Íslenska

Sjálf í sviðsljósi

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Ingibjörg Sigurðardóttir, Davíð Ólafsson og Sigurður Gylfi Magnússon
Verð: 
4900

Ingibjörg Steinsdóttir er ekki hér. Hún er ekki lengur til sem lifandi vera en minjar um ævi hennar liggja hins vegar eins og reki í margs konar ,,textum". Sögur af Ingibjörgu hafa verið skrifaðar og endurskrifaðar, sagðar og endursagðar, lesnar og túlkaðar á margvíslegan hátt. Dótturdóttir og nafna Ingibjargar hitti ömmu sína aldrei í lifanda lífi en ólst upp við litríkar sögur af henni og stöðugan samanburð, bæði undir jákvæðum og neikvæðum formerkjum. Í þessari bók freistar höfundur þess að komast að því hver Ingibjörg Steinsdóttir var en jafnframt að gefa henni rödd í sögunni.

Blaðsíðufjöldi: 
288
Útgáfuár: 
2020
ISBN: 
978-9935-23-228-1
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201923

Andvari 2020

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Ármann Jakobsson
Verð: 
3900

Andvari, rit Hins íslenska þjóðvinafélags, er kominn út. Ritstjóri er Ármann Jakobsson. Aðalgrein Andvara 2020 er æviágrip Brodda Jóhannessonar skólastjóra. Höfundur er Þórólfur Þórlindsson, prófessor emeritus við félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Þórólfur fjallar þar rækilega um hugmyndir Brodda og samhengi þeirra. 

Í Andvara er einnig grein eftir Láru Magnúsardóttur sagnfræðing þar sem hún ræðir hugsanlega tilurð hinnar þekktu vísu „Jólasveinar einn og átta“ og tengir við átök um kirkjuvald á 13. öld. Steinunn Inga Óttarsdóttir ritar um Oddnýju Guðmundsdóttur frá Hóli sem var stórmerk skáldkona en hefur verið lítill sómi sýndur. Auður Aðalsteinsdóttir fjallar um listakonuna Drífu Viðar sem einnig var ritdómari og aðferð hennar við gagnrýni. 

Þrjár greinar Andvara 2020 fjalla með einum eða öðrum hætti um tengsl Íslands við umheiminn. Arngrímur Vídalín fjallar um blámenn í fornsögum, Páll Björnsson segir frá Íslandsferð fiðluleikarans og tónskáldsins Johan Svendsen, og Markus Meckl segir frá frönsku trúboði á Íslandi á 19. öld. 

Ritstjóri Andvara er Ármann Jakobsson og ritar hann pistil um árið 2020 og ýmis merk tímamót sem þá urðu. Þetta er 145. árgangur Andvara en hinn 62. í nýjum flokki. Ritið er að þessu sinni 207 síður. Aðsetur ritsins eru nú hjá Háskólaútgáfunni í aðalbyggingu Háskóla Íslands.  

 

 

Blaðsíðufjöldi: 
206
Útgáfuár: 
2020
ISBN: 
977-0258-377-01-45
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U202023

Júdít

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Svanhildur Óskarsdóttir
Verð: 
3990

Með þessari bók hefst ný ritröð sem nefnist Fornar biblíuþýðingar. Hún hefur að geyma forna þýðingu á Júdítarbók, einu af svonefndum apókrýfu ritum Gamla testamentisins. Þýðingin er gerð úr latínu og gæti hafa orðið til um 1300 en hún er eingöngu varðveitt í handriti frá síðasta þriðjungi fjórtándu aldar, AM 764 4to. Handritið var að líkindum sett saman í Skagafirði og hugsanlega ætlað nunnum í klaustrinu á Reynistað. Verkið segir frá Júdít, fallegri ekkju sem vinnur hetjudáð og varð fyrirmynd, ekki aðeins að því er hreinlífi varðar heldur einnig fyrir hugrekki sitt og visku.

Hér er texti þýðingarinnar prentaður með nútímastafsetningu lesendum til hægðarauka. Svanhildur Óskarsdóttir bjó hann til útgáfu og ritaði inngang.

 
Útgáfuár: 
2020
Tungumál: 

Makkabear

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Karl Óskar Ólafsson og Svanhildur Óskarsdóttir
Verð: 
5990

Þessi bók er önnur í ritröðinni Fornar biblíuþýðingar. Hún hefur að geyma þýðingu á Makkabeabókunum sem gerð var á sextándu öld en hefur aldrei áður birst á prenti. Ritið telst til svonefndra apókrýfra rita Gamla testamentisins og dregur nafn sitt af frelsishetju Gyðinga, Júdasi Makkabeusi og bræðrum hans. Þýðingin sem hér kemur fyrir augu lesenda er aðeins varðveitt í einu handriti sem skrifað var í Skálholti veturinn 1574–75 en er nú varðveitt í Cambridge á Englandi. Hún getur ekki hafa verið gerð löngu fyrr, því samanburður textans við fyrstu heildarútgáfu Biblíunnar á dönsku, sem prentuð var árið 1550, leiðir í ljós að íslenska þýðingin er gerð eftir henni.

