Bókmenntir

Orðaskil

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Ástráður Eysteinsson

Þýðingar hafa gegnt veigamiklu hlutverki í íslenskum bókmennta– og menningarheimi frá öndverðu. Í þessari bók er komið að því hlutverki úr ýmsum áttum. Rýnt er í mikilvægar íslenskar þýðingar á ljóðum, sögum og leikritum. Til umræðu eru meðal annars Halldór Laxness og Ernest Hemingway, Magnús Ásgeirsson og Gunnar Gunnarsson, Paradísarmissir þeirra Johns Milton og Jóns Þorlákssonar, glíma Sigurðar A. Magnússonar við Ulysses eftir James Joyce og þyðingar Helga Hálfdanarsonar á Shakespeare og Goethe.

Útgáfuár: 
2017
Blaðsíðufjöldi: 
406
ISBN: 
978-9935-23-158-1
Verknúmer: 
U201721
Verð: 
5900

Örlagasaga Eyfirðings

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Heimir Pálsson

Hann hét Jón Jónsson og var á leið til Kaupmannahafnar árið 1658 en það var stríð og hann var færður til hafnar í Gautaborg. Þaðan var hann sendur í skóla Pers Brahes í Visingsey og kom aldrei aftur til Íslands. Eftir skólavistina kallaði hann sig Jonas Rugman og árið 1662 lá leið hans til Uppsala þar sem hann varð fyrsti íslenski stúdentinn og ómetanlegur aðstoðarmaður lærdómsmanna sem þurftu á íslenskum heimildum að halda.

Útgáfuár: 
2017
Blaðsíðufjöldi: 
252
ISBN: 
978-9935-23-151-2
Verknúmer: 
U201708
Verð: 
6500

Stef ástar og valds – í sviðsetningum Þórhildar Þorleifsdóttur

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Trausti Ólafsson

Með leikstjórn sinni á fyrstu verkefnum Alþýðuleikhússins, Krummagulli og Skollaleik á áttunda áratug síðustu aldar sló Þórhildur Þorleifsdóttir nýjan tón í íslensku leikhúsi. Allar götur síðan hefur hún sett sterkan og áleitinn svip á leikhús landsins og á að baki fjölmargar sýningar sem vakið hafa eftirtekt fyrir listrænt innsæi og frjóa sköpun. Nafn Þórhildar er órjúfanlega tengt frumbýlingsárum Íslensku óperunnar í Gamla bíói og enginn íslenskur leikstjóri hefur sviðsett jafnmargar óperur og hún.

Útgáfuár: 
2016
Blaðsíðufjöldi: 
282
ISBN: 
978-9935-23-134-5
Verknúmer: 
U201620
Verð: 
4900

Eyrbyggja saga

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Elín Bára Magnúsdóttir

Bókin fjallar um efni og höfundareinkenni í Eyrbyggja sögu, en sagan segir frá Snorra goða Þorgrímssyni sem var einn af helstu höfðingjum á söguöld (930–1030). Þáttakennd bygging sögunnar hefur vakið spurningar um merkingu hennar og tilgang. Hér er leitast við að greina efni sögunnar með hliðsjón af þessari byggingu. Eyrbyggjuhöfundur sýnir samfélagsháttum á söguöld mikinn áhuga og leitast við að fjalla um valdaferil Snorra goða í hugmyndafræðilegu ljósi.

Útgáfuár: 
2016
Blaðsíðufjöldi: 
400
ISBN: 
978-9935-23-099-7
Verknúmer: 
U201537
Verð: 
5900

Hug/raun

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Bergljót Kristjánsdóttir

Hvers vegna skiptir hægra ennisblaðið máli þegar talað er um verk Sigfúsar Daðasonar? Má það vera að landslag hafi mótað hugarstarf manna? Hvað veldur því að fólk er alltaf að „lesa“ látæði og svipbrigði annarra og geta sér til um hvað þeir séu að hugsa eða hvað þeir ætli sér að gera? Hvernig hræra ljóð við tilfinningum lesenda eða fylla þá illum grun? Og hvað gerist eiginlega í kollinum á skáldum og rithöfundum þegar þau eru fyndin eða írónísk?

