Almennt efni

Fléttur IV

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Irma Erlingsdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Sigrún Alba Sigurðardóttir og Sólveig Anna Bóasdóttir

Fjórða hefti ritraðar RIKK er tileinkað ömmum og langömmum. Í greinunum eru sagðar sögur kvenna sem lifðu þann tíma þegar nútíminn hóf innreið sína á Íslandi og ljósi varpað á hugmyndaheim þeirra, stöðu og aðstæður og framlag til þróunar nútímasamfélags á Íslandi. Fræðimenn af óíkum sviðum, s.s. sagnfræði, guðfræði, félagsfræði, stjórnmálafræði og bókmenntafræði, setja lífshlaup formæðra sinna í samhengi við samfélagsgerðina sem, hvað sem borgaralegum réttindum leið, takmarkaði möguleika þeirra til þáttöku í opinberu lífi og um leið til sjálfstæðis og frelsis.

Útgáfuár: 
2016
Blaðsíðufjöldi: 
316
ISBN: 
978-9935-23-112-3
Verknúmer: 
U201606
Verð: 
5900

Ásýnd heimsins - Um listir og fagurfræði í hugmyndaheimi nútímans

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Gunnar J. Árnason

Hugmyndaheimur nútímans er stöðugt í deiglunni og erfitt að henda reiður á öllum þeim ólíku hræringum í vísindum, heimspeki, stjórnmálum og siðfræði sem móta hann. Hvaða þátt hafa listir gegnt í þeirri mótun? Standa listamenn hjá sem áhorfendur að sjónarspili samtímans eða eru verk þeirra þýðingarmikill áhrifavaldur í lífi okkar?

Útgáfuár: 
2017
Blaðsíðufjöldi: 
364
ISBN: 
978-9935-23-141-3
Verknúmer: 
U201638
Verð: 
6900

Umskipulag bæja

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Guðmundur Hannesson

Um skipulag bæja er fyrsta fræðilega ritið um skipulagsmál á íslensku og í raun hornsteinn íslensks skipulags. Umfjöllun Guðmundar Hannessonar um uppbyggingu bæja á Íslandi, greining hans á staðháttum og aðstæðum íbúanna og tillögur að skipulagi bæja eiga jafn vel við nú og þegar textinn birtist fyrst fyrir 100 árum.

Útgáfuár: 
20147
Blaðsíðufjöldi: 
136
ISBN: 
978-9935-23-120-8
Verknúmer: 
U201631
Verð: 
2900

Andvari 2016, 141. árg.

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Gunnar Stefánsson

Efni þessa  árgangs:
Aðalgreinin  er æviágrip Ólafs Björnssonar, prófessors í hagfræði og alþingismanns eftir Hannes Hólmstein Gissurarson.

Útgáfuár: 
2016
Blaðsíðufjöldi: 
160
ISBN: 
00258-3771
Verknúmer: 
U201643
Verð: 
2950

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags 2017

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Þorsteinn Sæmundsson, Gunnlaugur Björnsson og Jón Árni Friðjónsson

Auk dagatals flytur almanakið margvíslegar upplýsingar, svo sem um sjávarföll og  gang himintungla. Lýst er helstu fyribærum á himni sem frá Íslandi sjást. Í almanakinu eru stjörnukort, kort sem sýnir áttavitastefnur á Íslandi og kort sem sýnir tímabelti heimsins. Þar er að finna  yfirlit um hnetti himingeimsins, mælieiningar, veðurfar, stærð og mannfjölda allra sjálfstæðra ríkja og tímann í höfuðborgum þeirra. Af nýju efni má nefna grein um svonefndar þyngdarbylgjur sem vísindamönnum hefur tekist að mæla og opna nýja sýn á alheiminn.

Útgáfuár: 
2016
Blaðsíðufjöldi: 
180
ISBN: 
978-9935-23-068-3
Verknúmer: 
U201701
Verð: 
2790

Íslensk klausturmenning á miðöldum

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Haraldur Bernharðsson

Út er komin hjá Miðaldastofu Háskóla Íslands og Háskólaútgáfunni bókin Íslensk klausturmenning á miðöldum með greinum níu fræðimanna um ýmsar hliðar klausturmenningar á Íslandi á miðöldum. Greinarnar eru allar byggðar á fyrirlestraröð Miðaldastofu um þetta efni. Bókin er alls 317 blaðsíður og efni hennar sem hér segir:

Gottskálk Jensson
Íslenskar klausturreglur og libertas ecclesie á ofanverðri 12. öld

Margaret Cormack
Monastic Foundations and Foundation Legends

Sverrir Jakobsson
Frá Helgafellsklaustri til Stapaumboðs

Útgáfuár: 
2016
Blaðsíðufjöldi: 
316
ISBN: 
978-9935-23-124-6
Verknúmer: 
U201624
Verð: 
6900

Ritið 2 2016

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Guðrún Elsa Bragadóttir og Kristín Svava Tómasdóttir

Nýjasta hefti Ritsins er ætlað að vekja athygli íslenskra lesenda á klámi sem verðugu viðfangsefni hugvísinda, sem hægt er að nálgast úr ólíkum áttum. Ritstjórar eru Kristín Svava Tómasdóttir og Guðrún Elsa Bragadóttir.

Útgáfuár: 
2016
Blaðsíðufjöldi: 
208
ISBN: 
1670-0139
Verknúmer: 
U201637
Verð: 
3250

Lóðrétt rannsókn - Ódauðleg verk áhugaleikhúss atvinnumanna 2005–2015

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Steinunn Knútsdóttir

Í þessari bók varpar Steinunn Knútsdóttir, sviðslistakona, persónlegu ljósi á tíu ára sögu Áhugaleikhúss atvinnumanna. Hún rekur tilurð leikverkanna fimm sem saman mynda kvintólógíuna „Ódauðleg verk“, en í þeim er sviðslistaforminu beitt sem sjálfstæðum miðli í ljóðrænni rannsókn á mannlegu eðli. Steinunn kryfur hvert og eitt verk út frá samhengi þess, aðferðum og erindi og veitir lesandanum innsýn í menningarpólitískan jarðveg verkanna. Enn fremur kynnir hún hér afstöðu leikhópsins til starfsumhverfis sviðslista á Íslandi.

Útgáfuár: 
2016
Blaðsíðufjöldi: 
216
ISBN: 
978-9935-23-128-4
Verknúmer: 
U201614
Verð: 
6900

Reykholt - the Church Excavations

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Guðrún Sveinbjarnardóttir

Reykholt í Borgarfirði er þekktast fyrir búsetu Snorra Sturlusonar þar á fyrra helmingi 13. aldar, en var líklega höfðingjasetur frá upphafi byggðar þar. Reykholt varð einn af hinum fyrstu stöðum snemma á 12. öld og var þá einnig goðorð. Í bókinni er fjallað um fornleifarannsóknir á gamla kirkjustæðinu og farið yfir byggingarsöguna þar frá um 1000 fram á 19. öld.

Útgáfuár: 
2016
Blaðsíðufjöldi: 
320
ISBN: 
978-9935-23-117-8
Verknúmer: 
U201612
Verð: 
6990

Almanak HÍ 2017

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Þorsteinn Sæmundsson og Gunnlaugur Björnsson

Út er komið Almanak fyrir Ísland 2017 sem Háskóli Íslands gefur út. Þetta er 181. árgangur ritsins. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur og Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans hafa samið og reiknað almanakið. Ritið er 96 bls. að stærð.

Útgáfuár: 
2016
Blaðsíðufjöldi: 
96
Verknúmer: 
U201700
Verð: 
2590
Syndicate content