Byrjendalæsi

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Rúnar Sigþórsson og Gretar L. Marinósson

Byrjendalæsi er aðferð sem tekin hefur verið upp við eflingu læsis í fyrsta og öðrum bekk margra íslenskra grunnskóla í samstarfi við miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Í Byrjendalæsi er þekkingu á læsi og læsiskennslu og fjölbreyttum aðferðum við skapandi læsisnám fléttað saman við starfsþróun og leiðsögn kennara. Markmiðið er að efla hæfni þeirra til læsiskennslu þar sem tekið er mið af margbreytilegum þörfum nemenda. 

Útgáfuár: 
2018
Blaðsíðufjöldi: 
472
ISBN: 
978-9935-23-161-1
Verknúmer: 
U201724
Verð: 
5900

Frelsi, menning framför

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Úlfar Bragason

 Frelsi, menning framför fjallar hins vegar um allar þær heimildir sem Jón Halldórsson lét eftir sig: kvæði, greinar, dagbók, æviágrip, bréf og ljósmyndir og er auk þess reist á öðru sem tekist hefur að grafa upp um lífshlaup hans. Jón var meðal fyrstu Íslendinganna sem fluttu til Fyrirheitna landsins og bjó lengst af í Nebraska. Bókin gerir grein fyrir þeim hugmyndum sem vesturfaranir höfðu um Ameríku, þær forsendur sem Jón Halldórsson taldi sig hafa til frambúðar á Íslandi og væntingar sem hann hafði með því að létta heimdraganum.

Útgáfuár: 
2017
Blaðsíðufjöldi: 
294
ISBN: 
978-9935-23-159-8
Verknúmer: 
U201722
Verð: 
5900

Ójöfnuður á Íslandi

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Stefán Ólafsson og Arnaldur Sölvi Kristjánsson

Ójöfnuður á Íslandi fjallar um hvernig tekju- og eignaskipting á Íslandi þróaðist frá millistríðsárunum til samtímans. Sýnt er hversu ójafnt tekjur og eignir skiptust fyrir stríð en urðu svo mun jafnari á eftirstríðsárunum. Í um hálfa öld voru Íslendingar, ásamt öðrum norrænum þjóðum, með einna jöfnustu tekjuskiptingu sem þekktist í heiminum. Þjóðfélagið tók síðan stakkaskiptum með verulegri aukningu ójafnaðar á rúmum áratug fram að hruni fjármálakerfisins árið 2008.

Útgáfuár: 
2017
Blaðsíðufjöldi: 
460
ISBN: 
978-9935-23-129-1
Verknúmer: 
U201627
Verð: 
6900

Listir og menning sem meðferð _ íslensk söfn og alzheimer

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Halldóra Arnardóttir

Bókin Listir og menning sem meðferð: íslensk söfn og Alzheimer opnar fyrir jákvæða umfjöllun um Alzheimer-sjúkdóminn og kynnir hugmyndir um hvernig nýta megi listir og menningartengda þætti til að byggja upp nýtt samband þess sem þjáist af sjúkdómnum við ástvini sína. Markmið bókarinnar er að aðstoða fjölskyldur og söfn við að styrkja stoðirnar og efla núvitundina og auka lífsgæði þeirra sem búa við Alzheimer-sjúkdóminn. Sjúkdómurinn sviptir einstaklinginn sjálfsmeðvitundinni smá saman sem listir ná að draga fram aftur.

Útgáfuár: 
2017
Blaðsíðufjöldi: 
156
ISBN: 
978-9935-23-153-6
Verknúmer: 
U201713
Verð: 
5900

Málheimar - Sitthvað um málstefnu og málnotkun

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Ari Páll Kristinsson

Þessi bók fjallar um málstefnu og málnotkun. Íslenskt mál og málsam- félag kemur þar mikið við sögu en markmið höfundar er að lesandinn sjái það ekki aðeins frá íslenskum sjónarhóli enda á margt í íslenskri málstefnu og málstýringu hliðstæður annars staðar í heiminum.

