Heimspekistofnun

Heimur skynjunarinnar

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Maurice Merleau-Ponty

Bók þessi hefur að geyma sjö útvarpserindi sem franski heimspekingurinn Maurice Merleau-Ponty (1908 - 1961) flutti undir lok ársins 1948. Í þeim setur hann fram meginhumyndirnar í margrómuðu riti sínu um fyrirbærafræði skynjunar. Í stuttu og aðgengilegu máli ræðir hann um heim skynjunar og vísinda, um listina og um heim nútímans. Erindin veita einkar góða innsýn í hugsun Merleau-Pontys og í þá róttæku endurskoðun á sambandi okkar við heiminn sem fyrirbærafræðin felur í sér.

 

Steinar Örn Atlason og Björn Þorsteinsson þýddu.

Útgáfuár: 
2017
Blaðsíðufjöldi: 
62
ISBN: 
978-9935-23-154-3
Verknúmer: 
U201715
Verð: 
2700

Veruleiki og frelsi

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
John Macmurray

Bók þessi hefur að geyma tólf erindi sem skoski heimspekingurinn John Macmurray (1891-1976) flutti árið 1930 við frábærar undirtektir. Í erindunum setur hann fram hugmyndir sínar um gildi heimspekinnar, um sannar og ósannar tilfinningar, raunveruleika og sýndarmennsku, frelsi, siðferði, og sjálfsþroska, og um þrískiptingu veruleikans í efnislegan, lífrænan og persónulegan.

Jónas Pálsson og Gunnar Ragnarsson þýddu. Jón Bragi Pálsson ritar inngang.

Útgáfuár: 
2017
Blaðsíðufjöldi: 
140
ISBN: 
978-9935-23-163-5
Verknúmer: 
U201729
Verð: 
3900

Sannfæring og rök

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Ólafur Páll Jónsson

Allt sem við gerum er undirorpið röklegri hugsun þótt rökin séu oft misjöfn og hin röklega framvinda stundum brotakennd. En hvað eru góð rök? Hvað þýðir að breyta samkvæmt skynsamlegum rökum? Hvernig tengjast sannfæring og sannleikur? Hver er munurinn á samræðu og rökræðu? Hér er fjallað á skýran og aðgengilegan hátt um spurningar sem þessar – um undirstöður rökfræðinnar og gagnrýna hugsun en einnig er hugað að því hvers vegna sannleikurinn má sín lítils þegar rakalaust bullið tekur yfir.

Útgáfuár: 
2016
Blaðsíðufjöldi: 
204
ISBN: 
978-9935-23-131-4
Verknúmer: 
U201628
Verð: 
3900

Eitthvað annað

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Björn Þorsteinsson

Er ástæða til að biðja um eitthvað annað en það sem við blasir? Er hinn fullkomni heimur hlutskipti okkar – eða þurfum við að halda áfram leitinni? Hér er leitað svara við þessum spurningum með skírskotun til ýmissa kenninga og hugsuða. Meðal umfjöllunarefna eru lýðræði og vald, frelsun og framtíð, mennska og tómhyggja, vísindi og náttúra – og heimspekin og saga hennar.
Björn Þorsteinsson er prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands.

Útgáfuár: 
2016
Blaðsíðufjöldi: 
238
ISBN: 
978-9935-23-143-7
Verknúmer: 
U201640
Verð: 
3900

Náttúran í ljósaskiptunum

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Björn Þorsteinsson

Hvað er náttúra? Eigum við að leggja hana undir okkur eða eigum við að reyna að sættast við hana? Bók þessi hefur að geyma níu greinar þar sem staða mannverunnar í náttúrunni er skoðuð með skírskotun til kenninga úr austrænni og vestrænni heimspeki. Þótt samband okkar við náttúruna sé ævagamalt viðfangsefni fræðilegrar hugsunar hefur skilningur á því sjaldan verið brýnni en nú.

