Hugvísindasvið

Ritið 2 2015

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Guðni Elísson og Jón Ólafsson

Í inngangi að 2. hefti ársins 2015 velta ritstjórar fyrir sér hver sé staða hugvísinda við Háskóla Íslands og fjalla um umræðu sem skapaðist í aðdraganda rektorskosninga um alþjóðlega mælikvarða á vísindalegt gildi rannsókna og niðurstaðna.

Útgáfuár: 
2015
Blaðsíðufjöldi: 
184
ISBN: 
978-9935-23-094-2
Verknúmer: 
U201531
Verð: 
3500

Ritið 1 2014

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Guðrún Björk Guðsteinsdótti, Úlfar Bragason og Björn Þorsteinsson

Ímyndir, sjálfsmyndasköpun, varðveisla íslensks menningararfs og þvermenningarleg yfirfærsla eru áleitin efni í greinunum sem valdar voru í þetta hefti Ritsins um Vesturheimsferðir í nýju ljósi. Það er þó aðeins þriðja alda íslenskra útflytjenda til Ameríku eftir miðja nítjánda öld sem er nafngreind með þeim hætti að ætla mætti að ekkert rof hafi orðið við búferlaflutning þeirra til annarrar heimsálfu – þeir hafi áfram verið Íslendingar.

Útgáfuár: 
2014
Blaðsíðufjöldi: 
202
ISBN: 
978-9935-23-043-0
Verknúmer: 
U201417
Verð: 
3290

Ritið 2/2012 - Kirkja í krísu

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Sólveig Anna Bóasdóttir og Þröstur Helgason

Ritið, tímarit Hugvísindastofnunar, 2/2012 er komið út og er vandi kirkjunnar þema heftisins – krísan sem hún stendur frammi fyrir – í fortíð, nútíð og framtíð. Fjórir höfundar sem allir eru guðfræðingar fjalla um efnið frá ólíkum sjónarhornum og greina orsakir jafnt sem afleiðingar þeirra krísa sem um er fjallað. Sameiginlegt stef þemagreinanna er að krísa sé ekkert nýtt í kirkjulegu samhengi, allra síst í hinu evangelísk-lútherska kirkjudeildarsamhengi sem íslenska þjóðkirkjan tilheyrir.

Útgáfuár: 
2012
Blaðsíðufjöldi: 
226
ISBN: 
978-9979-54-971-0
Verknúmer: 
U201219
Verð: 
3290

Ritið: 1/2012 - Menningarsaga

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Sólveig Anna Bóasdóttir og Þröstur Helgason

Í því er rýnt í menningarsöguna út frá ólíkum sjónarhornum hugvísindanna.  Í fyrstu greininni er komið inn á það viðkvæma þjóðernispólitíska samhengi sem þátttaka Íslands í bókasýningunni í Frankfurt var sett í með upphafningu fornsagnaarfsins og óbeislaðrar náttúrunnar og vísunum
til velvildar Þjóðverja gagnvart hvorutveggja. Ann-Sofie Nielsen Gremaud bendir
á að þótt bókasýningin geti tvímælalaust átt þátt í því að móta ímynd Íslands
um stundarsakir þá orki sú áhersla sem lögð var tvímælis. Ólafur Rastrick hugar

Útgáfuár: 
2012
Blaðsíðufjöldi: 
186
ISBN: 
978-9979-54-966-6
Verknúmer: 
U201212
Verð: 
3290

Ritið:3/2011 - Evrópa

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Ásdís R. Magnúsdóttir og Þröstur Helgason

Þriðja hefti Ritsins 2011 var nýverið gefið út með greinum um Evrópa í forgrunni. Evrópugreinarnar fjalla um sögu sjálfsmyndar Evrópubúa, um stöðu þjóðríkisins innan Evrópusambandsins, málstefnu sambandsins og menningarlega þjóðardýrlinga Evrópu. Undir Evrópuþemanu er einnig birt þýðing á nýlegri grein eftir franska heimspekinginn Étienne Balibar um framtíð Evrópusambandsins í kjölfar efnahagskreppu. Höfundar Evrópugreinanna eru Sverrir Jakobsson, Guðmundur Hálfdanarson, Gauti Kristmannsson og Jón Karl Helgason.