Útgáfuár: 
2017
Blaðsíðufjöldi: 
214
ISBN: 
978-9935-23-150-5
Verknúmer: 
U201704
Verð: 
4300

Inngangur að skipulagsrétti

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Aðalheiður Jóhannsdóttir

Inngangur að skipulagsrétti er fyrsta heildstæða ritið sem fjallar um íslenskan skipulagsrétt sem sjálf­stætt réttarsvið. Í bókinni er meðal annars fjallað um skipulagsskyldu, stjórnvöld skipulagsmála, tegundir skipulagsáætlana, málsmeðferð við gerð þeirra, grenndarkynn­
ingu, framkvæmdaleyfi, bótaábyrgð og endurskoðun ákvarðana. Sér­stakur kafli er helgaður lögmæltum skipulagsskilyrðum og ­sjónarmiðum sem er að finna í öðrum lögum en skipulagslögum. Einnig er fjallað
 um ákveðna lykildóma Hæstaréttar, hundruð úrskurða úrskurðarnefnda og álit umboðsmanns Alþingis.

Útgáfuár: 
2017
Blaðsíðufjöldi: 
344
ISBN: 
978-9935-23-140-6
Verknúmer: 
U201636
Verð: 
8400

Leikum, lærum, lifum

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Kristín Karlsdóttir og Anna Magnea Hreinsdóttir

Í opinberri menntastefnu á Íslandi er lögð áhersla á að leikur sé helsta námsleið leikskólabarna. Um leið er leikurinn frjáls og hefur tilgang í sjálfum sér.
Í þessari bók er greint frá starfendarannsóknum sem gerðar voru hér á landi til að varpa ljósi á hvernig leikskólakennarar geti náð því markmiði að tengja leik við námssvið leikskólans og grunnþætti menntunar sem sett eru fram í aðal- námskrá leikskóla. Lýst er starfendarannsóknum í fimm leikskólum en þær snerust um vellíðan, sköpun, lýðræði, sjálfbærni og læsi.

Útgáfuár: 
2016
Blaðsíðufjöldi: 
271
ISBN: 
978-9935-23-125-3
Verknúmer: 
U201616
Verð: 
5900

Reykholt - the Church Excavations

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Guðrún Sveinbjarnardóttir

Reykholt í Borgarfirði er þekktast fyrir búsetu Snorra Sturlusonar þar á fyrra helmingi 13. aldar, en var líklega höfðingjasetur frá upphafi byggðar þar. Reykholt varð einn af hinum fyrstu stöðum snemma á 12. öld og var þá einnig goðorð. Í bókinni er fjallað um fornleifarannsóknir á gamla kirkjustæðinu og farið yfir byggingarsöguna þar frá um 1000 fram á 19. öld.

Útgáfuár: 
2016
Blaðsíðufjöldi: 
320
ISBN: 
978-9935-23-117-8
Verknúmer: 
U201612
Verð: 
6990

Landnám Íslands

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Gunnar Karlsson

Landnám Íslands er annað bindið í ritröð Gunnars Karlssonar, Handbók í íslenskri miðaldasögu. Fyrsta bindið, Inngangur að miðöldum, kom út árið 2007, hið þriðja, Lífsbjörg Íslendinga frá 10. öld til 16. aldar, árið 2009.

Útgáfuár: 
2016
Blaðsíðufjöldi: 
480
ISBN: 
978-9935-23-113-0
Verknúmer: 
U201608
Verð: 
6900

Almanak HÍ 2017

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Þorsteinn Sæmundsson og Gunnlaugur Björnsson

Út er komið Almanak fyrir Ísland 2017 sem Háskóli Íslands gefur út. Þetta er 181. árgangur ritsins. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur og Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans hafa samið og reiknað almanakið. Ritið er 96 bls. að stærð.

Útgáfuár: 
2016
Blaðsíðufjöldi: 
96
Verknúmer: 
U201700
Verð: 
2590
Syndicate content