Erlend tungumál

Heimar mætast. Smásögur frá Mexíkó

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Kristín Guðrún Jónsdóttir

Út er komin hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Háskólaútgáfunni bókin Heimar mætast. Smásögur frá Mexíkó. Smásagnaritun hefur verið mikilvæg í löndum Rómönsku-Ameríku alla 20. öldina, ekki síst í Mexíkó en þaðan koma margir af helstu rithöfundum álfunnar.  Í bókinni eru sextán smásögur eftir sextán höfunda og spanna tímabilið frá 1952 til 2009. Þær veita innsýn í hið fjölbreytta mannlíf í Mexíkó þar sem ólíkir menningarheimar og ólíkir tímar mætast.
Kristín Guðrún Jónsdóttir valdi sögurnar, þýddi og skrifaði inngang.

Útgáfuár: 
2016
Blaðsíðufjöldi: 
236
ISBN: 
978-9935-23-139-0
Verknúmer: 
U201639
Verð: 
3900

Orðasafn í líffærafræði II. Líffæri mannsins

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Jóhann Heiðar Jóhannsson

Orðasafn í líffærafræði II. Líkami mannsins , enska – Íslenska Latína

Útgáfuár: 
2016
Blaðsíðufjöldi: 
70
ISBN: 
978-9979-654-36-0
Verknúmer: 
U201635
Verð: 
2900

An Intimacy of Words

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Matthew Whelpton o.fl.

Pétur Knútsson lét af störfum sínum sem dósent í enskum málvísindum við Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda í Háskóla Íslands haustið 2012 eftir 34 ár í starfi. Pétri til heiðurs og sem þakkarvottur fyrir frábæra samvinnu og samveru ákváðu samstarfsmenn hans að gefa út rit þar sem kæmu saman fræðigreinar sem tengdust þeim margvíslegu fræðasviðum sem hann hefur sinnt.

Greinasafnið kemur út hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Háskólaútgáfunni

Útgáfuár: 
2015
Blaðsíðufjöldi: 
354
ISBN: 
978-9935-23-100-0
Verknúmer: 
U201521
Verð: 
5900

Rangan og réttan - Brúðkaup - Sumar

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Albert Camus - Ásdís R. Magnúsdóttir þýddi

Albert Camus er einn þekktasti rithöfundur Frakka á 20. öld. Þau ritgerðasöfn sem hér birtast í íslenskri þýðingu Ásdísar R. Magnúsdóttur komu út á tímabilinu 1937 til 1954. Í þeim er a ða finna stutta sjálfsævisögulega texta og hugleiðingar sem veita lesendum aðgang að skáldlegustu hlið Camus.

Rebekka Þráinsdóttir ritstýrði.

Útgáfuár: 
2015
Blaðsíðufjöldi: 
218
ISBN: 
978-9935-23-074-4
Verknúmer: 
U201440
Verð: 
3900

Frá hjara veraldar

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Melitta Urbancic

Dr. Melitta Urbancic, fædd Grünbaum (1902-1984), var allt í senn ljóðskáld, leikkona, fræðikona og myndhöggvari. Að auki lagði hún fyrir sig tungumálakennslu og býflugnarækt. Melitta kom á flótta undan nasistum til Íslands árið 1938 ásamt börnum sínum og eiginmanni, Victori Urbancic, og settust þau hér að. Fyrir ljóðskáld og leikkonu hafði það afdrifaríkar afleiðingar í för með sér að búa í útlegð í framandi landi á hjara veraldar. Melitta orti um þá reynslu og geymdi í handriti sem nú kemur út í fyrsta sinn í tvímála útgáfu með þýðingu á bundið mál.

