Sagnfræði

Grænlandsfarinn

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Vigfús Geirdal
Verð: 
4900

Vigfús Sigurðsson Grænlandsfari (1875–1950) varð nafnkunnur af þremur sögulegum Grænlandsleiðöngrum. Tvívegis var hann fylgdarmaður landkönnuða sem notuðu íslenska hesta á ferðum sínum um Grænlandsjökul. Í leiðangrinum 1912–1913 var farið þvert yfir Grænland og veturseta höfð á jökli. Komust leiðangursmenn naumlega lífs af úr þeirri svaðilför. Hinum síðari, 1930–1931, stýrði Alfreð Wegner, höfundur landrekikenningarinnar. Sjálfur stóð Vigfús fyrir Gottuleiðangrinum 1929 sem farinn var til að fanga á Grænlandi vísi að íslenskum sauðnutastofni. Dóttursonur Grænlandsfarans og nafni, Vigfús Geirdal sagnfræðingur, bjó til útgáfu dagbækur afa síns úr Grænlandsferðunum þremur og önnur gögn þeim tengd.

Blaðsíðufjöldi: 
316
Útgáfuár: 
2018
ISBN: 
978-9935-23-177-2
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201802
0

Sakir útkljáðar

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Vilhelm Vilhelmsson
Verð: 
4900

Vinnuhjú strjúka úr vist sinni vegna sultar og illrar meðferðar. Hjón skilja sökum ósamlyndis og framhjáhalds. Nágrannar kíta um jarðamörk og hvalreka. Jarðeigandi kallar leiguliða sinn ábátt og hlýtur svívirðingar fyrir. Þetta er meðal þess efnis sem finna má í sáttabók Miðfjarðarumdæmis frá árunum 1799-1865. Bókin veitir merkilega innsýn í líf og hagi alþýðufólks á Íslandi á nítjándu öld. Þar birtast leiðir almennings til þess að leysa úr ágreiningsmálum og um leið halda friðinn í nærumhverfi sínu án þess að leita að náðir dómstóla.

Blaðsíðufjöldi: 
218
Útgáfuár: 
2017
ISBN: 
978-9935-23-170-3
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201725
0

Frelsi, menning framför

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Úlfar Bragason
Verð: 
5900

Frelsi, menning framför fjallar hins vegar um allar þær heimildir sem Jón Halldórsson lét eftir sig: kvæði, greinar, dagbók, æviágrip, bréf og ljósmyndir og er auk þess reist á öðru sem tekist hefur að grafa upp um lífshlaup hans. Jón var meðal fyrstu Íslendinganna sem fluttu til Fyrirheitna landsins og bjó lengst af í Nebraska. Bókin gerir grein fyrir þeim hugmyndum sem vesturfaranir höfðu um Ameríku, þær forsendur sem Jón Halldórsson taldi sig hafa til frambúðar á Íslandi og væntingar sem hann hafði með því að létta heimdraganum. Fjallað er um bréfaskriftir Jóns, áhrif sem hann gæti hafa haft til þess að ættingjar hans og vinir fylgdu í kjölfar hans og samskipti hans við landa sína vestanhafs. Þá er rætt hvernig Jón Halldórsson mat lífshlaup sitt á gamals aldri, aðlögun hans að nýjum heimkynnum og viðhorf hans til gamla landsins.

Í bókinni Atriðum ævi minnar, sem kom út hjá Háskólaútgáfunni 2005, var birt úrval eftirlátinna bréfa, greina og ævisögubrot Jóns Halldórssonar (1838–1919) í stað þeirrar frásagnar sem hann ætlaði að rita um líf sitt eftir að hann fluttist frá Stóruvöllum í Bárðardal vestur um haf 1872. Textinn átti að vera eins konar (sjálfs)ævisaga í klippiformi.

Blaðsíðufjöldi: 
294
Útgáfuár: 
2017
ISBN: 
978-9935-23-159-8
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201722
0

Örlagasaga Eyfirðings

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Heimir Pálsson
Verð: 
6500

Hann hét Jón Jónsson og var á leið til Kaupmannahafnar árið 1658 en það var stríð og hann var færður til hafnar í Gautaborg. Þaðan var hann sendur í skóla Pers Brahes í Visingsey og kom aldrei aftur til Íslands. Eftir skólavistina kallaði hann sig Jonas Rugman og árið 1662 lá leið hans til Uppsala þar sem hann varð fyrsti íslenski stúdentinn og ómetanlegur aðstoðarmaður lærdómsmanna sem þurftu á íslenskum heimildum að halda.

