Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

Við kvikuna

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Kristín Guðrún Jónsdóttir
Verð: 
3900
Örsagan á sér langa hefð í álfunni og sýnir bókin gróskuna og fjölbreytileikann sem hún hefur öðlast í meðförum rithöfunda álfunnar. 
 
Bókin er sýnisbók og geymir alls kyns sögur. Oft er stutt í húmorinn, háðið og fantasíuna, stundum vilja sögurnar bíta og koma við kvikuna. Í Hugvarpi – hlaðvarpi Hugvísindasviðs Háskóla Íslands má fá nasasjón af örsögum bókarinnar. Þær eru 156 talsins eftir 49 höfunda frá Rómönsku-Ameríku, sú elsta er frá 1893 og sú yngsta frá 2014.
 
Kristín Guðrún Jónsdóttir valdi sögurnar, þýddi og skrifaði inngang. Ritstjóri var Ásdís R. Magnúsdóttir. 
 
Útgefandi bókarinnar er Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Háskólaútgáfan sér um dreifingu hennar.
Blaðsíðufjöldi: 
222
Útgáfuár: 
2020
ISBN: 
978-9935-23-238-0
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U202004

Hernaðarlist meistara Sun

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Geir Sigurðsson
Verð: 
4900

Hernaðarlist Meistara Sun, eða á frummálinu Sunzi bingfa 孫子兵法, er eitt rómaðasta og víðlesnasta fornrit Kínverja. Bein áhrif þess á hernaðartækni Kínverja og þjóðanna í kring í tímanna rás verða vart ofmetin. Inntak ritsins endurspeglar einnig almennari „strategíska“ hugsun Kínverja sem beitt hefur verið á fjöl­mörgum sviðum daglegs lífs, til dæmis í stjórn­málum, viðskiptum og jafnvel kænskubrögðum sem tengjast ástum.

Þýðing Geirs Sigurðssonar sem hér birtist er fyrsta íslenska þýðingin úr fornkínversku og er frumtextinn birtur við hlið þýðingarinnar. Við þýð­inguna hefur Geir ritað fjölmargar skýringar og ítarlegan inngang þar sem ritið er sett í sögulegt samhengi og gerð grein fyrir heimspekinni sem bæði birtist og leynist í textanum.

Ritstjóri bókarinnar: Rebekka Þráinsdóttir

Ritnefnd SVF: Ásdís R. Magnúsdóttir og Rebekka Þráinsdóttir

Blaðsíðufjöldi: 
146
Útgáfuár: 
2020
ISBN: 
978-9935-23-213-7
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201905

Raddir frá Spáni

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Erla Erlendsdóttir / Ásdís R. Magnúsdóttir
Verð: 
5900

Í þessu smásagnasafni eru sögur eftir tuttugu og sex spænskar konur. Rithöfundarnir koma frá héruðum á meginlandi Spánar og frá Kanarí- og Baleareyjum. Smásögurnar – langar sögur og stuttar, örstuttar sögur og örsögur – spanna rúma öld og eru fjölbreyttar að efni og stíl. Þær fjalla um ástir og hatur, gleði og sorg, misrétti og ójöfnuð, vináttu og fjandskap, konur og karla, stöðu kvenna í samfélaginu og margt fleira.

Þýðandi: Erla Erlendsdóttir

Ritstjóri: Ásdís R. Magnúsdóttir

 

Blaðsíðufjöldi: 
288
Útgáfuár: 
2019
ISBN: 
978-9935-23-231-1
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201933

Heimar mætast – Smásögur frá Mexíkó

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Kristín Guðrún Jónsdóttir
Verð: 
3900

Út er komin hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Háskólaútgáfunni bókin Heimar mætast. Smásögur frá Mexíkó. Smásagnaritun hefur verið mikilvæg í löndum Rómönsku-Ameríku alla 20. öldina, ekki síst í Mexíkó en þaðan koma margir af helstu rithöfundum álfunnar.  Í bókinni eru sextán smásögur eftir sextán höfunda og spanna tímabilið frá 1952 til 2009. Þær veita innsýn í hið fjölbreytta mannlíf í Mexíkó þar sem ólíkir menningarheimar og ólíkir tímar mætast.

Kristín Guðrún Jónsdóttir valdi sögurnar, þýddi og skrifaði inngang. 

Kápu bókar prýða Mærin af Guadalupe, verndardýrlingur Mexíkó, og Quetzalcóatl, fiðraði snákurinn sem var mikilvægur guð margra þjóðflokka í Mexíkó.

