Háskóli Íslands

Dulsmál 1600-1900

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Már Jónsson bjó til prentunar
Verð: 
ISK 1980 - Kilja
Háskóli Íslands

Fjórtán dómar og skrá 

Uppvíst varð um útburð á óskilgetnu barni nærri þriðja hvert ár að jafnaði á tímabilinu 1600-1900. Slík mál hétu á þeim tíma dulsmál. Lagaákvæði sem giltu fram á 19. öld miðuðu við að það eitt að barn fæddist látið nægði til sakfellingar, nokkuð sem er einsdæmi í réttarsögu landsins. 

Refsingar voru grimmilegar og síðasta aftaka fyrir dulsmál fór fram árið 1792. Í þessari bók eru birtir í heild fjórtán dulsmálsdómar úr héraði þar sem málsatvik koma skýrt fram. Í ítarlegum inngangi fjallar Már Jónsson, dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands, um dulsmál almennt, rekur atburðarás, útskýrir aðstæður hinna sakfelldu og gerir grein fyrir réttarþróun bæði hér á landi og erlendis. Skrá fylgir um þau rúmlega 100 mál sem komu fyrir rétt á Íslandi. 

Már Jónsson bjó til prentunar og ritar formála. 

Háskólaútgáfan gefur bókina út í samvinnu við Sagnfræðistofnun.

Blaðsíðufjöldi: 
286
Útgáfuár: 
2000
ISBN: 
9979-54-428-7
Efnisorð: 
Tungumál: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is