Sagan fór um hann heldur ómildum höndum, hann var sagður drykkfelldur, kvensamur, óáreiðanlegur og fákunnandi. Árið 1664 var hann einn þeirra sem gáfu út fyrstu íslensku fornsöguna og þá með þýðingu á sænsku og 1670 þýddi hann á sænsku stytta gerð af Heimskringlu, Sverris sögu og Skáldatal. Án afrita hans af Háttalykli Rögnvaldar Kala og Halls Þórarinssonar vissum við ekkert um texta þess einstaka kvæðis. Nýlega hefur verið bent á að hann skrifaði eina eintakið sem þekkt er af merkilegu erfiljóði eftir Hallgrím Pétursson.

Heimir Pálsson hefur undanfarin ár reynt að grafast fyrir um lífshlaup Jonasar Rugmans og leggja mat á verk hans. Hann lítur á verk sitt sem málsvörn menningaröreiga.

 
 
Blaðsíðufjöldi: 
252
Útgáfuár: 
2017
ISBN: 
978-9935-23-151-2
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201708
0

Konan kemur við sögu

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Svanhildur María Gunnarsdóttir og Þórður Ingi Guðjónsson
Verð: 
5900

Í bókinni Konan kemur við sögu eru birtir 52 fróðlegir og alþýðlegir pistlar sem allir fjalla á einn eða annan hátt um konur og kvenmenningu í aldanna rás.

Í pistlunum má til að mynda lesa um kvæða- og sagnakonur, skáldkonur og konur í bókmenntum og þjóðlífi fyrr og síðar, örnefni, nýyrði, tökuorð, íðorð, kenningar í skáldskap, orðabókagerð og handrit í eigu kvenna eða handrit skrifuð af konum – og er þá ekki allt upp talið.

Höfundarnir eru núverandi og fyrrverandi starfsmenn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum auk gestafræðimanna og góðvina stofnunarinnar. Með pistlaröðinni vildi Árnastofnun leggja sitt af mörkum í tilefni aldarafmælis kosningaréttar kvenna á Íslandi árið 2015.

Fjöldi mynda prýðir bókina en nokkrar þeirra hafa ekki áður birst á prenti svo að vitað sé.

Blaðsíðufjöldi: 
192
Útgáfuár: 
2016
ISBN: 
978-9979-654-35-3
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201642
0

Childhood, Youth and Upbringing in the Age of Absolutism

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Loftur Guttormsson
Verð: 
3900

This book was originally published by the Institute of History in 1983. Entitled Bernska, ungdómur og uppeldi á einveldisöld. Tilraun til félagslegrar og lýðfræðilegrar greiningar, now translated into English by Keneva Kunz. This pioneering work introduced Icelandic readers to the theories of Philippe Ariés and other international family historians. Here Guttormsson uses Icelandic sources to study the history of childhood, youth and upbringing in 18th century Iceland, placing them in an international perspective.

Blaðsíðufjöldi: 
326
Útgáfuár: 
2017
ISBN: 
978-9935-23-146-8
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201641
0
Stofnanir: 

Ásýnd heimsins - Um listir og fagurfræði í hugmyndaheimi nútímans

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Gunnar J. Árnason
Verð: 
6900

Hugmyndaheimur nútímans er stöðugt í deiglunni og erfitt að henda reiður á öllum þeim ólíku hræringum í vísindum, heimspeki, stjórnmálum og siðfræði sem móta hann. Hvaða þátt hafa listir gegnt í þeirri mótun? Standa listamenn hjá sem áhorfendur að sjónarspili samtímans eða eru verk þeirra þýðingarmikill áhrifavaldur í lífi okkar?

Listamenn hafa sjálfir ekki skorast undan því að spyrja hvaða erindi listin eigi við samtímann og gengið lengst í gagnrýni og endurskoðun á hlutverki hennar og gildi. Að þessu leyti hafa þeir átt samleið með mörgum þeirra hugsuða sem hafa átt stóran hlut í að móta heimsmynd nútímans frá átjándu öld og fram undir lok tuttugustu aldar. 

Í bókinni er að finna aðgengilegan inngang að hugmyndum fjölda hugsuða og því hlutverki sem listir og fagurfræði hafa gegnt í hugmyndum þeirra. Allir hafa þeir tekist á við þá spurningu hvaða hlutverki listir gegni í tilveru mannsins og samfélaginu.

Gunnar J. Árnason hefur skrifað um myndlist um árabil og kennt heimspeki lista og fagurfræði í Listaháskóla Íslands. Hann lærði myndlist í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og School of Visual Arts í New York áður en hann sneri sér að heimspeki. Hann nam heimspeki við Háskóla Íslands og var í framhaldsnámi í heimspeki og fagurfræði lista í Cambridge háskóla á Englandi.

