Kilja

Handleiðsla – Til eflingar í starfi

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Sigrún Júlíusdóttir
Verð: 
5990

Í þessari bók fjalla sautján sérfræðingar úr ólíkum faghópum um handleiðslu innan velferðarþjónustu og vinnumarkaðar. Sagt er frá hugmynda- og þekkingar- grunni handleiðslufræða og hlutverki handleiðara. Handleiðari hefur menntun og færni til að hjálpa fagmanni til að laða fram það besta í sjálfum sér, njóta sín í starfi og sækja sér sérhæfingu í takti við þarfir og aðstæður í starfi.

Þessi bók er sú fyrsta sinnar tegundar á íslensku. Auk tengingar við kenningagrunn, sögu og þróun handleiðslu eru kynntar fjölmargar hliðar handleiðsluferlisins, samskipta og stjórn- unar og greint frá forvarnargildi handleiðslu gegn stöðnun og starfsþroti í krefjandi störfum hjúkrunarfræðinga. Hún gagnast sem handbók og er kærkomið kennslu- og fræðsluefni fyrir hjúkrunarfræðinga í heilbrigðisþjónustu og víðar.

Ólafur G. Skúlason hjúkrunarfræðingur, Msc, og fyrrverandi formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Það er fagnaðarefni að út komi fræðibók á íslensku fyrir háskólanema, fagfólk, yfirmenn og stjórnendur á vinnumarkaði. Hér er vönduð umfjöllun um mikilvægi þess að ólíkar starfs- greinar fái stuðning og rými til að öðlast fagþroska. Með fjölbreyttri nálgun í handleiðslu má takast á við streitu, efla vinnustaðamenningu og auka þrótt og vellíðan í starfi.

Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins

Þessi yfirgripsmikla og vandaða bók er fengur sem örugglega verður fagnað af þeim sem sinna handleiðslu. Útkoma hennar er löngu tímabært framtak og sannkölluð gjöf til þeirra sem vilja efla sig í starfi og styrkja aðra til að verða enn betri fagmenn.

Guðfinna Eydal, klínískur sálfræðingur og handleiðari

Í sjúkraþjálfun er gagnsemi handleiðslu í faglegum samskiptum við fjölbreyttan hóp skjól- stæðinga ótvíræð. Þegar tekist er á við líkamlegar hindranir og sálfélagslega áhrifaþætti reynir á mörk og næmi sjúkraþjálfara fyrir skjólstæðingi. Handleiðsla sem fagvernd á erindi til sjúkraþjálfara í námi, starfi og í stjórnun.

Gunnar Önnu Svanbergsson, sjúkraþjálfari, MSc í heilbrigðisvísindum og sérfræðingur hjá Stígandi sjúkraþjálfun

Fyrir hverja er bókin?

Þessari bók er ætlað að mæta brýnni þörf fyrir kennsluefni um handleiðslufræði handa fagfólki og háskólanemendum á sviði uppeldisstarfa, félags-, heilbrigðis- og menntavísinda. Jafnframt getur sú þekking um faghandleiðslu sem hér er að finna gagnast yfirmönnum og stjórnendum á sviði velferðar- þjónustu og í stofnunum atvinnulífs, stjórnunar, þróunar og þjónustu.

 

 

 

Blaðsíðufjöldi: 
258
Útgáfuár: 
2020
ISBN: 
978-9935-23-241-0
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201930

Gagnfræðakver, 5. útgáfa

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Friðrik H. Jónsson og Sigurður J. Grétarsson
Verð: 
4490

í þessu kveri er að finna ýmislegt sem háskólakennarar ætlast til að nemendur þeirra kunni, ýmislegt sem jafnvel skiptir sköpum í námi en er þó sjaldan beinlinis kennt. Fjallað er um námstækni og vinnubrögð í háskóla, bókasöfn, skipulag ritsmíða, ritað mál, orðanotkun, heimildanotkun, þýðingar á erlendu efni, uppsetningu taflna og sitthvað fleira sem huga þarf að í rannsóknavinnu og námi.

Boðskapur kversins er sá að um háskólanám og fræðimennsku gildi eins konar leikreglur sem þeir sem ætla sér þroska eða frama á þeim vettvangi verða að læra, leikreglur sem einnig nýtast í lífinu sjálfu utan háskólaveggjanna, þessar reglur felast sjaldan í skýrt skilgreindri tækni heldur í fremur óljósu en þó almennu samkomulagi um hvað gangi eða borgi sig og hvað ekki. Reynt er að skýra skilmerkilega frá þeim reglum og tækniatriðum sem lítill eða enginn ágreiningur er um og að gefa tóninn um hvað teljist góður smekkur þegar kennimörk eru óljós eða aðferðir fjölbreyttar.

Þetta er 5. útgáfa.

