Almennt efni

Íslenska lopapeysan – uppruni, saga og hönnun

Editor/s Author/s: 
Ásdís Jóelsdóttir

Íslenska lopapeysan – uppruni, saga og hönnun byggir á víðtækri rannsókn á rituðum heimildum, ljósmyndum og viðtölum við fjölda aðila. Um er að ræða ritrýnda útgáfu og er það í fyrsta skipti sem gefið er út ritrýnt fræðirit í textílgreininni. Höfundur bókarinnar, Ásdís Jóelsdóttir, er lektor í textíl við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Bókin, sem er 300 blaðsíður, er ríkulega myndskreytt og tilvalin gjafabók auk þess sem henni fylgir úrdráttur á ensku.

Published: 
2017
Pages: 
306
ISBN: 
978-9935-23-132-1
Work number: 
U201629
Price: 
6900

Ritið:2/2017

Editor/s Author/s: 
Rannveig Sverrisdóttir og Ásta Kristín Benediktsdóttir
Published: 
2017
Pages: 
198
ISBN: 
978-9935-23-165-9
Work number: 
U201730
Price: 
3250

Tracks in Sand

Editor/s Author/s: 
Æsa Sigurjónsdóttir

Út er komin bókin Tracks in Sand: Featuring Modernism in the Work of Sculptor Sigurjón Ólafsson. Í bókinni er fjallað um ýmsa snertifleti danskrar og íslenskrar myndlistarsögu og stöðu Sigurjóns í dönskum myndlistarheimi.

Published: 
2017
Pages: 
76
ISBN: 
9789935-23-152-9
Work number: 
U201704
Price: 
5900

Guð og gróðurhúsaáhrif

Editor/s Author/s: 
Sólveig Anna Bóasdóttir

Kröftug umræða um umhverfið, náttúruna og nú síðast hnattræna hlýnun af mannavöldum fer nú fram innan kristinnar guðfræði eins og í öðrum fræðigreinum. Guðfræðingar hafa löngum tekið alvarlega þá gagnrýni að kristni sé einstakega mannhverf. Í umræðu um siðferðileg vandamál samtímans vilja margir þeirra leggja sitt af mörkum til þess að koma í veg fyrir að þeir spádómar rætist að vestræn iðnvædd samfélög eigi eftir að valda óafturkræfum skaða á lífríkinu.

Published: 
2017
Pages: 
164
ISBN: 
978-9935-23-156-7
Work number: 
U201719
Price: 
5900

Listir og menning sem meðferð _ íslensk söfn og alzheimer

Editor/s Author/s: 
Halldóra Arnardóttir

Bókin Listir og menning sem meðferð: íslensk söfn og Alzheimer opnar fyrir jákvæða umfjöllun um Alzheimer-sjúkdóminn og kynnir hugmyndir um hvernig nýta megi listir og menningartengda þætti til að byggja upp nýtt samband þess sem þjáist af sjúkdómnum við ástvini sína. Markmið bókarinnar er að aðstoða fjölskyldur og söfn við að styrkja stoðirnar og efla núvitundina og auka lífsgæði þeirra sem búa við Alzheimer-sjúkdóminn. Sjúkdómurinn sviptir einstaklinginn sjálfsmeðvitundinni smá saman sem listir ná að draga fram aftur.

Published: 
2017
Pages: 
156
ISBN: 
978-9935-23-153-6
Work number: 
U201713
Price: 
5900

Almanak HÍ 2018

Editor/s Author/s: 
Þorsteinn Sæmundsson og Gunnlaugur Björnsson

Auk dagatals flytur almanakið margvíslegar upplýsingar, svo sem um sjávarföll og  gang himintungla. Lýst er helstu fyribærum á himni sem frá Íslandi sjást. Í almanakinu eru stjörnukort, kort sem sýnir áttavitastefnur á Íslandi og kort sem sýnir tímabelti heimsins. Þar er að finna  yfirlit um hnetti himingeimsins, mælieiningar, veðurfar, stærð og mannfjölda allra sjálfstæðra ríkja og tímann í höfuðborgum þeirra. Af nýju efni má nefna grein um segulsvið jarðar, orsakir þess og margvísleg áhrif.

Published: 
2017
Pages: 
182
ISBN: 
977-1022-852-00-7
Work number: 
U201800
Price: 
2590

Snert á arkitektúr

Editor/s Author/s: 
Sigrún Alba Sigurðardóttir og Daniel Reuter

Snert á arkitektúr fjallar um arkitektúr í samtímanum; hlutverk arkitekta, hugmyndir og verk íslenskra arkitekta, virkni arkitektúrs og áhrif hans á náttúru, umhverfi, samfélag, samskipti og hegðun fólks.

Published: 
2017
Pages: 
104
ISBN: 
978-9935-23-142-0
Work number: 
U201705
Price: 
4600

Fléttur IV

Editor/s Author/s: 
Irma Erlingsdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Sigrún Alba Sigurðardóttir og Sólveig Anna Bóasdóttir

Fjórða hefti ritraðar RIKK er tileinkað ömmum og langömmum. Í greinunum eru sagðar sögur kvenna sem lifðu þann tíma þegar nútíminn hóf innreið sína á Íslandi og ljósi varpað á hugmyndaheim þeirra, stöðu og aðstæður og framlag til þróunar nútímasamfélags á Íslandi. Fræðimenn af óíkum sviðum, s.s. sagnfræði, guðfræði, félagsfræði, stjórnmálafræði og bókmenntafræði, setja lífshlaup formæðra sinna í samhengi við samfélagsgerðina sem, hvað sem borgaralegum réttindum leið, takmarkaði möguleika þeirra til þáttöku í opinberu lífi og um leið til sjálfstæðis og frelsis.

Published: 
2016
Pages: 
316
ISBN: 
978-9935-23-112-3
Work number: 
U201606
Price: 
5900

Ásýnd heimsins - Um listir og fagurfræði í hugmyndaheimi nútímans

Editor/s Author/s: 
Gunnar J. Árnason

Hugmyndaheimur nútímans er stöðugt í deiglunni og erfitt að henda reiður á öllum þeim ólíku hræringum í vísindum, heimspeki, stjórnmálum og siðfræði sem móta hann. Hvaða þátt hafa listir gegnt í þeirri mótun? Standa listamenn hjá sem áhorfendur að sjónarspili samtímans eða eru verk þeirra þýðingarmikill áhrifavaldur í lífi okkar?

Published: 
2017
Pages: 
364
ISBN: 
978-9935-23-141-3
Work number: 
U201638
Price: 
6900

Umskipulag bæja

Editor/s Author/s: 
Guðmundur Hannesson

Um skipulag bæja er fyrsta fræðilega ritið um skipulagsmál á íslensku og í raun hornsteinn íslensks skipulags. Umfjöllun Guðmundar Hannessonar um uppbyggingu bæja á Íslandi, greining hans á staðháttum og aðstæðum íbúanna og tillögur að skipulagi bæja eiga jafn vel við nú og þegar textinn birtist fyrst fyrir 100 árum.

Published: 
20147
Pages: 
136
ISBN: 
978-9935-23-120-8
Work number: 
U201631
Price: 
2900
Syndicate content