Menntavísindi

Íslenska í grunnskólum og framhaldsskólum

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Kristján Jóhann Jónsson og Ásgrímur Angantýsson
Verð: 
5900

Bókin er byggð á rannsókn sem unnið var að á árunum 2013-2016 og var samstarfsverkefni tveggja háskóla, Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri. Höfundar bókarinnar eru sjö íslenskukennarar við þessa skóla en þátt tóku auk þeirra meistara- og doktorsnemar við báða skólana. Verkefnið var unnið í samvinnu við starfandi kennara og stjórnendur í 15 grunnskólum og framhaldsskólum.

Staða íslenskrar tungu hefur verið mjög til umræðu síðustu mánuði, margir hafa áhyggjur af þróun hennar og mjög oft er skólakerfinu kennt um. Kveikjan að rannsókninni sem liggur til grundvallar, „Íslenska sem námsgrein og kennslutunga“ (ÍNOK) var þörfin á því að kanna stöðu íslenskukennslunnar, eins og hún er stunduð í skólum landsins.

Rannsóknin er einstök í sinni röð vegna þess að hún tekur til allra þátta íslenskukennslunnar og rannsakendur eru fagmenn á sviði íslenskukennslu. Fyrri rannsóknir á íslenskukennslu hafa fengist við afmörkuð svið hennar; skólamálfræði, áhrif samræmdra prófa, kennsluaðferðir, námskrárfræði og menningarlæsi leikskólabarna svo nokkuð sé nefnt. Allt rannsóknir sem mikill fengur er að en hér er dregin upp ný heildarmynd. Einnig er um þessar mundir unnið að viðamikilli rannsókn á áhrifum ensku á íslenska tungu og framtíð tungumálsins.

Rannsóknin á íslenskukennslu sýnir jákvætt og virðingarvert starf í grunn- og framhaldsskólum landsins en þar eru líka brestir og þörf á stefnumörkun sem byggð er á samstarfi við kennara.

 

Útgáfuár: 
2018
ISBN: 
978-9935-23-191-8
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201817
0

Skólar og lýðræði

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Guðmundur Heiðar Frímannsson
Verð: 
5900

Lýðræði og skólar: Er eitthvert samband þar á milli? Í þessari bók er því haldið fram að svo sé og að skólar gegni sérstöku hlutverki í lýðræðislegu skipulagi.

Lýðræði byggist á því að borgararnir séu reiðubúnir að axla þá ábyrgð og sinna þeim skyldum sem því fylgja. Í lýðræði á vilji borgaranna, almannaviljinn, að ná fram að ganga og stjórna því sem gert er og stefnt er að. Til að svo geti orðið þurfa þeir að taka þátt í lýðræðinu með því að kjósa og eiga samræður við aðra borgara um stjórnmál. Þannig mótast almannaviljinn.

En til að borgararnir geti metið stefnur og skoðanir sem uppi eru þurfa þeir að afla sér þekkingar og kunnáttu – og þar gegna skólar lykilhlutverki. Almennt og opinbert skólakerfi er nauðsynlegt til að borgararnir geti unnið saman og rökrætt um ólík sjónarmið. Þannig geta þeir tekist á um þau af sanngirni og fundið lausnir

á knýjandi vandamálum samfélagsins.

Bókin er ætluð öllum sem áhuga hafa á hlutverki skóla í lýðræðislegri stjórnskipun og á lýðræði almennt.

Guðmundur Heiðar Frímannsson er prófessor í heimspeki við Háskólann á Akureyri. Hann hefur skrifað um margvísleg efni á sviði heimspeki menntunar og siðfræði.

 
Blaðsíðufjöldi: 
298
Útgáfuár: 
2018
ISBN: 
978-9935-23-187-1
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201816
0

Byrjendalæsi

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Rúnar Sigþórsson og Gretar L. Marinósson
Verð: 
5900

Byrjendalæsi er aðferð sem tekin hefur verið upp við eflingu læsis í fyrsta og öðrum bekk margra íslenskra grunnskóla í samstarfi við miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Í Byrjendalæsi er þekkingu á læsi og læsiskennslu og fjölbreyttum aðferðum við skapandi læsisnám fléttað saman við starfsþróun og leiðsögn kennara. Markmiðið er að efla hæfni þeirra til læsiskennslu þar sem tekið er mið af margbreytilegum þörfum nemenda. 

Í þessari bók greina ellefu fræðimenn frá niðurstöðum umfangsmikillar rannsóknar á Byrjendalæsi. Fjallað er um nám og kennsku undir merkjum aðferðarinnar, þróunarstarf sem miðar að innleiðingu hennar í skóla og samstarf kennara og foreldra. Í bókinni er leitast er við að sameina fræðileg og hagnýt sjónarmið til að gefa innsýn í fræðilegar forsendur Byrjendalæsis, kynna niðurstöður rannsóknarinnar og veita leiðsögn um stefnumótun og aðgerðir til að efla læsismenntun. 