 Hér er texti þýðingarinnar prentaður með nútímastafsetningu lesendum til hægðarauka. Karl Óskar Ólafsson og Svanhildur Óskarsdóttir bjuggu hann til útgáfu og rituðu inngang.

 
Útgáfuár: 
2020
Tungumál: 

Tvímælis

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Atli Harðarson
Verð: 
4900

Til hvers eru skólar? Geta yfirvöld stjórnað þeim? Bætir aukin skólaganga efnaleg kjör okkar? Gerir hún okkur að betri mönnum? Í þessari bók er rökstutt að hugsunarleysi um spurningar sem þessar ali af sér afglöp í stjórn og uppbyggingu skólastarfs.

Blaðsíðufjöldi: 
172
Útgáfuár: 
2020
ISBN: 
978-9979-9893-4-9
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U202007
Stofnanir: 

Frumgerðir og eftirmyndir

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Eyja Margrét Brynjarsdóttir
Verð: 
5900
Fyrir hvern er heimspeki? Er hún einangruð kvenfjandsamleg grein eða getur hún verið fyrir alls konar fólk? Í bókinni er að finna tólf ritgerðir þar sem leitað er svara við spurningum á borð við þessar. Meðal annarra viðfangsefna má nefna beitingu rökhugsunar, aðferðir við að skoða eðli hlutanna og virkni peninga í samfélaginu.
 
Blaðsíðufjöldi: 
298
Útgáfuár: 
2020
ISBN: 
978-9979-9893-5-6
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U202005
Stofnanir: 

Handleiðsla – Til eflingar í starfi

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Sigrún Júlíusdóttir
Verð: 
5990

Í þessari bók fjalla sautján sérfræðingar úr ólíkum faghópum um handleiðslu innan velferðarþjónustu og vinnumarkaðar. Sagt er frá hugmynda- og þekkingar- grunni handleiðslufræða og hlutverki handleiðara. Handleiðari hefur menntun og færni til að hjálpa fagmanni til að laða fram það besta í sjálfum sér, njóta sín í starfi og sækja sér sérhæfingu í takti við þarfir og aðstæður í starfi.

Þessi bók er sú fyrsta sinnar tegundar á íslensku. Auk tengingar við kenningagrunn, sögu og þróun handleiðslu eru kynntar fjölmargar hliðar handleiðsluferlisins, samskipta og stjórn- unar og greint frá forvarnargildi handleiðslu gegn stöðnun og starfsþroti í krefjandi störfum hjúkrunarfræðinga. Hún gagnast sem handbók og er kærkomið kennslu- og fræðsluefni fyrir hjúkrunarfræðinga í heilbrigðisþjónustu og víðar.

Ólafur G. Skúlason hjúkrunarfræðingur, Msc, og fyrrverandi formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Það er fagnaðarefni að út komi fræðibók á íslensku fyrir háskólanema, fagfólk, yfirmenn og stjórnendur á vinnumarkaði. Hér er vönduð umfjöllun um mikilvægi þess að ólíkar starfs- greinar fái stuðning og rými til að öðlast fagþroska. Með fjölbreyttri nálgun í handleiðslu má takast á við streitu, efla vinnustaðamenningu og auka þrótt og vellíðan í starfi.

Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins

Þessi yfirgripsmikla og vandaða bók er fengur sem örugglega verður fagnað af þeim sem sinna handleiðslu. Útkoma hennar er löngu tímabært framtak og sannkölluð gjöf til þeirra sem vilja efla sig í starfi og styrkja aðra til að verða enn betri fagmenn.

Guðfinna Eydal, klínískur sálfræðingur og handleiðari

Í sjúkraþjálfun er gagnsemi handleiðslu í faglegum samskiptum við fjölbreyttan hóp skjól- stæðinga ótvíræð. Þegar tekist er á við líkamlegar hindranir og sálfélagslega áhrifaþætti reynir á mörk og næmi sjúkraþjálfara fyrir skjólstæðingi. Handleiðsla sem fagvernd á erindi til sjúkraþjálfara í námi, starfi og í stjórnun.

Gunnar Önnu Svanbergsson, sjúkraþjálfari, MSc í heilbrigðisvísindum og sérfræðingur hjá Stígandi sjúkraþjálfun

Fyrir hverja er bókin?

Þessari bók er ætlað að mæta brýnni þörf fyrir kennsluefni um handleiðslufræði handa fagfólki og háskólanemendum á sviði uppeldisstarfa, félags-, heilbrigðis- og menntavísinda. Jafnframt getur sú þekking um faghandleiðslu sem hér er að finna gagnast yfirmönnum og stjórnendum á sviði velferðar- þjónustu og í stofnunum atvinnulífs, stjórnunar, þróunar og þjónustu.

