Almennt efni

Almanak HÍ 2018

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Þorsteinn Sæmundsson og Gunnlaugur Björnsson

Auk dagatals flytur almanakið margvíslegar upplýsingar, svo sem um sjávarföll og  gang himintungla. Lýst er helstu fyribærum á himni sem frá Íslandi sjást. Í almanakinu eru stjörnukort, kort sem sýnir áttavitastefnur á Íslandi og kort sem sýnir tímabelti heimsins. Þar er að finna  yfirlit um hnetti himingeimsins, mælieiningar, veðurfar, stærð og mannfjölda allra sjálfstæðra ríkja og tímann í höfuðborgum þeirra. Af nýju efni má nefna grein um segulsvið jarðar, orsakir þess og margvísleg áhrif.

Útgáfuár: 
2017
Blaðsíðufjöldi: 
182
ISBN: 
977-1022-852-00-7
Verknúmer: 
U201800
Verð: 
2590

Snert á arkitektúr

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Sigrún Alba Sigurðardóttir og Daniel Reuter

Snert á arkitektúr fjallar um arkitektúr í samtímanum; hlutverk arkitekta, hugmyndir og verk íslenskra arkitekta, virkni arkitektúrs og áhrif hans á náttúru, umhverfi, samfélag, samskipti og hegðun fólks.

Útgáfuár: 
2017
Blaðsíðufjöldi: 
104
ISBN: 
978-9935-23-142-0
Verknúmer: 
U201705
Verð: 
4600

Fléttur IV

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Irma Erlingsdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Sigrún Alba Sigurðardóttir og Sólveig Anna Bóasdóttir

Fjórða hefti ritraðar RIKK er tileinkað ömmum og langömmum. Í greinunum eru sagðar sögur kvenna sem lifðu þann tíma þegar nútíminn hóf innreið sína á Íslandi og ljósi varpað á hugmyndaheim þeirra, stöðu og aðstæður og framlag til þróunar nútímasamfélags á Íslandi. Fræðimenn af óíkum sviðum, s.s. sagnfræði, guðfræði, félagsfræði, stjórnmálafræði og bókmenntafræði, setja lífshlaup formæðra sinna í samhengi við samfélagsgerðina sem, hvað sem borgaralegum réttindum leið, takmarkaði möguleika þeirra til þáttöku í opinberu lífi og um leið til sjálfstæðis og frelsis.

Útgáfuár: 
2016
Blaðsíðufjöldi: 
316
ISBN: 
978-9935-23-112-3
Verknúmer: 
U201606
Verð: 
5900

Ásýnd heimsins - Um listir og fagurfræði í hugmyndaheimi nútímans

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Gunnar J. Árnason

Hugmyndaheimur nútímans er stöðugt í deiglunni og erfitt að henda reiður á öllum þeim ólíku hræringum í vísindum, heimspeki, stjórnmálum og siðfræði sem móta hann. Hvaða þátt hafa listir gegnt í þeirri mótun? Standa listamenn hjá sem áhorfendur að sjónarspili samtímans eða eru verk þeirra þýðingarmikill áhrifavaldur í lífi okkar?

Útgáfuár: 
2017
Blaðsíðufjöldi: 
364
ISBN: 
978-9935-23-141-3
Verknúmer: 
U201638
Verð: 
6900

Umskipulag bæja

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Guðmundur Hannesson

Um skipulag bæja er fyrsta fræðilega ritið um skipulagsmál á íslensku og í raun hornsteinn íslensks skipulags. Umfjöllun Guðmundar Hannessonar um uppbyggingu bæja á Íslandi, greining hans á staðháttum og aðstæðum íbúanna og tillögur að skipulagi bæja eiga jafn vel við nú og þegar textinn birtist fyrst fyrir 100 árum.

Útgáfuár: 
20147
Blaðsíðufjöldi: 
136
ISBN: 
978-9935-23-120-8
Verknúmer: 
U201631
Verð: 
2900

Andvari 2016, 141. árg.

