Háskóli Íslands

Eilífðarvélin

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Ritstj. Kolbeinn Stefánsson
Verð: 
ISK 4900 - Kilja
Háskóli Íslands

Uppgjör við nýfrjálshyggjuna.

 

Nýfrjálshyggjan var ríkjandi hugmyndafræði á Íslandi í aðdragandanum að falli bankanna. Því telja margir að orsök efnahagsþrenginganna sem fylgdu í kjölfarið megi rekja til hennar, að með einkavæðingu og áherslu á afskiptaleysi hins opinbera hafi grunnurinn verið lagður að þeirri óráðsíu sem orsakaði hrunið. Þegar rýnt er í þjóðmálaumræðuna er ekki ljóst hvað fólk á við þegar það talar um nýfrjálshyggju. Raunar virðist orðið oft vera notað til að lýsa öllu því sem fólk telur hafa farið úrskeiðis á tímum íslensku útrásarinnar. Í þessari bók fjalla átta fræðimenn úr röðum félagsfræðinga, sagnfræðinga, heimspekinga og kynjafræðinga um nýfrjálshyggjuna frá ólíkum sjónarhornum. Markmiðið er að gefa lesendum skýra mynd af hugmyndafræðilegum kjarna nýfrjálshyggjunnar og hvernig hún er í framkvæmd og gera þeim þannig kleift að draga sínar eigin ályktanir um samspil nýfrjálshyggju við aðrar orsakir íslenska bankahrunsins.

Bókin er ætluð sem innlegg í íslenska þjóðmálaumræðu og er skrifuð fyrir hinn almenna lesanda, án þess þó að slá af kröfum um fagmennsku og fræðileg vinnubrögð. Þá hefur verið reynt að gera textann sem aðgengilegastan með því að forðast fræðilegt orðfæri eins og kostur er.

Blaðsíðufjöldi: 
268
Útgáfuár: 
2010
ISBN: 
9789979548706
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201010
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is