Harðspjalda

Heilnæmi jurta og hollusta matar

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Margrét Þorvaldsdóttir og Sigmundur Guðbjarnason
Verð: 
6900

Hjónin Margret Þorvaldsdóttir og Sigmundur Guðbjarnason hafa löngum verið áhugasöm um þær forvarnir gegn sjúk- dómum sem finna má í náttúrunni. Í þessari bók hafa þau tekið saman margvíslegan fróðleik um slíka eiginleika jurta og ávaxta – Sigmundur frá sjónarhóli vísinda og Margret í ljósi sögunnar.

Í grænmeti og ávöxtum er að finna fjölmörg efni sem styrkja varnir líkamans gegn ýmsum sjúkdómum og geta gagnast í baráttunni við sýkla. Hér fjallar Sigmundur um þennan varnar- og lækningamátt og gefur góð ráð. Hann greinir einnig frá þeim hættum sem manninum stafar af hormónatruflandi efnum sem berast í líkamann með mat og snyrti- og hreinlætisvörum.

Margret fjallar annars vegar um uppruna og þróun læknis- fræðinnar á Vesturlöndum og hversu veglegan sess jurta- lækningar skipuðu lengst af innan hennar. Einnig skoðar hún gamlar íslenskar heimildir um jurtalækningar en þær gefa til kynna að menn hafi öldum saman búið yfir góðri þekkingu á nytjum náttúrunnar hér á landi.

Margret Þorvaldsdóttir starfaði lengi sem blaðamaður á Morgunblaðinu og skrifaði einkum um neytendamál, bæði neyslu- og heilsutengd, og var þar með vikulega dálka um „rétt dagsins“. Hún hefur áður gefið út tvær matreiðslubækur.

Sigmundur Guðbjarnason nam efnafræði við Tækniháskólann í München og stundaði vísindastörf við Læknaskóla Wayne State University í Detroit. Hann byggði upp nám í efnafræði við Háskóla Íslands og rannsóknir í efnafræði, matvælafræði og lífefnafræði við Raunvísindastofnun. Sig- mundur var rektor Háskóla Íslands 1985–1991. Því næst hóf hann rannsóknir á lækningajurtum og stofnaði sprotafyrirtækið SagaMedica árið 2000 ásamt öðrum.

Blaðsíðufjöldi: 
206
Útgáfuár: 
2018
ISBN: 
978-9935-23-166-6
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201735
0

Esterarbók

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Jón Rúnar Gunnarsson
Verð: 
5900

JÓN RÚNAR GUNNARSSON (1940–2013) var í hópi þeirra sem unnu að nýju Biblíuþýðingunni sem kom út árið 2007. Esterarbók er ein þeirra bóka sem Jón þýddi. Fræðilegar forsendur þeirrar þýðingar er meginefni þessarar nýju bókar. Þar er gerð grein fyrir þýðingunni, ástæður breytinga raktar, þær studdar rökum með tilvísun til annarra þýðinga og fræðilegrar umfjöllunar. Í rækilegum menningarsögulegum inngangi er m.a. gerð grein fyrir stað og tíma Esterarbókar og hún staðsett meðal annarra bóka Biblíunnar. Auk þess er sjálf þýðingin birt. Í bókinni er einnig ýmiss konar lykilefni til fróðleiks og skýringa. Við vinnu sína lagði Jón til grundvallar margar eldri og yngri þýðingar á fjölda tungumála auk fræðilegs efnis sem varðar Esterarbók. Sagan sjálf er heillandi. Hún segir frá lífi Esterar, Gyðingastúlkunnar fögru, sem verður drottning í Persaveldi. 

Jón Rúnar Gunnarsson lauk prófi í samanburðarmálfræði frá Óslóarháskóla árið 1969. Áður hafði hann stundað nám í Tékkóslóvakíu og Póllandi. Hann var um skeið kennari við Óslóarháskóla en lengstum við Háskóla Íslands. Eftir Jón liggja fræðilegar greinar um málfræði auk kennslubókar í íslensku. Hann þýddi einnig efni af ýmsum toga, m.a. nokkur leikrit. 

Margrét Jónsdóttir og Bjarki Karlsson önnuðust útgáfu bókarinnar. Ragnar Helgi Ólafsson hannaði kápuna.

 
 
Blaðsíðufjöldi: 
190
Útgáfuár: 
2017
ISBN: 
978-9935-23-168-0
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201711
0

Snert á arkitektúr

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Sigrún Alba Sigurðardóttir og Daniel Reuter
Verð: 
4600

Snert á arkitektúr fjallar um arkitektúr í samtímanum; hlutverk arkitekta, hugmyndir og verk íslenskra arkitekta, virkni arkitektúrs og áhrif hans á náttúru, umhverfi, samfélag, samskipti og hegðun fólks.

