Háskóli Íslands

Elskulega móðir mín

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Sigrún Sigurðardóttir tók saman
Verð: 
ISK 3300 - Kilja
Háskóli Íslands

systir, bróðir, faðir og sonur 

Fjölskyldubréf frá 19. öld eru tekin saman af ungum sagnfræðingi, Sigrúnu Sigurðardóttur. Bók þessi er sú þriðja í ritröð sem nefnist Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar. Bókin Elskulega móðir mín er heimildarrit sem varpar ljósi á bréfaskipti reykvískrar alþýðufjölskyldu á síðari hluta 19. aldar. Þetta var fjölskylda þeirra Jóns Jónssonar Borgfirðings og Önnu Guðrúnar Eiríksdóttur, en þau hjón héldu uppi um margra ára skeið samfelldum bréfaskiptum við börn sín sem mörg sigldu til Kaupmannahafnar til að afla sér menntunar eða lækninga. 

Aðaláherslan er á börn þeirra hjóna en þau skrifuðu hvert öðru þegar lönd og höf skildu að og er bréfasafn fjölskyldunnar gríðarlegt að vöxtum. Texti þeirra veitir ótrúlega nákvæma innsýn í líf ungs fólks á fyrri tíð. Hlutskipti barnanna varð ólíkt; nokkur komust til mikilla metorða en önnur náðu illa að fóta sig á hálli braut lífsins. Þekktust þeirra systkina urðu þau Guðrún Borgfjörð sem vann hjá fjölskyldunni nær alla tíð en varð þjóðkunn þegar sjálfsævisaga hennar kom út um miðja 20. öldina, Klemens Jónsson landritari og síðar ráðherra og Finnur Jónsson prófessor í norrænum fræðum við Kapmannahafnarháskóla. Bókin fjallar um sögu þessa fólks, foreldra og systkina og glímu þeirra við gleði og sorg. 

Bókin er hugsuð sem skemmtilesning fyrir áhugafólk um sögu og menningu fyrri alda sem og fræðimenn sem hugsanlega sjá sér hag í að nýta sér heimildir á borð við þessar í rannsóknum sínum. Ritröðin Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar birtir persónulegar heimildir sem varðveittar eru í handritasöfnun og hafa ekki áður komið fyrir sjónir almennings né fræðimanna. 

Áður komu út í þessari ritröð bækurnar Bræður af Ströndum og Kraftbirtingarhljómur guðdómsins í samantekt Sigurðar Gylfa Magnússonar, en hann er annar ritstjóri ritraðarinnar ásamt Kára Bjarnasyni, sérfræðingi í handritadeild Landsbókasafns. Fjórða bókin í röðinni heitir Orð af eldi.

Blaðsíðufjöldi: 
366
Útgáfuár: 
1999
ISBN: 
9979-54-386-8
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U199825
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is