Málvísindi

Málheimar - Sitthvað um málstefnu og málnotkun

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Ari Páll Kristinsson

Þessi bók fjallar um málstefnu og málnotkun. Íslenskt mál og málsam- félag kemur þar mikið við sögu en markmið höfundar er að lesandinn sjái það ekki aðeins frá íslenskum sjónarhóli enda á margt í íslenskri málstefnu og málstýringu hliðstæður annars staðar í heiminum.

Útgáfuár: 
2017
Blaðsíðufjöldi: 
214
ISBN: 
978-9935-23-150-5
Verknúmer: 
U201704
Verð: 
4300

Approaches to Nordic and Germanic Poetry

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Kristján Árnason o.fl.

The theme of this book is the structure and ideological significances of old Germanic poetic form as it lived on in Iceland and to some extent in other related cultures.

Útgáfuár: 
2017
Blaðsíðufjöldi: 
350
ISBN: 
978-9935-23-121-5
Verknúmer: 
U201617
Verð: 
5900

Hljóð og hlustun

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
María Garðarsdóttir og Sigríður Þorvaldsdóttir

Hljóð og hlustun er kennslubók í framburði og hlustun og er ætluð byrjendum í íslensku sem öðru máli. Fjallað er um framburð einstakra hljóða og vísað í hlustunarefni á netnu með æfingum og dæmum sem tengjast bókinni. Einfaldar skýringarmyndir hjálpa nemendum að auka orðaforða sinn um leið og þeir æfa framburð.

Útgáfuár: 
2016
Blaðsíðufjöldi: 
90
ISBN: 
978-9979-853-51-0
Verknúmer: 
U201604
Verð: 
3850

Tilbrigði II

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Höskuldur Þráinsson o.fl.

Bókin greinir frá niðurstöðum úr viðamiklu rannsóknarverkefni sem halut svonefndan Öndvegisstyrk frá rannsóknarsjóði (2005-2007). Einsgo nafnið vendir til var markmið verkefnisins að kanna útbreiðslu og eðli helstu tilbrigða í setningagerð íslensks máls og fá þannig glögga vitneskju um það hvert þróunin stefndi. Fjölmörg atriði voru rannsökuð og sem dæmi má nefna þessi: orðaröð, fall andlags og frumlags (þar með talin svokölluð þágufalssýki), þolmynd (meðal annars nýja þolmyndin) og notkun framsöguháttar og viðtengingarháttar.

Útgáfuár: 
2015
Blaðsíðufjöldi: 
364
ISBN: 
978-9935-23-107-9
Verknúmer: 
U201540
Verð: 
4850

Skrifaðu bæði skýrt og rétt

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Höskuldur Þráinsson

Bókin „Skrifaðu bæði skýrt og rétt.

Útgáfuár: 
2015
Blaðsíðufjöldi: 
332
ISBN: 
978-9935-084-3
Verknúmer: 
U201516
Verð: 
4500

Sögur af orðum

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Katrín Axelsdóttir

Beygingakerfi íslensku að fornu og nýju er í megindráttum hið sama. Ýmsar breytingar hafa þó orðið, sumar smávægilegar en aðrar veigameiri. Hér er fjallað um þróun nokkurra fallorða sem eiga það sameiginlegt að beygingin hefur breyst mikið frá elsta skeiði. Athugunarefnin eru sex:

•    Fornafnið hvorgi (nú hvorugur)
•    Fornafnið sjá (nú þessi)
•    Fornafnið einnhverr (nú einhver)
•    Fornöfnin hvortveggi og hvor tveggja
•    Fornöfnin okkar(r), ykkar(r) og yð(v)ar(r)

Útgáfuár: 
2015
Blaðsíðufjöldi: 
684
ISBN: 
978-9935-23-075-1
Verknúmer: 
U201442
Verð: 
6900

Latína er list mæt - Um latneskar menntir á Íslandi

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Sigurður Pétursson

Latína er list mæt er úrval greina Sigurðar Péturssonar um latínumenntir íslendinga á tímabilinu 1550-1800. Latínukveðskapur íslenskra höfunda frá þessum öldum ber skýran vott um viðamikla þekkingu á alþjóðlegum hefðum, hvort sem er á sviði lofkvæða, þakkarljóða, brúðkaupskvæða, erfiljóða eða trúarlegs kveðskapar.

Útgáfuár: 
2014
Blaðsíðufjöldi: 
416
ISBN: 
978-9935-23-064-5
Verknúmer: 
U201437
Verð: 
5900

Orð og tunga 16 2014

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Ásta Svavarsdóttir
Útgáfuár: 
2014
Blaðsíðufjöldi: 
162
ISBN: 
1022-4610
Verknúmer: 
U201430
Verð: 
3200

Glíman við orðin

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Guðrún Kvaran
Útgáfuár: 
2013
Blaðsíðufjöldi: 
374
ISBN: 
978-9979-654-25-4
Verknúmer: 
U201346
Verð: 
4900

Orð og tunga 15 2013

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Ásta Svavarsdóttir

Nýtt hefti er komið út af tímaritinu Orð og tunga sem gefið er út af Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þema þessa heftis er Íslenska sem viðfangsmál í íslensk-erlendum orðabókum.SJónarmið og aðferðir við öflun, val og framsetningu efnisins. Fjórar greinar fjalla um það viðfangsefni frá ýmsum hliðum og byggjast flestar þeirra á erindum sem haldin voru á málþingi tímaritsins vorið 2012.Auk þess er í heftinu grein um orðabókarstörf Konráðs Gíslasonar, tvær greinar um grunnleitarheiti í íslensku að fornu og nýju ritdómur um íslensk-spænska orðabók.

Útgáfuár: 
2013
Blaðsíðufjöldi: 
181
ISBN: 
1022-4610
Verknúmer: 
U201322
Verð: 
3200
Syndicate content