Við gerð bókarinnar voru tekin ítarleg viðtöl við átta arkitekta og umhverfishönnuði sem hafa haft umtalsverð áhrif á áherslur og stefnu í íslenskum arkitektúr á síðustu árum. Sigrún Alba Sigurðardóttir menningarfræðingur og lektor við hönnunar- og arkitektúrdeild dregur saman helstu niðurstöður úr viðtölunum og miðlar þeim í texta sem fjallar um hlutverk arkitektúrs og áhrif arkitektúrs og umhverfishönnunar á umhverfi, tilfinningar og samskipti fólks.

Ljósmyndir af íslenskum arkitektúr og manngerðu umhverfi í náttúrunni leika stórt hlutverk í bókinni en slíkar ljósmyndir geta vakið hugrenningatengsl og tjáð margslungnar tilfinningar, ekki síður en þær miðla upplýsingum um viðfangsefnið og draga athygli að einstökum þáttum í hönnun bygginga. Daniel Reuter ljósmyndari hefur myndað verk íslenskra arkitekta og manngert umhverfi á Íslandi með þetta í huga. Ljósmyndum hans er meðal annars ætlað að sýna okkur hvernig arkitektúr mótar skynjun okkar á ómeðvitaðan hátt og með hvaða hætti við getum tamið okkur að skynja, horfa og snerta á sífellt nýjan hátt.

Blaðsíðufjöldi: 
104
Útgáfuár: 
2017
ISBN: 
978-9935-23-142-0
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201705
0

Reykholt - The Church Excavations

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Guðrún Sveinbjarnardóttir
Verð: 
6990

Reykholt í Borgarfirði er þekktast fyrir búsetu Snorra Sturlusonar þar á fyrra helmingi 13. aldar, en var líklega höfðingjasetur frá upphafi byggðar þar. Reykholt varð einn af hinum fyrstu stöðum snemma á 12. öld og var þá einnig goðorð. Í bókinni er fjallað um fornleifarannsóknir á gamla kirkjustæðinu og farið yfir byggingarsöguna þar frá um 1000 fram á 19. öld.

Blaðsíðufjöldi: 
320
Útgáfuár: 
2016
ISBN: 
978-9935-23-117-8
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201612
0

Saga Breiðfirðinga I

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Sverrir Jakobsson
Verð: 
6900/4900

Þegar Ari fróði settist við skriftir á fyrri hluta 12. aldar beindist áhugi hans sérstaklega að Breiðfirðingum, hans eigin forfeðrum, hlutdeild þeirra í landnáminu og forystu í málefnum héraðsins. Síðan þá hafa Breiðfirðingar alltaf verið í lykilhlutverki í sagnaritun Íslendinga.

Breiðafjörður hefur sérstöðu meðal héraða á Íslandi hvað varðar stjórnmál, menningu og atvinnuhætti. Þar hefur sjórinn verið þjóðbraut fremur en farartálmi, samnefnari og tenging fremur en sundrandi afl.

Í þessari bók ræður sú sýn að byggðir við fjörðinn myndi heild. Hér segir frá höfðingjum og lærdómsmönnum eins og Ara en einnig bændum, konum, húskörlum og ambáttum, pólitískri sögu þeirra, lífsháttum og afkomu. Útkoman er saga sem aldrei hefur verið sögð áður.

Sverrir Jakobsson er prófessor í miðaldasögu við Háskóla Íslands. Eftir hann hafa áður komið út bókin Við og veröldin. Heimsmynd Íslendinga 1100–1400 og fræðileg útgáfa Hákonar sögu Hákonarsonar.

Blaðsíðufjöldi: 
282
Útgáfuár: 
2015
ISBN: 
978-9935-23-089-8
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201512/U201512K
Stofnanir: 
0

66 Manuscripts from the Arnamagnæan Collection

Verð: 
7500
Háskóli Íslands

In this book are presented descriptions of 66 manuscripts, one for each year Árni Magnússon lived. Half of these 66 are now housed in Copenhagen and the other half in Reykjavík. There are contributions by 35 scholars from eleven countries, each in some way connected to one of the two institutions which bear Árni Magnússon's name. High quality colour photographs complement the texts. Descriptions and pictures of a selection from the many diplomas found in the collection have also been included, along with a comprehensive introduction to Árni Magnússon's life and work and a chapter on book productions in the Middle Ages.

