Alcoholics Anonymous in Iceland

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Hildigunnur Ólafsdóttir

Í ritinu er fjallað um AA-samtökin og hvernig þau hafa aðlagast íslensku samfélagi. Höfundur byggir á áralöngum rannsóknum sínum á AA-samtökunum sem fjölþjóðahreyfingu. 
Í rannsókninni koma fram nokkur atriði sem eru einkennandi fyrir AA á Íslandi. Í fyrsta lagi hversu útbreidd samtökin eru. Í öðru lagi sú staðreynd að nánast allir sem koma í samtökin gera það eftir að hafa farið í meðferð. Í þriðja lagi hvernig smæð samfélagsins nánast útilokar að félagarnir geti haldið hlutverkum sínum í samfélaginu aðgreindum frá þátttöku sinni í AA. Í fjórða lagi að andlegi þátturinn er með kristilegra ívafi í túlkun flestra íslenskra AA-félaga en þekkist annars staðar. Rannsókn höfundar sýnir að mikill breytileiki er í túlkun á AA og blæbrigðamunur á starfinu á milli landa og innan svæða. 
Hildigunnur Ólafsdóttir, höfundur bókarinnar, er yfirfélagsfræðingur á geðdeild Landspítalans. Hún hefur starfað við rannsóknir á sviði áfengismála og afbrotafræði. 

ENGLISH 
A historical and comparative analysis of the Icelandic AA movement which seeks to explain its particular, and widespread success in Iceland despite formidable obstacles and paradoxical conditions. Not only is anonymity, one of AA's basic organizational principles, impossible in a society as small as Iceland, but the country's strong alcoholism treatment system has required a rethinking of AA's role, a move from being a central dynamic force in getting sober to an interactive supporting force in staying sober. Among the topics discussed in this book are the history, structure and transformation of the movement in Iceland, ad its relations and interactions with other groups, treatment programs and society as a whole.

Útgáfuár: 
2000
Blaðsíðufjöldi: 
276
ISBN: 
9979-54-404-X
Verknúmer: 
U200001
Price: 
ISK 2400 - Paperback