Almennt efni

Esterarbók

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Jón Rúnar Gunnarsson

JÓN RÚNAR GUNNARSSON (1940–2013) var í hópi þeirra sem unnu að nýju Biblíuþýðingunni sem kom út árið 2007. Esterarbók er ein þeirra bóka sem Jón þýddi. Fræðilegar forsendur þeirrar þýðingar er meginefni þessarar nýju bókar. Þar er gerð grein fyrir þýðingunni, ástæður breytinga raktar, þær studdar rökum með tilvísun til annarra þýðinga og fræðilegrar umfjöllunar. Í rækilegum menningarsögulegum inngangi er m.a. gerð grein fyrir stað og tíma Esterarbókar og hún staðsett meðal annarra bóka Biblíunnar. Auk þess er sjálf þýðingin birt.

Útgáfuár: 
2017
Blaðsíðufjöldi: 
190
ISBN: 
978-9935-23-168-0
Verknúmer: 
U201711
Verð: 
5900

Gripla XXVIII

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Emily Lethbridge og Rósa Þorsteinsdóttir

Gripla 2017 inniheldur átta fræðigreinar (fjórar á íslensku og fjórar á ensku) og eina textaútgáfu. Viðfangsefni greinanna er fjölbreytt og tilheyrir mörgum sviðum: þjóðfræði, bókmenntafræði, handritafræði, svo og sögu íslensks máls.

Útgáfuár: 
2017
Blaðsíðufjöldi: 
262
ISBN: 
978-9979-654-44-5
Verknúmer: 
U201738
Verð: 
4500

Andvari 2017

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Gunnar Stefánsson

Aðalgrein Andvara í ár fjallar um Björn Þorsteinsson sagnfræðing og er hún samin af  Gunnari F. Guðmundssyni sagnfræðingi. Björn var tímamótamaður í fræðigrein sinni á Íslandi, nálgaðist sögu þjóðarinnar með öðrum hætti en fyrri fræðimenn, út frá þjóðfélagsþróun fremur en  ævisögum einstakra forustumanna. Einkum fjallaði hann um sögu fyrri alda og ekki síst erlend áhrif á Ísland.

Útgáfuár: 
2017
Blaðsíðufjöldi: 
164
ISBN: 
978-9935-23-173-4
Verknúmer: 
U201734
Verð: 
2950

Sakir útkljáðar

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Vilhelm Vilhelmsson

Vinnuhjú strjúka úr vist sinni vegna sultar og illrar meðferðar. Hjón skilja sökum ósamlyndis og framhjáhalds. Nágrannar kíta um jarðamörk og hvalreka. Jarðeigandi kallar leiguliða sinn ábátt og hlýtur svívirðingar fyrir. Þetta er meðal þess efnis sem finna má í sáttabók Miðfjarðarumdæmis frá árunum 1799-1865. Bókin veitir merkilega innsýn í líf og hagi alþýðufólks á Íslandi á nítjándu öld. Þar birtast leiðir almennings til þess að leysa úr ágreiningsmálum og um leið halda friðinn í nærumhverfi sínu án þess að leita að náðir dómstóla.

Útgáfuár: 
2017
Blaðsíðufjöldi: 
218
ISBN: 
978-9935-23-170-3
Verknúmer: 
U201725
Verð: 
4900

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags 2018

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Þorsteinn Sæmundsson, Gunnlaugur Björnsson og Jón Árni Friðjónsson

Auk dagatals flytur almanakið margvíslegar upplýsingar, svo sem um sjávarföll og  gang himintungla. Lýst er helstu fyribærum á himni sem frá Íslandi sjást. Í almanakinu eru stjörnukort, kort sem sýnir áttavitastefnur á Íslandi og kort sem sýnir tímabelti heimsins. Þar er að finna  yfirlit um hnetti himingeimsins, mælieiningar, veðurfar, stærð og mannfjölda allra sjálfstæðra ríkja og tímann í höfuðborgum þeirra. Af nýju efni má nefna grein um segulsvið jarðar, orsakir þess og margvísleg áhrif.

Útgáfuár: 
2017
Blaðsíðufjöldi: 
192
ISBN: 
978-9935-23-175-8
Verknúmer: 
U201803
Verð: 
2890

Frelsi, menning framför

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Úlfar Bragason

 Frelsi, menning framför fjallar hins vegar um allar þær heimildir sem Jón Halldórsson lét eftir sig: kvæði, greinar, dagbók, æviágrip, bréf og ljósmyndir og er auk þess reist á öðru sem tekist hefur að grafa upp um lífshlaup hans. Jón var meðal fyrstu Íslendinganna sem fluttu til Fyrirheitna landsins og bjó lengst af í Nebraska. Bókin gerir grein fyrir þeim hugmyndum sem vesturfaranir höfðu um Ameríku, þær forsendur sem Jón Halldórsson taldi sig hafa til frambúðar á Íslandi og væntingar sem hann hafði með því að létta heimdraganum.

Útgáfuár: 
2017
Blaðsíðufjöldi: 
294
ISBN: 
978-9935-23-159-8
Verknúmer: 
U201722
Verð: 
5900

Katrínarsaga

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Bjarni Ólafsson og Þorbjörg Helgadóttir

Hér birtast þrír textar sem allir fjalla um heilaga Katrínu. Sagan um hana varð til í Austurlöndum á sjöttu eða sjöundu öld og upphaflega skrifuð á grísku. Síðan var hún þýdd á latínu og ýmsar evrópskar þjóðtungur, þar á meðal á íslensku. Íslenska þýðingin er varðveitt í heilu lagi í handriti frá miðri 15. öld og í brotum frá miðri 14. öld til 1500.

Útgáfuár: 
2017
Blaðsíðufjöldi: 
150
ISBN: 
978-9979-654-41-4
Verknúmer: 
U201733
Verð: 
5200

Íslenska lopapeysan – uppruni, saga og hönnun

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Ásdís Jóelsdóttir

Íslenska lopapeysan – uppruni, saga og hönnun byggir á víðtækri rannsókn á rituðum heimildum, ljósmyndum og viðtölum við fjölda aðila. Um er að ræða ritrýnda útgáfu og er það í fyrsta skipti sem gefið er út ritrýnt fræðirit í textílgreininni. Höfundur bókarinnar, Ásdís Jóelsdóttir, er lektor í textíl við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Bókin, sem er 300 blaðsíður, er ríkulega myndskreytt og tilvalin gjafabók auk þess sem henni fylgir úrdráttur á ensku.

Útgáfuár: 
2017
Blaðsíðufjöldi: 
306
ISBN: 
978-9935-23-132-1
Verknúmer: 
U201629
Verð: 
6900

Ritið:2/2017

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Rannveig Sverrisdóttir og Ásta Kristín Benediktsdóttir
Útgáfuár: 
2017
Blaðsíðufjöldi: 
198
ISBN: 
978-9935-23-165-9
Verknúmer: 
U201730
Verð: 
3250

Tracks in Sand

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Æsa Sigurjónsdóttir

Út er komin bókin Tracks in Sand: Featuring Modernism in the Work of Sculptor Sigurjón Ólafsson. Í bókinni er fjallað um ýmsa snertifleti danskrar og íslenskrar myndlistarsögu og stöðu Sigurjóns í dönskum myndlistarheimi.

Útgáfuár: 
2017
Blaðsíðufjöldi: 
76
ISBN: 
9789935-23-152-9
Verknúmer: 
U201704
Verð: 
5900
Syndicate content