Blaðsíðufjöldi: 
196
Útgáfuár: 
2018
ISBN: 
978-9935-23-197-0
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201833

Almanak Háskóla Íslands 2021

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Þorsteinn Sæmundsson og Gunnlaugur Björnsson
Verð: 
2990

Út er komið Almanak fyrir Ísland 2021 sem Háskóli Íslands gefur út. Þetta er 185. árgangur ritsins. Þorsteinn Sæmunds­son stjörnufræð­ing­ur og Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðingur hjá Raunvísind­a­stofnun Háskólans hafa samið og reiknað almanakið. Ritið er 96 bls. að stærð.

Auk dagatals flytur almanakið margvíslegar upplýsingar, svo sem um sjávarföll og  gang himintungla. Lýst er helstu fyribærum á himni sem frá Íslandi sjást. Í almanakin­u eru stjörnukor­t, kort sem sýnir áttavitaste­fnur á Íslandi og kort sem sýnir tímabelti heimsins. Þar er að finna  yfirlit um hnetti himingeims­ins, mælieining­ar, veðurfar, stærð og mannfjölda allra sjálfstæðra ríkja og tímann í höfuðborg­um­ þeirra. Af nýju efni má nefna grein um gríðarlega fjölgun gervitungla sem breytt gæti ásýnd himinhvolfsins. Fjallað er um þá hnetti sólkerfisins sem flokkast sem dvergreikistjörnur og vikið að þeirri spurningu hvort líf sé á reikistjörnunni Mars. Loks eru í almanakin­u upplýsingar um helstu merkisdaga nokkur ár fram í tímann.

Á heimasíðu almanaksins (almanak.hi.is) geta menn fundið margs konar­­ fróðleik til viðbótar, þar á meðal upplýsingar sem borist hafa eftir að almanakið fór í prentun. 

Á sölusíðu almanaksins (almanak.is) geta menn nálgast almanakið á rafrænu formi.

Háskólaútgáfan annast sölu almanaksins og dreifingu þess til bóksala.  ­Almanakið kemur nú út í 2300 eintökum, en auk þess eru prentuð 1200 eintök sem Þjóðvina­félagið gefur út sem hluta af almanaki sínu með leyfi Háskólans.  

Blaðsíðufjöldi: 
96
Útgáfuár: 
2020
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U202101

Opna svæðið – Tímaritið Birtingur og íslenskur módernismi

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Þröstur Helgason
Verð: 
5900

Opna svæðið: Tímaritið Birtingur og íslenskur módernismi eftir Þröst Helgason varpar ljósi á tímaritið Birting sem kom út á árunum 1955-1968 og gegndi lykilhlutverki við að innleiða módernisma í íslenskar bókmenntir og listsköpun á tímabilinu. Opna svæðið er fyrsta bókin sem gefin er út um þetta mikilvæga tímarit. Birtingur tilheyrir flokki módernískra eða lítilla tímarita sem settu svip sinn á tilurð módernisma víða um heim en hafa hingað til verið órannsökuð hér á landi. Birtingi var ætlað að þjóna sem vettvangur fyrir kynningar á nýjum alþjóðlegum straumum, endurskoðun á viðteknum hefðum og lifandi umræður um nútímabókmenntir og listir. Um leið gefur bókin innsýn í margbrotin átök innan íslensks menningarvettvangs á þessum mikla umbrotatíma. 

Útgefandi: Bókmennta- og listfræðastofnun Háskóla Íslands og Háskólaútgáfan. 

Blaðsíðufjöldi: 
439
Útgáfuár: 
2020
ISBN: 
978-9935-23-239-7
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201621

Verkefnastjórnun og verkfærið MS Project

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Eðvald Möller
Verð: 
6900

Í bókinni Lísa í Undralandi eftir Lewis Carroll fer eftirfarandi samtal fram milli Lísu og kattarins:

Lísa: Getur þú vísað mér veginn?
Kötturinn: Hvert ertu að fara?
Lísa: Ég veit það ekki.
Kötturinn: Þá skiptir ekki máli hvaða leið þú velur, allar leiðir liggja þangað.

Kannanir sýna að 97% fólks eru á sömu leið og Lísa og hafa ekki sett sér skýr markmið. Það er eitt af því sem verkefnastjórar verða að temja sér til að ná árangri. Menn fæðast ekki góðir verkefnastjórar heldur tekur það tíma að afla sér þekkingar og reynslu á sviði verkefnastjórnunar.

Verkefnastjórnun snýst um tíma- og kostnaðarstýringu, breytingastjórnun, fjármálastjórnun og mannauðsstjórnun. Verkefnastjóri þarf að vera gæddur ákveðnum kostum, ekki síst sterkum leiðtogahæfileikum, og geta náð fram því besta í fólki.

