Heimspekistofnun

Heimur skynjunarinnar

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Maurice Merleau-Ponty
Verð: 
2700

Bók þessi hefur að geyma sjö útvarpserindi sem franski heimspekingurinn Maurice Merleau-Ponty (1908 - 1961) flutti undir lok ársins 1948. Í þeim setur hann fram meginhumyndirnar í margrómuðu riti sínu um fyrirbærafræði skynjunar. Í stuttu og aðgengilegu máli ræðir hann um heim skynjunar og vísinda, um listina og um heim nútímans. Erindin veita einkar góða innsýn í hugsun Merleau-Pontys og í þá róttæku endurskoðun á sambandi okkar við heiminn sem fyrirbærafræðin felur í sér.

Blaðsíðufjöldi: 
62
Útgáfuár: 
2017
ISBN: 
978-9935-23-154-3
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201715
Stofnanir: 
0

Eitthvað annað

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Björn Þorsteinsson
Verð: 
3900

Er ástæða til að biðja um eitthvað annað en það sem við blasir? Er hinn fullkomni heimur hlutskipti okkar – eða þurfum við að halda áfram leitinni? Hér er leitað svara við þessum spurningum með skírskotun til ýmissa kenninga og hugsuða. Meðal umfjöllunarefna eru lýðræði og vald, frelsun og framtíð, mennska og tómhyggja, vísindi og náttúra – og heimspekin og saga hennar. 

Björn Þorsteinsson er prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands.

Blaðsíðufjöldi: 
238
Útgáfuár: 
2016
ISBN: 
978-9935-23-143-7
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201640
Stofnanir: 
0

Siðfræðikver

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Vilhjálmur Árnason
Verð: 
1990

Í Siðfræðikveri færir Vilhjálmur Árnason rök fyrir því að siðferðilegar rökræður séu skynsamleg leið til þess að jafna siðferðilegan ágreining. Ennfremur sýnir hann fram á að hægt sé að rökstyðja siðferðilegar ákvarðanir með tilvísun í verðmæti og siðalögmál sem eru hafin yfir einstaklingsbundinn smekk, án þess að hafna í siðferðilegri lögmálshyggju. Siðfræðikver kynnir fyrir lesendum hvernig þessi tvö fyrirbæri, rökræður og ákvarðanir, eru höfuðatriði í siðferðilegu lífi og að þau eru samofin.

Blaðsíðufjöldi: 
100
Útgáfuár: 
2016
ISBN: 
978-9935-23-137-6
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201632
Stofnanir: 
0

Sannfæring og rök

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Ólafur Páll Jónsson
Verð: 
3900

Allt sem við gerum er undirorpið röklegri hugsun þótt rökin séu oft misjöfn og hin röklega framvinda stundum brotakennd. En hvað eru góð rök? Hvað þýðir að breyta samkvæmt skynsamlegum rökum? Hvernig tengjast sannfæring og sannleikur? Hver er munurinn á samræðu og rökræðu? Hér er fjallað á skýran og aðgengilegan hátt um spurningar sem þessar – um undirstöður rökfræðinnar og gagnrýna hugsun en einnig er hugað að því hvers vegna sannleikurinn má sín lítils þegar rakalaust bullið tekur yfir. 

Ólafur Páll Jónsson er prófessor í heimspeki við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann hefur áður gefið út þrjár bækur um heimspeki, Náttúra, vald og verðmæti (2007), Lýðræði, réttlæti og menntun (2011) og Fyrirlestrar um frumspeki (2012). Auk þess hefur hann gefið út barnabókina Fjársjóðsleit í Granada (2014).

Blaðsíðufjöldi: 
204
Útgáfuár: 
2016
ISBN: 
978-9935-23-131-4
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201628
Stofnanir: 
0

Náttúran í ljósaskiptunum

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Björn Þorsteinsson
Verð: 
3900

Hvað er náttúra? Eigum við að leggja hana undir okkur eða eigum við að reyna að sættast við hana? Bók þessi hefur að geyma níu greinar þar sem staða mannverunnar í náttúrunni er skoðuð með skírskotun til kenninga úr austrænni og vestrænni heimspeki. Þótt samband okkar við náttúruna sé ævagamalt viðfangsefni fræðilegrar hugsunar hefur skilningur á því sjaldan verið brýnni en nú. 

Höfundar eru Björn Þorsteinsson, Gabriel Malenfant, Geir Sigurðsson, Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, Henry Alexander Henrysson, Jóhann Páll Árnason, Ólafur Páll Jónsson, Páll Skúlason og Sigríður Þorgeirsdóttir.