Blaðsíðufjöldi: 
236
Útgáfuár: 
2016
ISBN: 
978-9935-23-139-0
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201639

Frá hjara veraldar

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Melitta Urbancic
Verð: 
4500
Háskóli Íslands

Dr. Melitta Urbancic, fædd Grünbaum (1902-1984), var allt í senn ljóðskáld, leikkona, fræðikona og myndhöggvari. Að auki lagði hún fyrir sig tungumálakennslu og býflugnarækt. Melitta kom á flótta undan nasistum til Íslands árið 1938 ásamt börnum sínum og eiginmanni, Victori Urbancic, og settust þau hér að. Fyrir ljóðskáld og leikkonu hafði það afdrifaríkar afleiðingar í för með sér að búa í útlegð í framandi landi á hjara veraldar. Melitta orti um þá reynslu og geymdi í handriti sem nú kemur út í fyrsta sinn í tvímála útgáfu með þýðingu á bundið mál. Þetta eru ljúfsár og falleg ljóð sem fjalla um sársaukann sem fylgir því að vera rifinn upp með rótum en sættast þó við tilveruna annars staðar.

Sjá hér umfjöllun bókmenntafræðingsins og þýðandans Wolfangs Schiffer.

Sjá einnig umfjöllun Bernhild Vögel í Iceland Review Online hér.

Sjá hér umfjöllun Svenska Dagbladet.

Blaðsíðufjöldi: 
218
Útgáfuár: 
2014
ISBN: 
978-9935-23-033-1
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201341

Morð í dómkirkju

Verð: 
4900
Háskóli Íslands

Morð í dómkirkju er vinsælasta leikrit T. S. Eliots, eins þekktasta ljóðskálds tuttugustu aldar. Leikritið var fyrst sett upp árið 1935 í Kantaraborg í Englandi og fjallar um píslarvætti Tómasar Beckets erkibiskups sem var veginn í dómkirkjunni í Kantaraborg 29. desember árið 1170. Íslensk þýðing Karls. J. Guðmundssonar er hér birt í fyrsta skipti í heild sinni við hlið enska frumtextans. Í inngangi að leikritinu er fjallað um ævi Eliots, hugmyndir hans um ljóðaleikritun, tilurð verksins, sögulegan bakgrunn þess og fleira því tengt. Í sérstökum bókarauka hefur ritstjóri verksins sett saman spurningar og verkefni til að nota í kennslu leikritsins á framhaldsskólastigi.

Blaðsíðufjöldi: 
186
Útgáfuár: 
2013
ISBN: 
978-9979-54-978-9
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201327

Milli mála (2012)

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Ásdís R. Magnúsdóttir og Sigrún Ástríður Eiríksdóttir
Verð: 
4500
Háskóli Íslands

Út er komið hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Háskólaútgáfunni tímaritið Milli mála – Tímarit um erlend tungumál og menningu. Tímaritið kemur í stað ársrits Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og er fjórða hefti Milli mála.
Þema heftisins er tungumál frá ýmsum sjónarhornum og rita 11 fræðimenn
Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur greinar í það. Greinarnar eru
skrifaðar á íslensku, ensku, ítölsku, norsku, spænsku og þýsku. Auk
fræðigreinanna er einnig að finna nokkrar þýðingar í tímaritinu.

Þeir fræðimenn SVF sem eiga greinar í tímaritinu Milli mála eru Birna Arnbjörnsdóttir, prófessor í annarsmálsfræðum, Erla Erlendsdóttir, dósent í spænsku, Gro-Tove Sandsmark, sendikennari í norsku, Hafdís Ingvarsdóttir, prófessor í menntunarfræðum, Jessica Guse, sendikennari í þýsku, Oddný G. Sverrisdóttir, prófessor í þýsku, Pétur Knútsson, dósent emeritus í ensku, Stefano Rosatti, aðjunkt í ítölsku, Þórhallur Eyþórsson fræðimaður og Þórhildur Oddsdóttir, aðjunkt í dönsku.

Þeir fræðimenn SVF sem eiga þýðingar í tímaritinu eru Ásdís R. Magnúsdóttir, prófessor í frönskum fræðum, Ásta Ingibjartsdóttir, aðjunkt í frönskum fræðum, Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor í spænsku, og Rebekka Þráinsdóttir, aðjunkt í rússnesku.

Blaðsíðufjöldi: 
403
Útgáfuár: 
2013
ISBN: 
978-9979-54-998-7
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201313

Yfir saltan mar

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Hólmfríður Garðarsdóttir og Sigrún Á. Eiríksdóttir
Verð: 
3900
Háskóli Íslands

Safn þýðinga á ljóðum argentínska skáldsins og rithöfundarins sem birst hafa í blöðum og tímaritum á Íslandi. Hér er á ferðinni tvímála útgáfa þar sem frumtexti birtist við hlið þýðingar. Fjölmargir þýðendurhafa fengist við að yrkja ljóð Borgesar á íslensku og hafa sum þeirra veriðþýdd oftar en einu sinni. Lesanda gefst hér færi á að bera saman ólíkar þýðingar á sama texta. Ljóðaþýðingunum er fylgt úr hlaði með fræðilegum inngangi Hólmfríðar Garðarsdóttur um ævi og yrkisefni skáldsins. Í bókinni er einnig áður óbirt smásaga Matthíasar Jóhannessen og umfjöllun um áhrif norrænna bókmennta á skrif Borgesar. Í bókarlok er svo greining á ljóðum hans og leiðbeiningar um ljóðagreiningu. Er það von aðstandenda verksins að ljóðaunnendum þyki fengur í
ljóðasafninu og að það megi einnig nýtast öllum þeim sem hafa áhuga á spænskri tungu.