Blaðsíðufjöldi: 
238
Útgáfuár: 
2015
ISBN: 
978-87-635-4264-7
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201510

Sögur af orðum

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Katrín Axelsdóttir
Verð: 
6900
Háskóli Íslands

Beygingakerfi íslensku að fornu og nýju er í megindráttum hið sama. Ýmsar breytingar hafa þó orðið, sumar smávægilegar en aðrar veigameiri. Hér er fjallað um þróun nokkurra fallorða sem eiga það sameiginlegt að beygingin hefur breyst mikið frá elsta skeiði. Athugunarefnin eru sex:

•    Fornafnið hvorgi (nú hvorugur)
•    Fornafnið sjá (nú þessi)
•    Fornafnið einnhverr (nú einhver)
•    Fornöfnin hvortveggi og hvor tveggja
•    Fornöfnin okkar(r), ykkar(r) og yð(v)ar(r)
•    Lýsingarorðið eigin(n)

Á grundvelli allmikils efniviðar er reynt að rekja beygingarþróunina og skýra. Í eftirmála er athygli beint að því sem er líkt (og um leið því sem er ólíkt) í beygingarþróun orðanna. Þar er litið á atriði eins og gerðir áhrifsbreytinga, stefnu breytinga, hugsanleg erlend áhrif, tíma, tíðni og mállýskumun.

Blaðsíðufjöldi: 
684
Útgáfuár: 
2015
ISBN: 
978-9935-23-075-1
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201442

Góssið hans Árna

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Jóhanna Katrín Friðriksdóttir
Verð: 
6490
Háskóli Íslands

 Árið 2009 var handritasafn Árna Magnússonar, sem varðveitt er sameiginlega í Reykjavík og Kaupmannahöfn, tekið upp á varðveisluskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO – minni heimsins. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum efndi af því tilefni til þeirrar fyrirlestraraðar um handritin sem hér kemur út á bók.
Hvert handrit sem fjallað er um er eins og eitt minningarbrot jarðarkringlunnar og í litrófi minninganna er ógrynni til af textum, tónlist og myndefni frá liðnum öldum. Handritin eru frá mismunandi tímum í sögu Íslands og veita margvíslega innsýn í líf og hugðarefni íslendinga fyrr á öldum. Í þeim má finna eftirminnilegar sögur um ævi og örlög Grettis Ásmundarsonar, Gunnars á Hlíðarenda og fleiri hetja, frásagnir af dýrlingum, dýrt kveðin helgikvæði, þulur, sálma og tvísöngslög, lagasöfn, dóma og myndskreytta norræna goðafræði.
Hér eru skinnbækur frá miðöldum en líka yngri pappírshandrit sem handritasafnarinn og prófessorinn Árni Magnússon (1663-1730) safnaði að sér með elju og ákafa frá unga aldri. Einnig er fjallað um bækur sem komust í safnið með öðrum hætti, m.a. merka orðabók Jóns Ólafssonar úr Grunnavík í níu bindum sem hann vann að alla ævi en aldrei varð prentuð auk safnhandrits með þjóðfræðiefni sem almenningur á Íslandi sendi Jóni Sigurðssyni forseta á miðri nítjándu öld.

Blaðsíðufjöldi: 
204
Útgáfuár: 
2014
ISBN: 
978-9979-654-30-8
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201443

Náttúrubarn

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Sturla Friðriksson
Verð: 
4900
Háskóli Íslands

Að Sturlu Friðrikssyni standa sterkir stofnar. Friðrik Jónsson, faðir hans, var guðfræðingur að mennt, en gerði kaupmennsku að ævistarfi sínu og stundaði stórbúskap jafnframt kaupskapnum. Friðrik og Sturla bróðir hans stoðu lengi vel saman að þessum rekstri. Voru þeir oft nefndir Sturlubræður.
Uppeldi sitt hlaut Sturla á ríkmannlegu menningarheimili í Reykjavík. Inn í það uppeldi ófst gildur þáttur þar sem voru kynni hans af búskap og samvistir við íslenska náttúru, en hann dvaldi löngum á sumrin við Laxfoss í Borgarfirði frá æskuárum.
Sturla ber sterkan svip af erfðum sínum og umhverfi. hann er dæmigerður fræðimaður sem er ekkert í ríki vísinda og mennta óviðkomandi. hann er fjölfróðurum flesta þætti tilverunnar á Íslandi frá fornu fari og fram á þennan dag. Býr hann þar að sterkri löngun til að fræðast frá unga aldri, en einnig að því að hafa haft náin kynni af sérfræðingum á mörgum sviðum vísinda frá unga aldri.
Hér rekur Sturla æskuminningar sínar, segir af forfeðrum, samferðamönnum og öðru því sem mótaði þann mann sem við þekkjum í dag.

Blaðsíðufjöldi: 
244
Útgáfuár: 
2014
ISBN: 
978-9935-23-041-6
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201421

Pages

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is