Bókmenntafræðistofnun

Örlagasaga Eyfirðings

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Heimir Pálsson

Hann hét Jón Jónsson og var á leið til Kaupmannahafnar árið 1658 en það var stríð og hann var færður til hafnar í Gautaborg. Þaðan var hann sendur í skóla Pers Brahes í Visingsey og kom aldrei aftur til Íslands. Eftir skólavistina kallaði hann sig Jonas Rugman og árið 1662 lá leið hans til Uppsala þar sem hann varð fyrsti íslenski stúdentinn og ómetanlegur aðstoðarmaður lærdómsmanna sem þurftu á íslenskum heimildum að halda.

Útgáfuár: 
2017
Blaðsíðufjöldi: 
252
ISBN: 
978-9935-23-151-2
Verknúmer: 
U201708
Verð: 
6500

Stef ástar og valds – í sviðsetningum Þórhildar Þorleifsdóttur

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Trausti Ólafsson

Með leikstjórn sinni á fyrstu verkefnum Alþýðuleikhússins, Krummagulli og Skollaleik á áttunda áratug síðustu aldar sló Þórhildur Þorleifsdóttir nýjan tón í íslensku leikhúsi. Allar götur síðan hefur hún sett sterkan og áleitinn svip á leikhús landsins og á að baki fjölmargar sýningar sem vakið hafa eftirtekt fyrir listrænt innsæi og frjóa sköpun. Nafn Þórhildar er órjúfanlega tengt frumbýlingsárum Íslensku óperunnar í Gamla bíói og enginn íslenskur leikstjóri hefur sviðsett jafnmargar óperur og hún.

Útgáfuár: 
2016
Blaðsíðufjöldi: 
282
ISBN: 
978-9935-23-134-5
Verknúmer: 
U201620
Verð: 
4900

Hug/raun

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Bergljót Kristjánsdóttir

Hvers vegna skiptir hægra ennisblaðið máli þegar talað er um verk Sigfúsar Daðasonar? Má það vera að landslag hafi mótað hugarstarf manna? Hvað veldur því að fólk er alltaf að „lesa“ látæði og svipbrigði annarra og geta sér til um hvað þeir séu að hugsa eða hvað þeir ætli sér að gera? Hvernig hræra ljóð við tilfinningum lesenda eða fylla þá illum grun? Og hvað gerist eiginlega í kollinum á skáldum og rithöfundum þegar þau eru fyndin eða írónísk?

Útgáfuár: 
2015
Blaðsíðufjöldi: 
316
ISBN: 
978-9935-23-096-6
Verknúmer: 
U201534
Verð: 
4900

Íslendingaþættir - Saga hugmyndar

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Ármann Jakobsson

Alla 20. öldina var hugtakið Íslendingaþættir mikið notað í rannsóknum og kennslu á íslenskum bókmenntum. Í þessari bók er rakin saga hugmyndarinnar frá handritum 19. aldar og fyrstu útgáfum á 20. öld til vísindalegra skrifa um Íslendingaþætti undir lok aldarinnar. Tekist er á gagnrýninn hátt við hugmyndina og sýnt fram á að í raun og veru eru hinar vísindalegu niðurstöður grundvallaðar á forsendum sem alþýðuútgáfur höfðu skapað í upphafi aldarinnar.

Útgáfuár: 
2014
Blaðsíðufjöldi: 
170
ISBN: 
978-9935-23-037-9
Verknúmer: 
U201411
Verð: 
4500

Í hverri bók er mannsandi

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Guðrún Ingólfsdóttir

Bókin fjallar um handrit með fjölþættu efni, handritasyrpur. Þau eru frá 18. öld og segja má að einn hugur öðrum fremur móti hvert handrit. Litið er á skrifarana eða hönnuðina, þrjá karla og eina konu, sem höfunda syrpnanna - ytra útlits (t.d. skreytinga), niðurskipanar texta og efnisvals. Hingað til hefur verið litið á slíkar syrpur sem skipulagslausan samtíning en hér eru leidd rök að því að bygging syrpnanna sé markviss og sýnt hvernig þær vitna um hugarheim skapara sinna og stöðu þeirra í heiminum rétt eins og önnur höfundaverk.

Útgáfuár: 
2011
Blaðsíðufjöldi: 
408
ISBN: 
978-9979-54-930-7
Verknúmer: 
U201137
Verð: 
4900

Ethics of Empire in the saga of Alexander the Great, The

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
David Ashurst

Studia Islandica nr. 61

 

Saga Alexanders mikla var líklega flutt Noregskonungum veturinn 1263 af Íslendingnum Brandi Jónssyni sem þá var nýskipaður biskup á Hólum en árið áður létu Íslendingar undan þrýstingi og gengu Noregskonungi á hönd. Með þessa atburði í huga, en þó án þess að leggja á þá of mikla áherslu, ber höfundur bókarinnar saman hugsunarháttinn í sögunni við heimildirnar sem stuðst var við í Sögu Alexanders, Alexandreis eftir Gautier de Châtillon (Walter of Chatillon), þekktasta epíska kvæði miðalda.

 

Útgáfuár: 
2009
ISBN: 
9789979548614
Verknúmer: 
U200945
Verð: 
ISK 3900 - Kilja
Syndicate content