Ritstjóri/ar/Höfundur/ar:
Ásdís R. Magnúsdóttir og Þröstur Helgason
Þriðja hefti Ritsins 2011 var nýverið gefið út með greinum um Evrópa í forgrunni. Evrópugreinarnar fjalla um sögu sjálfsmyndar Evrópubúa, um stöðu þjóðríkisins innan Evrópusambandsins, málstefnu sambandsins og menningarlega þjóðardýrlinga Evrópu. Undir Evrópuþemanu er einnig birt þýðing á nýlegri grein eftir franska heimspekinginn Étienne Balibar um framtíð Evrópusambandsins í kjölfar efnahagskreppu. Höfundar Evrópugreinanna eru Sverrir Jakobsson, Guðmundur Hálfdanarson, Gauti Kristmannsson og Jón Karl Helgason.