Blaðsíðufjöldi: 
364
Útgáfuár: 
2017
ISBN: 
978-9935-23-141-3
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201638
0

Historical Account of a Revolution on the Island of Iceland in the Year 1809

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Óðinn Melsted og Anna Agnarsdóttir
Verð: 
3500

Hér er um að ræða tvær samtímalýsingar á íslensku „byltingunni“ 1809 sem Jörgensen skrifaði, þá fyrri strax að byltingu lokinni veturinn 1809–1810 á meðan hann dvaldi um borð í fangaskipi og hina síðari sennilega 1813. Handritin eru varðveitt í British Library í London og hafa aldrei fyrr birst á prenti með skýringum. Einnig fylgja bréf frá íslenskum embættismönnum til „verndara Íslands“ og jafnframt gerir Jörgensen ítarlega grein fyrir fjárreiðum byltingarstjórnarinnar sumarið 1809. Bókin kemur út á vegum Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands og Háskólaútgáfunnar. Ritstjórar eru Óðinn Melsted, sem ritar einnig æviágrip Jörgensens, og Anna Agnarsdóttir. Bókin er þriðja bindið í ritröðinni Heimildasafn Sagnfræðistofnunar.

Blaðsíðufjöldi: 
296
Útgáfuár: 
2016
ISBN: 
978-9935-23-138-3
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201634
0
Stofnanir: 

Um Snorra Eddu og Munkagaman

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Sveinbjörn Rafnsson
Verð: 
5200

Út er komin bókin Um Snorra Eddu og Munkagaman eftir Sveinbjörn Rafnsson prófessor emeritus í sagnfræði við Háskóla Íslands. Í bókinni eru nokkrar athuganir á tveimur mikilvægum ritum íslenskrar miðaldamenningar.

Í fyrri hluta bókarinnar er fjallað um Snorra Eddu. Litið er til textavarðveislu, innskota í texta og sögulegs samhengis. Þá er hugað að ritmenningu þeirri sem hún er sprottin úr, ekki síst forsendum og heimildum þeim sem ekki eru beinlínis nefndar í sjálfum texta hennar. Koma þar meðal annars við sögu forn rímfræðileg og stjörnufræðileg rit, svo og suðrænar goðsögur þýddar úr latínu.

Í síðari hluta bókarinnar er gefinn út íslenskur texti Munkagamans (Joca monachorum), en það er safn spurninga og svara, eins konar gátusafn, sem menn hafa haft sér til fræðslu og gamans víða um lönd allt frá ármiðöldum.  Íslenski textinn á sér ævafornar rætur og eru gerðar við hann athugasemdir. Munkagaman hefur haft áhrif á gerð Snorra Eddu og Egils sögu Skalla-Grímssonar og ef til vill fleiri fornra íslenskra rita. 

Eftir Sveinbjörn Rafnsson liggja fjölmörg rit, m.a. Páll Jónsson Skálholtsbiskup. Nokkrar athuganir á sögu hans og biskupsstjórn (1993), Sögugerð Landnámabókar. Um íslenska sagnaritun á 12. og 13. öld (2001), Ólafs sögur Tryggvasonar. Um gerðir þeirra heimildir og höfunda (2005) og Af fornum lögum og sögum. Fjórar ritgerðir um forníslenska sögu (2011).

Blaðsíðufjöldi: 
284
Útgáfuár: 
2016
ISBN: 
978-9935-23-136-9
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201633
0

Íslensk klausturmenning á miðöldum

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Haraldur Bernharðsson
Verð: 
6900

Út er komin hjá Miðaldastofu Háskóla Íslands og Háskólaútgáfunni bókin Íslensk klausturmenning á miðöldum með greinum níu fræðimanna um ýmsar hliðar klausturmenningar á Íslandi á miðöldum. Greinarnar eru allar byggðar á fyrirlestraröð Miðaldastofu um þetta efni. Bókin er alls 317 blaðsíður og efni hennar sem hér segir:

Gottskálk Jensson

Íslenskar klausturreglur og libertas ecclesie á ofanverðri 12. öld

Margaret Cormack

Monastic Foundations and Foundation Legends

Sverrir Jakobsson

Frá Helgafellsklaustri til Stapaumboðs

Elizabeth Walgenbach

Church Sanctuary in the Contemporary Sagas

Gunnar Harðarson

Viktorsklaustrið í París og norrænar miðaldir

Haraldur Bernharðsson

Kirkja, klaustur og norskublandið ritmálsviðmið á Íslandi á miðöldum

Guðvarður Már Gunnlaugsson

Voru scriptoria í íslenskum klaustrum?

Guðrún Harðardóttir

Myndheimur íslenskra klausturinnsigla

Guðbjörg Kristjánsdóttir

Handritalýsingar í benediktínaklaustrinu á Þingeyrum

Blaðsíðufjöldi: 
316
Útgáfuár: 
2016
ISBN: 
978-9935-23-124-6
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201624
0

Pages

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is