Ritstjóri/ar/Höfundur/ar:
Kristín Aðalsteinsdóttir
Út er komin bók eftir Kristínu Aðalsteinsdóttur prófessor við kennaradeild HA sem ber nafnið Lífsfylling - nám á fullorðinsárum. Í bókinni segja konur og karlar, sem lokið hafa meistaranámi í menntunarfræði í háskólum, hér á landi eða erlendis, frá reynslu sinni af náminu; áhugahvötinni, kennslunni og leiðsögninni sem þau fengu, hvernig þeim leið á meðan á náminu stóð og hvaða ávinning þau höfðu af náminu. Bókinni er ætlað að auka skilning nemenda og kennara á þörfum nemenda sem stunda framhaldsnám í háskóla.