg efni, sem eru síður til þess fallnar
að birtast í hefðbundnum lögfræðitímaritum á borð við Tímarit
lögfræðinga og Úlfljót. Útgáfa ritraðarinnar er þannig fyrst og fremst
hugsuð til þess að koma á framfæri efni, sem hefur fræðilegt og hagnýtt
gildi fyrir lögfræðinga og aðra, sem yrði e.t.v. ekki gefið út ella. Þá
er einnig gert ráð fyrir að rit, sem eru afrakstur rannsókna í lögfræði,
en ekki tilbúin til endanlegrar útgáfu, verði í ritröðinni. Slíkt er
þekkt hjá rannsóknastofnunum í lögfræði á öðrum Norðurlöndum.

Blaðsíðufjöldi: 
139
Útgáfuár: 
2006
ISBN: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200602

Umhverfisréttur

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Gunnar G. Schram
Verð: 
ISK 4500 - USD - Harðspjaldabók
Háskóli Íslands

Verndun náttúru Íslands

Allir þeir sem áhuga hafa á náttúruvernd og umhverfismálum munu hafa
gagn af þessari bók. Í henni er að finna heldaryfirlit um öll lög og
reglur sem hér á landi gilda um þessi mikilvægu mál. Það er eitt stærsta
verkefni framtíðar að vernda landið og lífríki þess gegn mengun og
öðrum umhverfisspjöllum. Á sama hátt verðum við að gæta þess að spilla
ekki auðlindum sjávar sem þjóðarbúskapur Íslendinga byggist á.

Lögin eru grundvöllur skynsamlegrar stefnumótunar í náttúruvernd og
umhverfismálum. Þau vísa veginn til sjálfbærrar nýtingar auðlinda lands
og sjávar. Í þessari bók er fjallað í ljósu og glöggu máli um öll ákvæði
laga um náttúruvernd, mengun láðs, lofts og lagar, veiðar fiska og dýra
og skipulagsmál í þéttbýli og á miðhálendinu.

Jafnframt er í fyrsta sinn gerð grein fyrir skuldbindingum Íslands í
umhverfismálum samkvæmt EES-samningnum og allir alþjóðasamningar skýrðir
sem Ísland er aðili að í þeim efnum.

Bókin er mikilvægt upplýsingarit fyrir alla áhugamenn um náttúruvernd en
einnig nauðsynleg handbók fyrir alla þá sem starfa að umhverfismálum
hér á landi.

Höfundur er Gunnar G. Schram, lögfræðiprófessor. 

Blaðsíðufjöldi: 
388
Útgáfuár: 
1995
ISBN: 
9979-54-117-2
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U199564

Pages

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is