Útgáfuár: 
2016
Blaðsíðufjöldi: 
188
ISBN: 
978-9935-236-127-7
Verknúmer: 
U201626
Verð: 
3900

Hugsað með Vilhjálmi

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Róbert H. Haraldsson og Salvör Nordal

Í tilefni sextugsafmælis Vilhjálms Árnasonar í janúar 2013 var haldin viðamikil ráðstefna honum til heiðurs þar sem bæði erlendir og innlendir samstarfsmenn Vilhjálms fjölluðu um heimspeki hans og hugðarefni. Hér er að finna 13 greinar byggðar á erindum sem haldin voru á ráðstefnunni. Vilhjálmur Árnason hefur kennt heimspeki við Háskóla Íslands frá árinu 1982 og verið afkastamikill kennari og fræðimaður, ekki síst á sviði stjórnmálaheimspeki og siðfræði, og er vel metinn á alþjóðlegum vettvangi fyrir skrif sín um lísiðfræði.

Útgáfuár: 
2015
Blaðsíðufjöldi: 
240
ISBN: 
978-9935-23-062-1
Verknúmer: 
U201436
Verð: 
4900

Rabbað um veðrið – og fleiri heimspekileg hugtök

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Vilhjálmur Árnason

Heimspeki getur fjallað um hvað sem er eins og sjá má af fjölbreyttu efni þessarar bókar. Í stuttum, læsilegum pistlum beitir höfundur heimspekilegri greiningu á hversdagsleg málefni af ólíku tagi. Hér eru á ferð ádeilur, þar sem spjótum er beint að vinnubrögðum og viðhorfum í í stjórnmálum, sem og hugleiðingar um tilvistarleg stef á borð við tilgang lífsins, hugrekki, ábyrgð, þakklæti og líðandi stund.

Útgáfuár: 
2015
Blaðsíðufjöldi: 
134
ISBN: 
978-9935-23-093-5
Verknúmer: 
U201529
Verð: 
3900

Inquiring into Contemporary Icelandic Philosophy

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Gabriel Malenfant

Is Icelandic philosophy different from other 'national' philosophies? Can we speak of 'Icelandic philosophers' or 'Icelandic philosophy'? This volume aims at providing readers with clues that can help answer these questions, through essays written mostly by a new generation of Icelandic philosophers.

Útgáfuár: 
2015
Blaðsíðufjöldi: 
238
ISBN: 
978-9935-23-063-8
Verknúmer: 
U201438
Verð: 
3900

Hugleiðingar um gagnrýna hugsun

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Henry Alexander Henrysson og Páll Skúlason

Margt í samtímanum kallar á gagnrýna afstöðu til skoðana okkar og breytni. Slík afstaða felst meðal annars í því að huga að öllum hliðum hvers máls og gera engar skoðanir að sínum án þess að hafa fyrir því góð rök. En hvernig eigum við að fara að því? Er það mögulegt? Hvaða máli skiptir gagnrýnin hugsun?
Í bókinni ræða höfundar gildi gagnrýninnar hugsunar og vekja lesendur til umhugsunar um mikilvægi hennar. Bókinni er ætlað að stuðla að markvissum umræðum um eðli og tilgang gagnrýninnar hugsunar og hvetja til eflingar kennslu hennar.

Útgáfuár: 
2014
Blaðsíðufjöldi: 
174
ISBN: 
978-9935-23-054-6
Verknúmer: 
U201427
Verð: 
3900

Fyrirlestrar um frumspeki

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Ólafur Páll Jónsson

Tvenn þáttaskil urðu í sögu rökgreiningarheimspekinnar á 20. öld. Þau fyrri lýstu sér í því að tungumálið varð meginviðfangsefni heimspekinga. Þau síðari urðu þegar háttarökræði hætti að vera tæknilegt sérsvið og varð að hversdagslegu verkfæri heimpekinga í ólíkum greinum.

Útgáfuár: 
2012
Blaðsíðufjöldi: 
151
ISBN: 
978-9979-54-985-7
Verknúmer: 
U201306
Verð: 
3900
Syndicate content