Heilbrigðisvísindasvið

Við góða heilsu?

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Helga Gottfreðsdóttir og Herdís Sveinsdóttir

Í bókinni Við góða heilsu? Konur og heilbrigði í nútímasamfélagi eru fimmtán kaflar eftir íslenskar og erlendar fræðikonur um heilsufar kvenna. Bókin er innlegg í fræðilega og samfélagslega umræðu um ýmis málefni tengd heilsu og samfélagsstöðu kvenna sem hafa verið ofarlega á baugi í samtímanum. Megináhersla er lögð á að sýna hvernig lífeðlisfræðilegir og félags- og menningarlegir þættir móta viðhorf okkar og hafa áhrif á heilsufar og sjúkdómsmeðferð kvenna.

Bókin skiptist í fjóra efnisflokka:
-Blæðingar og ímynd kvenna
-Barneignir og heilsa

Útgáfuár: 
2012
Blaðsíðufjöldi: 
286
ISBN: 
978-9979-54-972-7
Verknúmer: 
U201221
Verð: 
5900

Iðja, heilsa og velferð

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Guðrún Pálmadóttir og Snæfríður Þóra Egilson

Bókin Iðja, heilsa og velferð: Iðjuþjálfun í íslensku samfélagi fjallar um iðjuþjálfunarfagið. Hér má lesa hvernig iðjuþjálfar hugsa, hvað þeir gera og hvað mótar störf þeirra og faglegar áherslur. Þetta er fyrsta fræðilega ritið um iðjuþjálfun á íslensku og sem lýsir því hvenig alþjóðlegir straumar í faginu, þekking og fræði endurspeglast í íslenskum veruleika.
Bókin gefur innsýn í:

Útgáfuár: 
2011
Blaðsíðufjöldi: 
226
ISBN: 
978-9979-83-492-2
Verknúmer: 
U201106
Verð: 
4300 - kilja

Öryggishandbók Rannsóknarstofunnar

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Sveinbjörn Gizurarson

Starf á rannsóknarstofu krefst þekkingar, nákvæmni og varkárni. Í Öryggishandbók rannsóknarstofunnar er fjall að um umgengni, vinnubrögð og öryggi á rannsóknar stofum. Veitt er innsýn í þær kröfur sem gerðar eru til allra sem þar starfa og greint frá helstu viðbrögðum við óhöppum og slysum. Lögð er áhersla á mikilvægi réttra vinnu bragða við ólíkar aðstæður og nauðsyn þess að nota persónuhlífar og klæðast viðeigandi
fatnaði.

Útgáfuár: 
2010
Blaðsíðufjöldi: 
184
ISBN: 
9789979548744
Verknúmer: 
U201014
Verð: 
ISK 2500 - USD 22 -

Handbók í aðferðafræði og rannsóknum í heilbrigðisvísindum

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Sigríður Halldórsdóttir og Kristján Kristjánsson ritstjórar

Á síðustu árum hefur nemendum í rannsóknartengdu námi í heilbrigðisvísindum fjölgað mikið hér á landi. Ýmis sprotafyrirtæki í lífvísindum sem og stærri líftæknifyrirtæki hafa haslað sér völl og almenningur í landinu hefur verið jákvæður í garð rannsókna á heilbrigðissviði, eins og einstök þátttaka í hinum margvíslegum rannsóknarverkefnum ber vitni um.

Útgáfuár: 
2003
Blaðsíðufjöldi: 
481
ISBN: 
9979-834-38-2
Verknúmer: 
U200413
Verð: 
ISK 3990 - Kilja
Syndicate content