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Gunnar Stefánsson

Efni þessa  árgangs:
Aðalgreinin  er æviágrip Ólafs Björnssonar, prófessors í hagfræði og alþingismanns eftir Hannes Hólmstein Gissurarson.

Útgáfuár: 
2016
Blaðsíðufjöldi: 
160
ISBN: 
00258-3771
Verknúmer: 
U201643
Verð: 
2950

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags 2017

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Þorsteinn Sæmundsson, Gunnlaugur Björnsson og Jón Árni Friðjónsson

Auk dagatals flytur almanakið margvíslegar upplýsingar, svo sem um sjávarföll og  gang himintungla. Lýst er helstu fyribærum á himni sem frá Íslandi sjást. Í almanakinu eru stjörnukort, kort sem sýnir áttavitastefnur á Íslandi og kort sem sýnir tímabelti heimsins. Þar er að finna  yfirlit um hnetti himingeimsins, mælieiningar, veðurfar, stærð og mannfjölda allra sjálfstæðra ríkja og tímann í höfuðborgum þeirra. Af nýju efni má nefna grein um svonefndar þyngdarbylgjur sem vísindamönnum hefur tekist að mæla og opna nýja sýn á alheiminn.

Útgáfuár: 
2016
Blaðsíðufjöldi: 
180
ISBN: 
978-9935-23-068-3
Verknúmer: 
U201701
Verð: 
2790

Íslensk klausturmenning á miðöldum

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Haraldur Bernharðsson

Út er komin hjá Miðaldastofu Háskóla Íslands og Háskólaútgáfunni bókin Íslensk klausturmenning á miðöldum með greinum níu fræðimanna um ýmsar hliðar klausturmenningar á Íslandi á miðöldum. Greinarnar eru allar byggðar á fyrirlestraröð Miðaldastofu um þetta efni. Bókin er alls 317 blaðsíður og efni hennar sem hér segir:

Gottskálk Jensson
Íslenskar klausturreglur og libertas ecclesie á ofanverðri 12. öld

Margaret Cormack
Monastic Foundations and Foundation Legends

Sverrir Jakobsson
Frá Helgafellsklaustri til Stapaumboðs

Útgáfuár: 
2016
Blaðsíðufjöldi: 
316
ISBN: 
978-9935-23-124-6
Verknúmer: 
U201624
Verð: 
6900

Ritið 2 2016

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Guðrún Elsa Bragadóttir og Kristín Svava Tómasdóttir

Nýjasta hefti Ritsins er ætlað að vekja athygli íslenskra lesenda á klámi sem verðugu viðfangsefni hugvísinda, sem hægt er að nálgast úr ólíkum áttum. Ritstjórar eru Kristín Svava Tómasdóttir og Guðrún Elsa Bragadóttir.

Útgáfuár: 
2016
Blaðsíðufjöldi: 
208
ISBN: 
1670-0139
Verknúmer: 
U201637
Verð: 
3250

Lóðrétt rannsókn - Ódauðleg verk áhugaleikhúss atvinnumanna 2005–2015

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Steinunn Knútsdóttir

Í þessari bók varpar Steinunn Knútsdóttir, sviðslistakona, persónlegu ljósi á tíu ára sögu Áhugaleikhúss atvinnumanna. Hún rekur tilurð leikverkanna fimm sem saman mynda kvintólógíuna „Ódauðleg verk“, en í þeim er sviðslistaforminu beitt sem sjálfstæðum miðli í ljóðrænni rannsókn á mannlegu eðli. Steinunn kryfur hvert og eitt verk út frá samhengi þess, aðferðum og erindi og veitir lesandanum innsýn í menningarpólitískan jarðveg verkanna. Enn fremur kynnir hún hér afstöðu leikhópsins til starfsumhverfis sviðslista á Íslandi.

Útgáfuár: 
2016
Blaðsíðufjöldi: 
216
ISBN: 
978-9935-23-128-4
Verknúmer: 
U201614
Verð: 
6900
Syndicate content