Sálfræði

Síðustu ár sálarinnar

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Ársæll Már Arnarsson

Höfum við sál? Líklega hafa fæstir ígrundað þessa ógnarstóru spurningu enda kannski ekki ljóst hvað felst í því fyrirbæri. Í þessu riti er farið yfir helstu hugmundir Vesturlandabúa um sálina allt frá tímum Forngrikkja, en þær hafa frá upphafi verið bæði margbreytilegar og oft óskýrar. Árið 1543 voru flestir Evrópumenn þeirrar skoðunar að kjarni hverrar manneskju væri hin efnislausa og eilífa sál. En einmitt á því ári komu úr tvær merkilegar bækur. Önnur þeirra fjallaði einkum um stjörnufræði en hin um líffærafræði en í báðum fólst róttæk sýn á stöðu mannsins og sálarinnar.

Útgáfuár: 
2016
Blaðsíðufjöldi: 
332
ISBN: 
978-9935-23-119-2
Verknúmer: 
U201623
Verð: 
5900

Af sál

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Andri S. Björnsson, Guðfinna Eydal og Katrín Kristjánsdóttir

Af sál er gefin út til heiðurs Álfheiði Steinþórsdóttur sálfræðingi á sjötugs afmæli hennar. Í bókinni má finna fjölda greina eftir samstarfsfólk Álfheiðar, vini hennar og fjölskyldu. Efni þeirra er af ýmsum toga. Sumar fjalla greinarnar um Álfheiði sjálfa og lífshlaup hennar. Aðrar taka á mörgum þeim hugðarefnum sem henni hafa verið hugleikin á langri starfsævi svo sem sálrænni meðferð, þroska einstaklingsins og hinu fjölbreytta starfi sálfræðinga á ýmsum sviðum þjóðlífsins.

Útgáfuár: 
2016
Blaðsíðufjöldi: 
314
ISBN: 
978-9935-23-109-3
Verknúmer: 
U201602
Verð: 
4900

Innra augað

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Árni Kristjánsson

Titill þessarar bókar, Innra Augað, vísar til þess að heilinn er stærsta skynfærið. Þegar við sjáum er langt í frá að við skynjum einfaldlega það ljós sem berst inn um sjáöldrin. Öðru nær. Sjónskynjun felur í sér geysiflókin úrvinnslu- og túlkunarferli.

Í bókinni fjallar Árni Kristjánsson sálfræðingur og taugavísindamaður um hlutverk hugans í sjónskynjun og hvernig slíkar hugmyndir hafa þróast í hugmyndasögunni. Fjölmörg athyglisverð dæmi eru nefnd til vitnis um hvernig hugurinn ræður því hvernig við skynjum umheiminn.

Útgáfuár: 
2012
Blaðsíðufjöldi: 
266
ISBN: 
978-9979-54-924-6
Verknúmer: 
U201215
Verð: 
7400

Þættir úr tilraunasálfræði

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Jörgen Pind
Útgáfuár: 
2001
Verknúmer: 
U200107
Verð: 
ISK 2450 - USD - Kilja

Sálfræðiþjónusta skóla

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Kristinn Björnsson

Þáttur hagnýtrar sálfræði 

Hér leitast höfundur, Kristinn Björnsson, við að svara nokkrum algengum spurningum um sálfræðiþjónustu í skólum eins og: 
Hvað er sálfræðiþjónusta? 
Hvaða hlutverki gegnir hún? 
Hverjar eru starfsaðferðir hennar og að hverju er stefnt? 

Einnig er í ritinu stutt yfirlit yfir sögu og þróun þessarar starfsemi hér á landi. 

Útgáfuár: 
1991
Blaðsíðufjöldi: 
94
ISBN: 
9979-54-030-3
Verknúmer: 
U199208
Verð: 
ISK 1200 - Fjölrit

Orðgnótt

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Guðmundur Arnkelsson

Orðalisti í almennri sálarfræði - 5. útgáfa Þessi orðalisti er tilkominn vegna skorts á aðgengilegum orðalista í sálarfræði á háskólastigi. Grunnur var lagður að listanum með því að orðtaka kennslubækur í inngangsnámskeiðum í sálarfræði. Auk þess hefur verið leitað til starfandi háskólakennara og þeir beðnir um að lesa yfir sín svið og bæta við orðum eins og þurfa þykir.

Útgáfuár: 
2000
Blaðsíðufjöldi: 
196
ISBN: 
9979-54-693-X
Verknúmer: 
U200025
Verð: 
3200

Námsvísir í námssálarfræði

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Guðmundur Bjarni Arnkelsson

Leiðarvísir með bókinni Educational Psychology for Tomorrow’s Teacher Í þessum námshluta er námssálarfræði kynnt, fjallað um tengsl hennar við önnur svið sálarfræðinnar, við starf kennara og viðhorf almennings. Fjallað er um nokkur vaxandi svið innan námssálarfræðinnar, sagt frá gildi rannsókna fyrir nám og skólastarf og rætt um eðli kennarastarfsins.

Útgáfuár: 
1994
Blaðsíðufjöldi: 
64
ISBN: 
9979-54-064-8
Verknúmer: 
U199402
Verð: 
ISK 1300 - Fjölrit

Hvar er hún nú?

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Jón Grétar Sigurjónsson, Jara Kristina Thomasdóttir og Páll Jakob Líndal ritst.

Arfleifð atferlisstefnunnar á 21. öld

 

Árið 2004 hefði sálfræðingurinn, atferlisfræðingurinn og heimspekingurinn B.F. Skinner orðið 100 ára. Af því tilefni héldu 3 B.A. nemar í sálfræði ráðstefnu þar sem reynt var að fara var yfir framlag Skinners til sálfræði og heimspeki. Á ráðstefnunni voru 10 fyrirlestrar og eru 9 þeirra í þessari bók. Eftir því sem næst verður komist var engin önnur ráðstefna haldin í heiminum sem einungis fjallaði um Skinner.

 

Útgáfuár: 
2005
Blaðsíðufjöldi: 
265
ISBN: 
9979-54-635-2
Verknúmer: 
U200505
Verð: 
ISK 1990 - Kilja
Syndicate content