Útgáfuár: 
2015
Blaðsíðufjöldi: 
316
ISBN: 
978-9935-23-096-6
Verknúmer: 
U201534
Verð: 
4900

Gripla XXVI

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Viðar Pálsson o.fl.
Útgáfuár: 
2016
Blaðsíðufjöldi: 
300
ISBN: 
978-9979-654-34-6
Verknúmer: 
U201541
Verð: 
4500

Bókabörn

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Dagný Kristjánsdóttir

Barnabækur eru ekki einfalt bókmenntasvið og barnabókahöfundar eru ekki börn. Persónur barnabókanna eru búnar til af fullorðnum og endurspegla hugmyndir samtímans um það hvað börn séu eða ættu að vera, hvernig skuli koma fram við þau, hvort eigi að kenna þeim eða skemmta, refsa þeim eða tilbiðja þau, samsama sig þeim eða finnast þau alveg óskiljanleg. Í Bókabörnum eru hugmyndir manna um börn og bernsku raktar og sagt frá fyrstu bókunum sem íslenskum börnum voru ætlaðar.

Útgáfuár: 
2015
Blaðsíðufjöldi: 
302
ISBN: 
978-9979-54-929-1
Verknúmer: 
U201414
Verð: 
5900

Heiður og huggun

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Þórunn Sigurðardóttir

Bókin Heiður og huggun markar tímamót í rannsóknum á íslenskum bókmenntum síðari alda. Í henni er fjallað um bókmenntagreinar sem voru vinsælar áður fyrr en hafa ekki verið rannsakaðar að neinu marki hér á landi fram að þessu. Einnig eru birtir textar sem aðeins eru varðveittir í handritum og hafa ekki áður verið prentaðir. Kenningar um bókmenntagreinar (genre theory) eru notaðar til að endurskilgreina 17. aldar erfiljóð og jafnframt til að sýna fram á að sum kvæði sem ort voru í minningu látinna tilheyra öðrum kvæðagreinum.

Útgáfuár: 
2015
Blaðsíðufjöldi: 
472
ISBN: 
978-9979-654-33-9
Verknúmer: 
U201527
Verð: 
4900

Góssið hans Árna

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Jóhanna Katrín Friðriksdóttir

 Árið 2009 var handritasafn Árna Magnússonar, sem varðveitt er sameiginlega í Reykjavík og Kaupmannahöfn, tekið upp á varðveisluskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO – minni heimsins. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum efndi af því tilefni til þeirrar fyrirlestraraðar um handritin sem hér kemur út á bók.

Útgáfuár: 
2014
Blaðsíðufjöldi: 
204
ISBN: 
978-9979-654-30-8
Verknúmer: 
U201443
Verð: 
6490

Náttúra ljóðsins

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Sveinn Yngvi Egilsson

Náttúra og umhverfi hafa verið eitt helsta yrkisefni íslenskra skálda frá því á 19. öld. Í bókinni er sýnt hvernig rómantísk skáld móta myndina af íslenskri náttúru og leggja áherslu á ólíkar hliðar hennar, allt frá ægifegurð eldfjalla og hafíss til algrænnar sveitasælu. Mynd Íslands verður mikilvæg í sjálfstæðisbaráttunni og tengist menningarpólitík, en náttúrusýnin þróast og verður sálfræðilegri á 20. öld í ljóðum íslenskra nútímaskálda sem lýsa innra landslagi og hugarheimum.

Útgáfuár: 
2014
Blaðsíðufjöldi: 
258
ISBN: 
978-9935-23-038-6/978-9935-23-052-2
Verknúmer: 
U201413/U201413H
Verð: 
4500 kilja/5900 Hart spjald
Syndicate content