 

 

 

Blaðsíðufjöldi: 
258
Útgáfuár: 
2020
ISBN: 
978-9935-23-241-0
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201930

Gagnfræðakver, 5. útgáfa

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Friðrik H. Jónsson og Sigurður J. Grétarsson
Verð: 
4490

í þessu kveri er að finna ýmislegt sem háskólakennarar ætlast til að nemendur þeirra kunni, ýmislegt sem jafnvel skiptir sköpum í námi en er þó sjaldan beinlinis kennt. Fjallað er um námstækni og vinnubrögð í háskóla, bókasöfn, skipulag ritsmíða, ritað mál, orðanotkun, heimildanotkun, þýðingar á erlendu efni, uppsetningu taflna og sitthvað fleira sem huga þarf að í rannsóknavinnu og námi.

Boðskapur kversins er sá að um háskólanám og fræðimennsku gildi eins konar leikreglur sem þeir sem ætla sér þroska eða frama á þeim vettvangi verða að læra, leikreglur sem einnig nýtast í lífinu sjálfu utan háskólaveggjanna, þessar reglur felast sjaldan í skýrt skilgreindri tækni heldur í fremur óljósu en þó almennu samkomulagi um hvað gangi eða borgi sig og hvað ekki. Reynt er að skýra skilmerkilega frá þeim reglum og tækniatriðum sem lítill eða enginn ágreiningur er um og að gefa tóninn um hvað teljist góður smekkur þegar kennimörk eru óljós eða aðferðir fjölbreyttar.

Þetta er 5. útgáfa.

Blaðsíðufjöldi: 
196
Útgáfuár: 
2018
ISBN: 
978-9935-23-197-0
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201833

Almanak Háskóla Íslands 2021

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Þorsteinn Sæmundsson og Gunnlaugur Björnsson
Verð: 
2990

Út er komið Almanak fyrir Ísland 2021 sem Háskóli Íslands gefur út. Þetta er 185. árgangur ritsins. Þorsteinn Sæmunds­son stjörnufræð­ing­ur og Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðingur hjá Raunvísind­a­stofnun Háskólans hafa samið og reiknað almanakið. Ritið er 96 bls. að stærð.

Auk dagatals flytur almanakið margvíslegar upplýsingar, svo sem um sjávarföll og  gang himintungla. Lýst er helstu fyribærum á himni sem frá Íslandi sjást. Í almanakin­u eru stjörnukor­t, kort sem sýnir áttavitaste­fnur á Íslandi og kort sem sýnir tímabelti heimsins. Þar er að finna  yfirlit um hnetti himingeims­ins, mælieining­ar, veðurfar, stærð og mannfjölda allra sjálfstæðra ríkja og tímann í höfuðborg­um­ þeirra. Af nýju efni má nefna grein um gríðarlega fjölgun gervitungla sem breytt gæti ásýnd himinhvolfsins. Fjallað er um þá hnetti sólkerfisins sem flokkast sem dvergreikistjörnur og vikið að þeirri spurningu hvort líf sé á reikistjörnunni Mars. Loks eru í almanakin­u upplýsingar um helstu merkisdaga nokkur ár fram í tímann.

Á heimasíðu almanaksins (almanak.hi.is) geta menn fundið margs konar­­ fróðleik til viðbótar, þar á meðal upplýsingar sem borist hafa eftir að almanakið fór í prentun. 

Á sölusíðu almanaksins (almanak.is) geta menn nálgast almanakið á rafrænu formi.

Háskólaútgáfan annast sölu almanaksins og dreifingu þess til bóksala.  ­Almanakið kemur nú út í 2300 eintökum, en auk þess eru prentuð 1200 eintök sem Þjóðvina­félagið gefur út sem hluta af almanaki sínu með leyfi Háskólans.  

Blaðsíðufjöldi: 
96
Útgáfuár: 
2020
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U202101

Opna svæðið – Tímaritið Birtingur og íslenskur módernismi

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Þröstur Helgason
Verð: 
5900

Opna svæðið: Tímaritið Birtingur og íslenskur módernismi eftir Þröst Helgason varpar ljósi á tímaritið Birting sem kom út á árunum 1955-1968 og gegndi lykilhlutverki við að innleiða módernisma í íslenskar bókmenntir og listsköpun á tímabilinu. Opna svæðið er fyrsta bókin sem gefin er út um þetta mikilvæga tímarit. Birtingur tilheyrir flokki módernískra eða lítilla tímarita sem settu svip sinn á tilurð módernisma víða um heim en hafa hingað til verið órannsökuð hér á landi. Birtingi var ætlað að þjóna sem vettvangur fyrir kynningar á nýjum alþjóðlegum straumum, endurskoðun á viðteknum hefðum og lifandi umræður um nútímabókmenntir og listir. Um leið gefur bókin innsýn í margbrotin átök innan íslensks menningarvettvangs á þessum mikla umbrotatíma. 

Útgefandi: Bókmennta- og listfræðastofnun Háskóla Íslands og Háskólaútgáfan. 

Blaðsíðufjöldi: 
439
Útgáfuár: 
2020
ISBN: 
978-9935-23-239-7
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201621

Pages

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is