Bókin á erindi við fróðleiksfúsa lesendur sem láta sér annt um læsismenntun barna og þróunarstarf í skólum í nútíð og framtíð: kennara og stjórnendur skóla, stjórnmálmenn, starfsfólk skólaskrifstofa, nemendur í grunn- og framhaldsnámi í menntavísindum og foreldra. 

Blaðsíðufjöldi: 
472
Útgáfuár: 
2018
ISBN: 
978-9935-23-161-1
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201724
0

Menntunarferlið

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Jerome S. Bruner
Verð: 
3500

Menntuanrferlið kom fyrst út árið 1960. Hún var fljótlega þýdd á fjölmörg tungumál og átti eftir að hafa víðtæk áhrif á mótun menntastefnu, námskrárgerð og kennslufræði á Vesturlöndum, m.a. á Íslandi.

Mikið umrót varð í menntamálum í Bandaríkjunum í kjölfar þess að Sovétmenn skutu Spútnik út í geiminn árið 1957. Árið 1959 komu saman í Woods Hole á Cape Cod í Bandaríkjunum um þrjátíu og fimm raunvísindamenn, fræðimenn og skólamenn til að ræða hvernig bæta mætti menntun í raunvísindagreinum í barna– og unglingaskólum. Hvatningin til fundarins var sú sannfæring að tímabil nýrra framfara í raunvísindum væri að renna upp. Í framhaldi af ráðstefnunni skrifaði Jerome Bruner bókina Menntunarferlið.

Gunnar Ragnarsson heimspekingur þýðir bókina á íslensku og Gunnar Egill Finnbogason skrifar inngang þar sem hann fjallar um ævi og störf Bruners.

Blaðsíðufjöldi: 
124
Útgáfuár: 
2017
ISBN: 
978-9935-23-148-2
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201706
0

Skóli margbreytileikans - Menntun og manngildi í kjölfar Salamanca

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Dóra S. Bjarnason, Hermína Gunnþórsdóttir og Ólafur Páll Jónsson
Verð: 
6900

Árið 1994 komu saman fulltúrar 92 ríkisstjórna og 25 félagasamtaka í borginni Salamanca á Spáni á heimsráðstefnu um menntun barna með sérþarfir. Á ráðstefnunni var samþykkt yfirlýsing sem átti eftir að marka tímamót í skólamálum.

Yfirlýsingin fjallaði um að almennir skólar skyldu vera fyrir öll börn, hvernig sem þau væru stödd, hvort heldur líkamlega, andlega, félagslega, tilfinningalega, með tilliti til tungumáls eða annarra þátta. Með þessari yfirlýsingu varð skóli án aðgreiningar að alþjóðlegri stefnu í menntamálum. Nú er tímabært að staldra við og spyrja: Hverju hefur stefnan skilað ? Hvert er líklegt að hún leiði okkur?

Í þessari bók fjalla sautján fræðimenn um hugmyndina og hugsjónina um skóla og samfélag án aðgreiningar út frá ólíkum sjónarhornum.

Blaðsíðufjöldi: 
376
Útgáfuár: 
2016
ISBN: 
978-9935-23-126-0
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201625
0

Leikum, lærum, lifum

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Kristín Karlsdóttir og Anna Magnea Hreinsdóttir
Verð: 
5900

Í opinberri menntastefnu á Íslandi er lögð áhersla á að leikur sé helsta námsleið leikskólabarna. Um leið er leikurinn frjáls og hefur tilgang í sjálfum sér.
Í þessari bók er greint frá starfendarannsóknum sem gerðar voru hér á landi til að varpa ljósi á hvernig leikskólakennarar geti náð því markmiði að tengja leik við námssvið leikskólans og grunnþætti menntunar sem sett eru fram í aðal- námskrá leikskóla. Lýst er starfendarannsóknum í fimm leikskólum en þær snerust um vellíðan, sköpun, lýðræði, sjálfbærni og læsi. Einnig er nánari umfjöllun um flæði í leik og námi barna og sköpun í skólastarfi, auk jafnréttis í leikskólum. 

Hér er enn fremur að finna umfjöllun um gildi þess að setja fram námsmarkmið og huga að hlutverki kennara og annars starfsfólks í að móta leik sem aðferð í námi og kennslu, í þeim tilgangi að stuðla að námi barna og auka áhrif þeirra á eigið nám og námið hvert hjá öðru. 

Bókin er ætluð kennaranemum, kennurum og starfsfólki í leik- og grunnskólum, þeim sem móta stefnu í skólamálum og öðrum sem láta sig menntun yngstu borgaranna varða.