Blaðsíðufjöldi: 
188
Útgáfuár: 
2016
ISBN: 
978-9935-236-127-7
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201626
Stofnanir: 
0

Dagbók 2016 – Árið með heimspekingum

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Erla Karlsdóttir, Eyja M. Brynjarsdóttir, Nanna H. Halldórsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir
Verð: 
3990

Hvað er yin og yang og hvernig tengist þetta hugtakapar kvenleika og karlmensku? Hvað er samfélagssáttmáli og hvernig má endurtúlka hann með tilliti til kyns og kynþáttar? Hvað segja nornabrennur í Evrópu okkur um samfélagsskipan við upphaf nýaldar? Eigum við að hlusta á innsæið og þær tilfinningar sem við geymum í maga okkar? Í amstri hversdagsins er ágætt að hafa við hlið sér dagbók til að skrá þau verkefni sem við myndum annars gleyma: Að mæta á húsfund á fimmtudagskvöldi eða til læknis á þriðjudagsmorgni. Stundum þegar við setjumst niður til þess að skrá slíkt hjá okkur tekur hugurinn ósjálfrátt að flögra um, með pennanum byrjum við að teikna alls konar mynstur eða blóm, hlustum á umferðarniðinn í fjarska ... eða lesum um eins og einn heimspeking! Dagbókin ætti ekki aðeins að vera handhæg öllum þeim sem vilja fylgjast með tímanum heldur einnig að tendra huga fólks með litlum viskubrotum úr margvíslegri hugsun kvenna fyrr og síðar. Í öllu falli má finna svör og hugleiðingar við spurningunum hér að ofan en von okkar er að textarnir veki upp enn fleiri spurningar sem og vilja til að leita sér skilnings og þekkingar.

Útgáfuár: 
2015
ISBN: 
978-9935-23-098-0
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201539
Stofnanir: 
0

Inquiring into Contemporary Icelandic Philosophy

Verð: 
3900
Háskóli Íslands

Is Icelandic philosophy different from other 'national' philosophies? Can we speak of 'Icelandic philosophers' or 'Icelandic philosophy'? This volume aims at providing readers with clues that can help answer these questions, through essays written mostly by a new generation of Icelandic philosophers.

The book provides a general view of Iceland's diverse philosopical landscape. Its chapters are conceived as introductions to the thought and style of selected Icelandic philosophers. In addition, an introductory essay delves into the historical and cultural backgraound of contemporary Icelandic philosophy, placing the philosophical outlook of intellectual life in Iceland today in a broader context.

Some of the work discussed in the book has only ever been published in Icelandic, and these perspectives and ideas are here made available to an English-speaking audience for the first time.

Gabriel Malenfant holds a Ph.D. in philosphy from the University of Iceland. He lives and works in Montréal, Quebec.

Blaðsíðufjöldi: 
238
Útgáfuár: 
2015
ISBN: 
978-9935-23-063-8
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201438
Stofnanir: 

Hugleiðingar um gagnrýna hugsun

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Henry Alexander Henrysson og Páll Skúlason
Verð: 
3900
Háskóli Íslands

Margt í samtímanum kallar á gagnrýna afstöðu til skoðana okkar og breytni. Slík afstaða felst meðal annars í því að huga að öllum hliðum hvers máls og gera engar skoðanir að sínum án þess að hafa fyrir því góð rök. En hvernig eigum við að fara að því? Er það mögulegt? Hvaða máli skiptir gagnrýnin hugsun?
Í bókinni ræða höfundar gildi gagnrýninnar hugsunar og vekja lesendur til umhugsunar um mikilvægi hennar. Bókinni er ætlað að stuðla að markvissum umræðum um eðli og tilgang gagnrýninnar hugsunar og hvetja til eflingar kennslu hennar.

Blaðsíðufjöldi: 
174
Útgáfuár: 
2014
ISBN: 
978-9935-23-054-6
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201427
Stofnanir: 

Fyrirlestrar um frumspeki

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Ólafur Páll Jónsson
Verð: 
3900
Háskóli Íslands

Tvenn þáttaskil urðu í sögu rökgreiningarheimspekinnar á 20. öld. Þau fyrri lýstu sér í því að tungumálið varð meginviðfangsefni heimspekinga. Þau síðari urðu þegar háttarökræði hætti að vera tæknilegt sérsvið og varð að hversdagslegu verkfæri heimpekinga í ólíkum greinum.
í fyrirlestrunum sem hér birtast er gefin innsýn í þessar tvær vendingar í rökgreiningarheimspeki á 20. öld. Fjallað er um nokkra áhrifamestu heimspekinga þessarar hefðar, svo sem Frege, Russel, Wittgenstein, Quine og Kripke, gerð grein fyrir tilteknum þáttum í heimspeki þeirra, flókin og stundum tæknileg atriði útskýrð og valin rit sett í víðara hugmyndasögulegt samhengi.
Ólafur Páll Jónsson er dósent í heimspeki við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann er höfundur bókanna Náttúra, vald og verðmæti (2007) og Lýðræði, réttlæti og menntun (2011).

Blaðsíðufjöldi: 
151
Útgáfuár: 
2012
ISBN: 
978-9979-54-985-7
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201306
Stofnanir: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is