Hægt er að afla sér þekkingar á verkefnastjórnun m.a. með því að lesa sér til um hana, bæði í tímaritum og fræðibókum, eða sækja ráðstefnur og námskeið helguð henni. Reynslan fæst á hinn bóginn með því að vinna að sem flestum verkefnum og er þá ekki síður mikilvægt að læra af öðrum.

Þessi bók hjálpar þér að verða betri verkefnastjóri og ná markmiðum þín- um. Með því að lesa hana og leysa þau verkefni sem þar er að finna eykst skilningur þinn á faginu og færni í að nýta þér verkfæri verkefnastjórnunar.

 

Blaðsíðufjöldi: 
298
Útgáfuár: 
2020
ISBN: 
978-9935-23-236-6
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201929

Hugmyndaheimur Páls Briem

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Ragnheiður Kristjánsdóttir og Sverrir Jakobsson
Verð: 
5900

Páll Briem var einn áhrifamesti stjórnmálamaður Íslands á seinni hluta 19. aldar og markaði víða spor í íslensku þjóðlífi þó að hann næði ekki háum aldri. Starfsævi hans spannaði allan seinni hluta Landshöfðingjatímans og er til marks um þá gerjun sem var í íslensku samfélagi á þeim tíma. Ný baráttumál komu til sögunnar til viðbótar við þjóðfrelsisbaráttuna, svo sem áhersla á verklegar framkvæmdir og efnahagslegan viðgang Íslands en einnig aukið lýðræði, jafnrétti kynjanna og meiri pólitíska þátttöku almennings.

Páll vildi lyfta umræðu um framtíð Íslands úr hjólförum stjórnarskrármálsins og átti umdeildasta hugmynd hans, Miðlunin, að vera skref í þá átt. Þar hafði Páll ekki erindi sem erfiði en með nýjum áherslum í stjórnmálaumræðunni og deilum Valtýinga og Heimastjórnarmanna um aldamótin 1900 virtist aftur hafa skapast rými fyrir Pál og sjónarmið hans. Starfsævi Páls er því bitastætt og margslungið viðfangsefni.

Hér skrifa sjö virtir sagnfræðingar um Pál Briem í ljósi sinnar sérþekkingar og er útkoman sagnfræðirit þar sem ferill Páls er greindur út frá ýmsum sjónarhornum. Sjónum er sérstaklega beint að vanmetnu framlagi hans til stjórnmála- og hugmyndasögu Íslendinga.

 

Blaðsíðufjöldi: 
224
Útgáfuár: 
2020
ISBN: 
978-9935-23-205-2
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201835
Stofnanir: 

Við kvikuna

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Kristín Guðrún Jónsdóttir
Verð: 
3900
Örsagan á sér langa hefð í álfunni og sýnir bókin gróskuna og fjölbreytileikann sem hún hefur öðlast í meðförum rithöfunda álfunnar. 
 
Bókin er sýnisbók og geymir alls kyns sögur. Oft er stutt í húmorinn, háðið og fantasíuna, stundum vilja sögurnar bíta og koma við kvikuna. Í Hugvarpi – hlaðvarpi Hugvísindasviðs Háskóla Íslands má fá nasasjón af örsögum bókarinnar. Þær eru 156 talsins eftir 49 höfunda frá Rómönsku-Ameríku, sú elsta er frá 1893 og sú yngsta frá 2014.
 
Kristín Guðrún Jónsdóttir valdi sögurnar, þýddi og skrifaði inngang. Ritstjóri var Ásdís R. Magnúsdóttir. 
 
Útgefandi bókarinnar er Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Háskólaútgáfan sér um dreifingu hennar.
Blaðsíðufjöldi: 
222
Útgáfuár: 
2020
ISBN: 
978-9935-23-238-0
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U202004

Frá sál til sálar: Ævi og verk Guðmundar Finnbogasonar sálfræðings

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Jörgen L. Pind
Verð: 
5900

Þegar vér virðum vel fyrir oss form hluta eða hreyfingar þeirra, eða hlustum með óskiptri athygli á hljóð, þá vaknar löngum hjá oss hneigð til að líkja eftir því sem vér sjáum eða heyrum, líkja eftir því með vöðvahreyfingum sem verða í líkömum vorum.

Þannig lýsti Guðmundur Finnbogason (1873–1944) kjarnanum í merkilegri kenn­ ingu sinni um samúðarskilninginn sem fjallar um „þær brautir er virðast liggja frá sál til sálar“. Er hún vafalítið ein frumlegasta kenning íslensks sálfræðings og bók hans Den sympatiske Forstaaelse sígilt rit í sögu norrænnar sálfræði.