Blaðsíðufjöldi: 
271
Útgáfuár: 
2016
ISBN: 
978-9935-23-125-3
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201616
0

Leiðsögn – Lykill að starfsmenntun og skólaþróun

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Ragnhildur Bjarnadóttir
Verð: 
4500

Í bókinni er varpað ljósi á ýmsar hliðar starfstengdrar leiðsagnar, fræðilegar og hagnýtar, og er sjónum einkum beint að hlutverki kennara sem annast leiðsögn kennaranema í vettvangsnámi og nýrra kennara. Leiðsögninni er ætlað að efla starfshæfni og fagmennsku einstaklinga, hópa og stofnana sem að henni koma. Þess er vænst að bókin nýtist bæði háskólakennurum og kennurum á öðrum skólastigum og einnig sem námsefni fyrir kennara í meistaranámi sem kjósa að sérhæfa sig á þessu sviði.

Ragnhildur Bjarnadóttir er dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum snúist um nám unglinga utan skóla, kennaramenntun og leiðsagnarhlutverk kennara. Hún hefur áður skrifað greinar og bók um starfstengda leiðsögn.

Blaðsíðufjöldi: 
196
Útgáfuár: 
2016
ISBN: 
978-9935-23-105-5
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201520
0

Starfshættir í grunnskólum við upphaf 21. aldar

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Gerður G. Óskarsdóttir
Verð: 
7900
Háskóli Íslands

Í Starfsháttum í grunnskólum við upphaf 21. aldar er lýst umfangsmikilli rannsókn á grunnskólastarfi hér á landi. Höfundar draga upp ítarlega mynd af viðhorfum til námsins, námsumhverfi, skipulagi og stjórnun, kennslu-háttum, hlut nemenda, tengslum skóla við foreldra og grenndarsamfélag, námi í list- og verkgreinum og nýtingu upplýsingatækni.

Niðurstöður leiddu í ljós að starfshættirnir mótuðust af viðhorfum sem almennt voru í samræmi við stefnu skólayfirvalda. Algengustu kennsluhættir voru bein kennsla í bekkjarstofu, sem var fylgt eftir með ýmiss konar einstaklingsverkefnum, en kennarar kölluðu eftir meiri kennslufræði-legri forystu. Opin rými og klasar stofa voru einkum í nýjustu byggingunum. Tölvubúnaður var takmarkaður sem og nýting upplýsingatækni í kennslustundum. Viðhorf nemenda til náms og kennslu, sem og samskipta innan skólans, voru almennt jákvæð en áhrif þeirra á starfshætti lítil. Tengsl við foreldra fólust í foreldraviðtölum og rafrænum samskiptum fremur en þátttöku þeirra í skólastarfinu. Svonefndir teymiskennsluskólar skáru sig úr; þar var meiri einstaklingsmiðun í kennsluháttum en í öðrum skólum, samvinnunám algengara, þróunarstarf umfangsmeira og starfsánægja meiri.

Bókin er hugsuð sem leiðarljós í þróunarstarfi fyrir kennara, stjórnendur og aðra stefnumótandi aðila, og ekki síður kennaranema og fræðimenn í menntavísindum.

Blaðsíðufjöldi: 
366
Útgáfuár: 
2014
ISBN: 
978-9935-23-049-2
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201423

Á sömu leið

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Bryndís Garðarsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir
Verð: 
4900
Háskóli Íslands

Það eru mikilvæg skref í lífi barna þegar þau hætta í leikskóla og hefja grunnskólagöngu. Á þeim tímamótum hafa börn þegar aflað sér reynslu sem skiptir máli í áframhaldandi námi þeirra. Því er mikilvægt að sú þekking og færni sem þau hafa tileinkað sér í leikskólanum nýtist þeim í grunnskólanum.
Hvernig er hægt að auka tengslin milli þessara skólastiga og skapa samfellu í námi barna? Þessi spurning er meiginumfjöllunarefni bókarinnar Á sömu leið. Greint er frá niðurstöðum samstarfsrannsóknar kennara í leik- og grunnskólum og rannsakenda og stúdenta við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Rannsóknin fór fram í þremur leikskólum og þremur grunnskólum í Reykjavík á árunum 2009-2011. Fjallað er um fræðilegan bakgrunn og aðferð rannsóknarinnar, sjónarmið kennaranna sem tóku þátt í henni og hvernig hugmyndir þeirra og leiðir við að nota leik sem námsleið þróuðust meðan á rannsókninni stóð.
Bókin er ætluð kennaranemum, kennurum í leik- og grunnskólum, þeim sem móta stefnu í skólamálum og öðrum sem láta sig varða menntun ungra barna.

Blaðsíðufjöldi: 
173
Útgáfuár: 
2013
ISBN: 
978-9935-23-022-5
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201337

Pages

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is