Íslenska

Orðasafn í líffærafræði I. stoðkerfi

Editor/s Author/s: 
Jóhann Heiðar Jóhannsson
Published: 
2014
Pages: 
56
ISBN: 
978-9979-654-278
Work number: 
U201408
Price: 
2500

Íslensk bragfræði

Editor/s Author/s: 
Ragnar Ingi Aðalsteinsson

í bókinni er fjallað um regluverkið sem fylgt hefur íslenskum kveðskap frá öndverðu. Þar má nefna hrynjandina eða taktinn í braglínum, bragliði eða kveður, rímið sem skreytir braginn og síðast en ekki síst stuðlasetninguna þar sem nákvæmni regluverksins nær hámarki og framstöðuhljóð orðanna leika aðalhlutverkið. Víða um Norður-Evrópu var forðum kveðið eftir þessum bragreglum en nú er það helst í íslenskum kveðskap sem þær lifa enn góðu lífi.

Published: 
2013
Pages: 
173
ISBN: 
978-9935-23-015-7
Work number: 
U201328
Price: 
4500

Tilbrigði í íslenskri setningagerð

Editor/s Author/s: 
Höskuldur Þráinsson, Ásgrímur Angantýsson og Einar Freyr Sigurðsson

Þetta verk á rót sína að rekja til samnefnds rannsóknaverkefnis  sem hlaut styrk frá Rannsóknasjóði. Í þessu bindi er sagt frá markmiði
verkefnisins og þeim aðferðum sem voru notaðar við söfnun og úrvinnslu efnis. Auk þess eru sérstakir kaflar um talmál og tilbrigði,
þágufallshneigð (þágufallssýki) og tilbrigði í setningagerð í rituðum texta (ritgerðum grunnskólanema). Höfundar efnis í þessu bindi eru Ásta
Svavarsdóttir, Eiríkur Rögnvaldsson, Jóhannes Gísli Jónsson, Sigríður Sigurjónsdóttir, Sigrún Steingrímsdóttir, Þórhallur Eyþórsson

Published: 
2013
Pages: 
127
ISBN: 
978-9979-853
Work number: 
U201316
Price: 
3900

Íðorð í faraldsfræði

Editor/s Author/s: 
Hólmfríður K. Gunnarsdóttir
Published: 
2012
Pages: 
25
ISBN: 
978-9979-654-21-6
Work number: 
U201235

Handan hafsins

Editor/s Author/s: 
Helgi Guðmundsson

Í þessari bók kryfur Helgi enn á merkan og frumlegan hátt menningu norrænna manna fyrr á öldum og setur fram skarpar athugasemdir og frumlegar kenningar um viðfangsefnið. Í bókinni er að finna eftirfarandi greinar: Athugun um óðul. Codex Regius Eddukvæða. Egils saga og Jórvík. Illugi, Hilarius og Hólar. Ísfrón. Karlsár. Lingua Franca. Magnúss saga berfætts. Málsháttur í Egils sögu. Málsháttur í Magnúss sögu berfætts. Reiðarkúla. Ritun Færeyinga sögu. Skalla-Grímur allur. Sæmundur fróði. Tisma og tems. Um Karlamagnúss sögu. Um menningu á Íslandi. Vestrænt nafn. Vilhjálms saga sjóðs.

Published: 
2012
Pages: 
253
ISBN: 
978-9979-54-976-5
Work number: 
U201228
Price: 
5900

Sagnasyrpa

Editor/s Author/s: 
Jón Gíslason o.fl.

Bókin Sagnasyrpa hefur að geyma smásögur, örsögur og leikþátt eftir níu íslenska rithöfunda og eitt ævintýri eftir H.C. Andersen í íslenskri þýðingu. Textarnir eru fjölbreyttir og sérstaklega valdir handa nemendum sem hafa annað móðurmál en íslensku. Við textana eru orðskýringar og verkefni af ýmsu tagi sem ætlað er að auka skilning, orðaforða og ritfærni.

Published: 
2012
Pages: 
133
ISBN: 
978-9979-853-49-7
Work number: 
U201218
Price: 
3700

Hulin pláss

Editor/s Author/s: 
Guðrún Ása Grímsdóttir

Bókarhöfundur Einar G. Pétursson lauk doktorsprófi frá Háskóla Íslands vorið 1998 með verkinu Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða. Dr. Einar hefur starfað í 35 ár við rannsóknir og útgafur í íslenskum fræðum á Stofnun Árna Magnússonar og í bókinni er úrval ritgerða sem birta árangur rannsókna hans. Ritgerðirnar eru 19 og skiptast í tvo flokka, annarsvegar um íslensk fræði og hinsvegar breiðfirsk fræði. Í þeim fyrri er m.a. fjallað um Landnámu, álfasögu, íslenska bókfræði á 16. og 17. öld og ritmennt Íslendinga í Vesturheimi. Í síðari hluta fjallar dr.

Published: 
2011
Pages: 
366
ISBN: 
978-9979-654-16-2
Work number: 
U201130
Price: 
5200 - kilja

Æfingar með enskum glósum

Editor/s Author/s: 
Ásta Svavarsdóttir

Í þessari bók eru æfingar til að þjálfa nemendur í þeim atriðum í
beygingum og setningagerð íslensku sem fjallað er um í Íslensku fyrir
útlendinga. Æfingaheftið skiptist í fjóra hluta og hver þeirra í sex
kafla eins og kennslubókin þannig að samhliða notkun er mjög auðveld. Í
bókinni er íslenskt-enskt orðasafn.

Published: 
2009
Pages: 
131
ISBN: 
978 9979 853 06 0
Work number: 
U200925
Price: 
ISK 3200 - USD 28 - Kilja

Willard Fiske. Vinur og velgjörðarmaður Íslands

Editor/s Author/s: 
Kristín Bragadóttir

Fáir hafa haft aðra eins tröllatrú á Íslandi og Íslendingum eins og
Bandaríkjamaðurinn Daniel Willard Fiske. Um miðja 19. öld fékk hann, þá
ungur maður, geysilegan áhuga á Íslandi. Hann lærði íslensku og dvaldi á
Íslandi um hríð 1879. Hann trúði því að Ísland ætti mjög bjarta framtíð
fyrir sér, aðeins þyrfti að herða til aðgerða. Hann kynntist fjölda
manna sem margir hverjir hjálpuðu honum síðar við söfnun á íslenskum
ritum. Ástamál hans voru ljúfsár, en hann kvæntist mjög auðugri stúlku

Published: 
2008
Pages: 
260
ISBN: 
978-9979-54-800-3
Work number: 
U200824
Price: 
ISK 4400 - USD 49 - Harðspjaldabók

Völuspá með formála og skýringum

Editor/s Author/s: 
Formáli og skýringar: Hermann Pálsson

Með formála og skýringum eftir Hermann Pálsson

Í
formála segir Hermann Pálsson: "Völuspá er eitthvert magnaðasta kvæði
sem ort hefur verið á vora tungu, og því skyldi enginn lesa hana í
flýti; í henni er meira færst í fang en í margri skræðu sem er langtum
gildari að vexti." Auk þess að rita formála hefur Hermann einnig samið
skýringar við kvæðið.

Published: 
1994
Pages: 
119
ISBN: 
9979-54-059-1
Work number: 
U199401
Price: 
ISK 1500 - USD - Kilja
Syndicate content