Útgáfuár: 
2011
Blaðsíðufjöldi: 
243
ISBN: 
978-9979-54-934-5
Verknúmer: 
U201147
Verð: 
3290

Ritið: 1/2011 - Háskólinn í krísu

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Guðni Elísson og Jón Ólafsson

Háskólar eru meðal mikilvægustu stofnana samfélagsins, um það er ekki deilt. Samfélag þekkingar og rannsókna - drifkraftur framþróunar á öllum sviðum - er óhugsandi án háskóla. Samt sem áður er staða hans í samtímanum óljós og ótrygg. Bein hagnýtingarþörf hefur vakið upp efasemdir um klassíska háskólamenntun og krafa um hagræn áhrif rannsókna skapar tortryggni gagnvart óhagnýtum viðfangsefnum.

Útgáfuár: 
2011
Blaðsíðufjöldi: 
229
ISBN: 
978-9979-54-910-9
Verknúmer: 
U201126
Verð: 
3290 - kilja

Tíska

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Gertrud Lehnert
Sögulegt ágrip 

Bókin Tíska fjallar um sögu tískunnar frá upphafi til nútímans. Lýst er mikilvægustu stíltegundum tískunnar frá miðöldum og þeim óteljandi áhrifum sem undangengnar stíltegundir hafa haft á þróun tískunnar á síðustu öldum og fram til okkar daga. 

Í bókinni er yfirlit yfir mikilvæga þætti tískunnar. Hvernig mótar tískan daglegt líf, endurspeglar tíðarandann og hefur áhrif á listir og viðskipti? 

Útgáfuár: 
2000
Blaðsíðufjöldi: 
191
ISBN: 
9979-54-416-3
Verknúmer: 
U200015
Verð: 
ISK 2790 - Kilja

Tungumál veraldar

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Baldur Ragnarsson
Þessi bók er yfirlitsrit um tungumál og málaættir, hin fyrsta sinnar tegundar á íslensku. Erfitt er að komast að niðurstöðu um fjölda tungumála jarðarbúa en þó má nefna tölu um eða yfir 4000 sem mætti líklega meira en tvöfalda ef mállýskur, sem rísa undir nafni, væru taldar með. Í þessari bók er getið 280 tungumála, þar á meðal nokkurra fornmála, blendingasmála og planmála, auk 95 málaætta og málaflokka og er alllmörgu lýst nokkuð ýtarlega.
Útgáfuár: 
1999
Blaðsíðufjöldi: 
293
ISBN: 
9979-54-382-5
Verknúmer: 
U199925
Verð: 
ISK 2600 - Kilja

Through Thick and Thin

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Þorgerdur Einarsdóttir
Icelandic men on Paternity Leave The project Fathers on Paternity Leave was promoted by the Committee on Gender Equality of the City of Reykjavík and funded by the European commission's Fourth Medium-Term Community Action Programme on Equal Opportunities for Women and Men (1996-2000).
Útgáfuár: 
1998
Blaðsíðufjöldi: 
64
ISBN: 
9979-60-398-4
Verknúmer: 
U199906
Verð: 
ISK 1400 - Paperback

This is Iceland Today

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
M. E. Kentta, Gabriele Stautner and Sigurður A. Magnússon
A selection of recent articles and photographs from Iceland's largest daily newspaper, Morgunblaðið, This is Iceland today offers an insight into Icelandic daily life that is not usually possible to glimpse from abroad: a personal look at public events, a look at what makes life in Iceland unique, at what makes it part of the global community. 
Útgáfuár: 
1999
Blaðsíðufjöldi: 
147
ISBN: 
9979-54-388-4
Verknúmer: 
U199943
Verð: 
ISK 3490 - Paperback
Syndicate content