Hér segir frá ævi og verkum Guðmundar. Sérstaklega er vikið að sálfræðilegum hugmyndum hans og þá ekki síst kenningunni um samúðarskilninginn sem oft hef­ ur verið misskilin. Bókin er sérstök að því leyti að kafað er dýpra í hugmyndaheim Guðmundar en vant er í íslenskum ævisögum. Hugað er að því hvert hann sótti innblástur í verk sín, að viðtökum sem þau fengu og gildi þeirra nú.

Bókin rekur einnig merkilegt framlag Guðmundar til íslenskra menntamála en hann var aðalhöfundur laga um alþýðufræðslu sem samþykkt voru á Alþingi árið 1907 og marka upphaf skólaskyldu á Íslandi. Í uppeldisritum sínum lagði Guðmundur megináherslu á að menntunin yrði að fylgja „þróunarlögum barnssálarinnar“. Með því kvað við nýjan tón í umræðum um menntamál hér á landi.

Í bókinni er dregin upp minnisstæð mynd af bláfátækum sveitapilti sem braust frá smalaprikinu til æðstu mennta og tókst það ætlunarverk sitt að „setjast á bekk með“ merkum sálfræðingum á fyrri helmingi 20. aldar, þótt hann mætti stundum litlum skilningi meðal landa sinna. Þrátt fyrir mótlæti á stundum gekk Guðmundur að hverju verki með hita og fjöri eins og víða sér stað í umfjöllun höfundar.

Bókin kemur nú út í endurskoðaðri útgáfu.

 

Blaðsíðufjöldi: 
468
Útgáfuár: 
2020
ISBN: 
978-9935-23-237-3
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U202008

Hernaðarlist meistara Sun

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Geir Sigurðsson
Verð: 
4900

Hernaðarlist Meistara Sun, eða á frummálinu Sunzi bingfa 孫子兵法, er eitt rómaðasta og víðlesnasta fornrit Kínverja. Bein áhrif þess á hernaðartækni Kínverja og þjóðanna í kring í tímanna rás verða vart ofmetin. Inntak ritsins endurspeglar einnig almennari „strategíska“ hugsun Kínverja sem beitt hefur verið á fjöl­mörgum sviðum daglegs lífs, til dæmis í stjórn­málum, viðskiptum og jafnvel kænskubrögðum sem tengjast ástum.

Þýðing Geirs Sigurðssonar sem hér birtist er fyrsta íslenska þýðingin úr fornkínversku og er frumtextinn birtur við hlið þýðingarinnar. Við þýð­inguna hefur Geir ritað fjölmargar skýringar og ítarlegan inngang þar sem ritið er sett í sögulegt samhengi og gerð grein fyrir heimspekinni sem bæði birtist og leynist í textanum.

Ritstjóri bókarinnar: Rebekka Þráinsdóttir

Ritnefnd SVF: Ásdís R. Magnúsdóttir og Rebekka Þráinsdóttir

Blaðsíðufjöldi: 
146
Útgáfuár: 
2020
ISBN: 
978-9935-23-213-7
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201905

Af neista verður glóð

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Halldór S. Guðmundsson og Sigrún Harðardóttir
Verð: 
5900

Dr. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, er frumkvöðull sem sett hefur mark sitt á þróun íslensks samfélags og velferðarmála, bæði á hinum starfstengda vettvangi og á sviði fræðaiðkunar. Rannsóknarsvið hennar er víðfeðmt og spannar m.a. fjölskyldumál og samskipti, barna- og fjölskylduvernd og rannsóknir og þróun í félagsráðgjöf ásamt faghandleiðslu. Eftir hana liggur fjöldi bóka og bókarkafla, ritrýndra greina og annað fræðilegt efni. Að auki hefur Sigrún ritað fjölmargar greinar og unnið fræðsluefni ætlað almenningi.

Af neista verður glóð er greinasafn sem gefið er út Sigrúnu til heiðurs. Í fyrri hluta þess eru átta almennar greinar þar sem fjallað er um mikilvægi tengsla, þróun úrræða í félagsþjónustu, skólafélagsráðgjöf, réttarfélagsráðgjöf og forvarnir og einnig um deigluna, söguna og samstöðuna í fagi og fræðum félagsráðgjafar. Í síðari hlutanum eru ellefu ritrýndar fræðigreinar þar sem einkum er varpað ljósi á barnavernd, fjölskyldustefnu, skólastarf, fjölskyldumeðferð, skilnaðarmál, handleiðslu, fagþróun og vinnuaðferðir.

Bókin nýtist einkum félagsráðgjöfum og öðru fagfólki í heilbrigðis- og velferðarþjónustu, nemendum í félagsráðgjöf, sem og öðru áhugafólki um viðfangsefni félagsráðgjafar.

 

Blaðsíðufjöldi: 
302
Útgáfuár: 
2020
ISBN: 
978-9935-23-219-9
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201912

Pages

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is