Útgáfuár: 
2014
Blaðsíðufjöldi: 
218
ISBN: 
978-9935-23-033-1
Verknúmer: 
U201341
Verð: 
4500

Milli mála 2013

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Ásdís R. Magnúsdóttir, Erla Erlendsdóttir og Rebekka Þráinsdóttir

Milli mála – tímarit um erlend tungumál og menningu er nú komið út hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Þetta er 5. hefti tímaritsins og er það helgað þemanu útlendingar. Sjö greinar eru tileinkaðar því efni. Þær fjalla um íslensku sem annað mál, ferðalýsingu í bréfi Tómasar Sæmundssonar sem birtist í Fjölni 1836, tvö verk eftir skoska rithöfundinn Robin Jenkins, villimenn Nýja heimsins í skrifum Michels de Montaigne og fólksflutninga vestur um haf eftir sameiningu Ítalíu 1860 og til upphafs fyrri heimsstyrjaldarinnar.

Útgáfuár: 
2014
Blaðsíðufjöldi: 
346
ISBN: 
978-9935-23-026-3
Verknúmer: 
U201404
Verð: 
4500

Morð í dómkirkju

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
T. S. Eliot / Karl J. Guðmundsson þýddi

Morð í dómkirkju er vinsælasta leikrit T. S. Eliots, eins þekktasta ljóðskálds tuttugustu aldar. Leikritið var fyrst sett upp árið 1935 í Kantaraborg í Englandi og fjallar um píslarvætti Tómasar Beckets erkibiskups sem var veginn í dómkirkjunni í Kantaraborg 29. desember árið 1170. Íslensk þýðing Karls. J. Guðmundssonar er hér birt í fyrsta skipti í heild sinni við hlið enska frumtextans. Í inngangi að leikritinu er fjallað um ævi Eliots, hugmyndir hans um ljóðaleikritun, tilurð verksins, sögulegan bakgrunn þess og fleira því tengt.

Útgáfuár: 
2013
Blaðsíðufjöldi: 
186
ISBN: 
978-9979-54-978-9
Verknúmer: 
U201327
Verð: 
4900

Milli mála (2012)

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Ásdís R. Magnúsdóttir og Sigrún Ástríður Eiríksdóttir

Út er komið hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Háskólaútgáfunni tímaritið Milli mála – Tímarit um erlend tungumál og menningu. Tímaritið kemur í stað ársrits Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og er fjórða hefti Milli mála.
Þema heftisins er tungumál frá ýmsum sjónarhornum og rita 11 fræðimenn
Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur greinar í það. Greinarnar eru
skrifaðar á íslensku, ensku, ítölsku, norsku, spænsku og þýsku. Auk
fræðigreinanna er einnig að finna nokkrar þýðingar í tímaritinu.

Útgáfuár: 
2013
Blaðsíðufjöldi: 
403
ISBN: 
978-9979-54-998-7
Verknúmer: 
U201313
Verð: 
4500

Milli mála 2011

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Erla Erlendsdóttir og Sigrún Ástríður Eiríksdóttir

Þriðja hefti ársrits Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur "Milli mála", árgangur 2011, er komið út. Þema heftisins er erlendar bókmenntir frá ýmsum sjónarhornum og rita sjö fræðimenn Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur greinar greinar í það. Sex af þessum sjö greinum fjalla um þemað en í þeirri sjöundu segir frá rannsókn á tungumálakennslu og aðlögun innflytjenda á Norðurlöndum.

Útgáfuár: 
2012
Blaðsíðufjöldi: 
226
ISBN: 
978-9979-54-941-3
Verknúmer: 
U201204
Verð: 
4500

Milli mála (2010)

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Erla Erlendsdóttir og Rebekka Þráinsdóttir

Milli mála, ársrit Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, kemur nú út í annað sinn. Í heftinu eru greinar eftir tólf fræðimenn Stofnunarinnar og kennara í Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda og í Uppeldis- og menntunarfræðideild Háskóla Íslands. Greinarnar eru á íslensku, dönsku, ensku og frönsku. Er það í samræmi við þá stefnu sem ársritinu var mörkuð þegar því var fyrst hleypt af stokkunum árið 2009 að gefa höfundum kost á að skrifa á móður- eða kennslumáli sínu.

Útgáfuár: 
2011
Blaðsíðufjöldi: 
320
ISBN: 
978-9979-54-905-5
Verknúmer: 
U201113
Verð: 
4500 - kilja
Syndicate content