Læknisfræði

Handbók í lyflæknisfræði 4. útgáfa

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Ari J. Jóhannesson, Davíð O. Arnar, Runólfur Pálsson og Sigurður Ólafsson

Fjórða útgáfa Handbókar í lyflæknisfræði hefur tekið miklum breytingum frá síðustu útgáfu sem kom út árið 2006 og hefur notið mikilla vinsælda. Höfuðmarkmið með útgáfu bókarinnar er að styðja við skynsamlega nálgun og meðferð helstu sjúkdóma og vandamála sem heyra til lyflækninga. Umfjöllunin hefur í mörgum tilvikum sérstaka tilvísun í aðstæður hérlendis.

Útgáfuár: 
2015
Blaðsíðufjöldi: 
498
ISBN: 
978-9935-23-83-6
Verknúmer: 
U201515
Verð: 
7900

Umbrot og hjáverkanir lyfja

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Þorkell Jóhannesson

 Í þessari bók birtist mestallt kennsluefni Þorkels Jóhannessonar í
samhæfðri lyfjafræði í læknadeild og tannlæknadeild. Er það um umbrot
lyfja og hjáverkanir.

Umbrot lyfja (á ensku: biotransformation of drugs) og hjáverkanir lyfja
(á ensku: side effects of drugs) eru meðal þeirra grundvallaratriða í
samhæfðri lyfjafræði, sem nauðsynleg eru öllum þeim, er öðlast vilja
nokkra þekkingu á lyfjafræði yfirleitt.

Útgáfuár: 
1993
Blaðsíðufjöldi: 
110
ISBN: 
9979-54-183-0
Verknúmer: 
U199328
Verð: 
ISK 1400 - USD - Kilja

Sýklalyfjafræði II

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Þorkell Jóhannesson
Hefti þetta er annar hluti bókar um sýklalyfjafræði. Hér birtast kaflar VI til XV og fjalla þeir allir um bakteríulyf. Enda þótt ritið sé einkum ætlað nemendum í lækna- og tannlæknadeild er það þó einnig hugsað sem uppsláttarrit handa nemendum í hjúkrunarfræði og öðrum greinum þar sem sýklalyf koma við sögu.
Útgáfuár: 
1995
ISBN: 
9979-54-180-6
Verknúmer: 
U199507
Verð: 
ISK 1350 - Kilja

Sýklalyfjafræði I

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Þorkell Jóhannesson
Hefti þetta er fyrsti hluti bókar um sýklalyfjafræði. Hér eru birtir fimm fyrstu kaflarnir en alls er ráðgert að þeir verði 21 að tölu, í þremur heftum. Fyrsti kaflinn fjallar um ýmis almenn atriði og skilgreiningar, í öðrum kafla er sögulegt yfirlit, í þriðja kafla er fjallað um sótthreinsiefni, fjórði kaflinn fjallar um almennar reglur um notkun sýklalyfja, ónæmi og ofansýkingu, og fimmti kaflinn um verkunarhátt bakteríulyfja.
Útgáfuár: 
1995
Blaðsíðufjöldi: 
126
ISBN: 
9979-54-095-X
Verknúmer: 
U199507
Verð: 
ISK 1350 - Kilja

Sjúkdómsvæðing

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Ólafur Páll Jónsson og Andrea Ósk Jónsdóttir ritstj.

Læknavísindum tuttugustu aldar er gjarnan lýst sem óslitinni sigurgöngu. Aukinn skilningur á eðli sjúkdóma, bætt tækni og ný lyf hafa gert læknum kleift að liðsinna margfalt fleira fólki en áður. Þrátt fyrir þessar óumdeildu framfarir læknavísindanna kann vöxtur heilbrigðiskerfisins að valda skaða í sumum tilvikum. Lækningar geta haft óbeinar aukaverkanir sem birtast á allt öðrum sviðum en þeim sem lækningarnar beinast að. Þetta er inntak hugmyndarinnar um sjúkdómsvæðingu sem fjallað er um í bókinni.

Útgáfuár: 
2004
Blaðsíðufjöldi: 
76
ISBN: 
9979-54-598-4
Verknúmer: 
U200421
Verð: 
ISK 1990 - Kilja

Lífefnafræði

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Sigþór Pétursson

2. útgáfa 

Útgáfuár: 
2003
Blaðsíðufjöldi: 
294
ISBN: 
9979-834-37-4
Verknúmer: 
U200342
Verð: 
ISK 3900 - Kilja

Læknisfræðileg eðlisfræði

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Guðmundur S. Jónsson

Kennsluefni fyrir læknanema á fyrsta og öðru 
námsári í læknadeild

Guðmundur S. Jónsson

 

Fjórða útgáfa kennslubókar í læknisfræðilegri 
eðlisfræði sem fyrst kom út árið 1990. Eftir að höfundur 
lærði læknisfræði á árunum 1973-79 breyttust áherslur í 
kennslu eðlisfræði í læknadeild töluvert. Bókin tekur mið 
af þessum áherslubreytingum.

Útgáfuár: 
1992
Blaðsíðufjöldi: 
488
ISBN: 
9979-54-037-0
Verknúmer: 
U199233
Verð: 
ISK 3535 - Fjölrit

Krabbamein í blöðruhálskirtli

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Þýðendur Eiríkur Jónsson og Snorri Ingimarsson

Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbamein á Íslandi og nú lætur nærri að einn af hverjum sjö körlum geti átt von á að greinast með meinið.

Útgáfuár: 
2009
Blaðsíðufjöldi: 
118
ISBN: 
978 9979 548 43 0
Verknúmer: 
U200915
Verð: 
ISK 3200 - Kilja

Faraldsfræði og heilsuvernd

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Hrafn Tulinius
Tilgangurinn með bókinni er tvíþættur, eins og segir í formála hennar. Í fyrsta lagi að koma á prent á íslensku umfjöllun um faraldsfræði, en lítið hefur verið ritað á íslensku um það efni. Annar tilgangur bókarinnar er að safna saman á einn stað efni sem að gagni hefur komið við kennslu læknastúdenta og gæti gagnast þeim sem kenna faraldsfræði og aðrar greinar sem snerta heilsuvernd.
Útgáfuár: 
1989
Blaðsíðufjöldi: 
178
Verknúmer: 
U200103
Verð: 
ISK 1490 - Kilja

Bók Davíðs I-II

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Ólafur Grímur Björnsson ritstjóri

Rit til heiðurs Davíð Davíðssyni eftir 35 ára starf sem prófessor við Háskóla Íslands og yfirlæknir á Landspítala. 

Bókin er í tveimur bindum sem gefin var út til heiðurs prófessor emeritus Davíð Davíðssyni. Hún er rituð af vinum og samstarfsmönnum og eru margir þeirra fyrrverandi nemendur hans. Efni ritgerðanna er einkum á sviði læknisfræði og skyldra greina. Höfundar eru fjölmargir og er um helmingur greinanna á ensku. 

Útgáfuár: 
1993
Blaðsíðufjöldi: 
1163
ISBN: 
9979-54-133-4
Verknúmer: 
U199333
Verð: 
ISK 9500 - Kilja
Syndicate content