Blaðsíðufjöldi: 
182
Útgáfuár: 
2012
ISBN: 
978-9979-54-896-6
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201309

Milli mála 2011

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Erla Erlendsdóttir og Sigrún Ástríður Eiríksdóttir
Verð: 
4500
Háskóli Íslands

Þriðja hefti ársrits Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur "Milli mála", árgangur 2011, er komið út. Þema heftisins er erlendar bókmenntir frá ýmsum sjónarhornum og rita sjö fræðimenn Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur greinar greinar í það. Sex af þessum sjö greinum fjalla um þemað en í þeirri sjöundu segir frá rannsókn á tungumálakennslu og aðlögun innflytjenda á Norðurlöndum.

Greinarnar eru skrifaðar á íslensku, ensku og ítölsku, enda hefur það verið stefna ritstjórnar frá upphafi að gefa höfundum kost á að skrifa á móður- eða kennslumáli sínu. Auk fræðigreinanna er einnig að finna nokkrar þýðingar í ársritinu.

Blaðsíðufjöldi: 
226
Útgáfuár: 
2012
ISBN: 
978-9979-54-941-3
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201204

Rekferðir

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Guðni Elísson
Verð: 
3900
Háskóli Íslands

Rekferðalangurinn styðst hvorki við kortabækur né leiðartæki því að áfangastaðirnir ráðast af straumum og sjávarföllum. Rekferðir eru án fyrirheits, leið til þess að skoða veruleikann út frá óvænt- um sjónarhornum. Enda storka þær túlkandanum ekki síður en lesendum og ganga oft gegn fyrirfram mótuðum merkingarkerfum. Í nýstárlegri og ögrandi menningargreiningu tekur Guðni Elísson saman hugleiðingar sínar um góðærisárin. Hann fjallar um útrás og frjálshyggju, eggjárnafagurfræði, einelti, neyslu og forseta lýðveldisins. Hann ver borgaralega óhlýðni á einhuga tímum og týnir sér í áleitnum hugleiðingum um mávastell, skötuát, skyggnilýsingar, súludansmeyjar, slagsmál á Austurvelli og eitthundraðprósent listamannssaur.

Guðni Elísson er prófessor í almennri bókmenntafræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Doktorsritgerð hans fjallar um Byron lávarð, en á undanförnum tveimur áratugum hefur hann ritstýrt fjölda bóka og skrifað greinar um bókmenntir, kvikmyndir og menningarmál. Auk þess hefur hann talsvert fjallað um umhverfisverndarorðræðuna og gagnrýnt pólitísk skrif um loftslagsvísindi.

Vörður í menningarfræði samtímans er ný ritröð á vegum Stofnunar Vigdísar Finnboga- dóttur sem hefur einkum það markmið að birta greinasöfn sem fjalla um menningarleg málefni og ýmis þau fræði er varða samtímann. Fyrstu bækurnar í þessari ritröð eru greinasafnið Rekferðir. Íslensk menning í upphafi nýrrar aldar eftir Guðna Elísson, prófessor í bókmenntafræði við Háskóla Íslands og Viðbrögð úr Víðsjá, safn ritdóma eftir Gauta Kristmannsson, prófessor í þýðingafræði við Háskóla Íslands.

„Varla eru til betri meðmæli með höfundi en að skrif hans fari í
taugarnar á eigendum Morgunblaðsins. Á endanum kallaði sam-
félagsgreiningin í Lesbókinni á sérstakar aðgerðir.“
-Þröstur Helgason, fyrrv. ritstjórnarfulltrúi Lesbókar Morgunblaðsins

„Guðni Elísson er hrópandinn í árabátnum. Hann er óhræddur við að stíga
út fyrir hefðbundna akademíska umræðu og er einn mikilvægasti en
jafnframt skemmtilegasti samfélagsrýnir okkar.“
-Björn Þór Vilhjálmsson, bókmenntafræðingur.

„...það væru frekar skáldsögur eins og Anatómía augnabliksins eftir Cercas sem ríma við Guðna, því bækur af þessu tagi gefa bestu skáldsögum ekkert eftir. Þær eru óþarflega lítið vinsælar hjá bókmenntaþjóðinni miðað við skemmtilesturinn sem þær geta verið, sem Rekferðir er."
- Herman Stefánsson. Spássían, 2012.

Blaðsíðufjöldi: 
341
Útgáfuár: 
2011
ISBN: 
978-9979-54-931-4
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201143

Pages

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is