Sagnfræði

Grænlandsfarinn

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Vigfús Geirdal

Vigfús Sigurðsson Grænlandsfari (1875–1950) varð nafnkunnur af þremur sögulegum Grænlandsleiðöngrum. Tvívegis var hann fylgdarmaður landkönnuða sem notuðu íslenska hesta á ferðum sínum um Grænlandsjökul. Í leiðangrinum 1912–1913 var farið þvert yfir Grænland og veturseta höfð á jökli. Komust leiðangursmenn naumlega lífs af úr þeirri svaðilför. Hinum síðari, 1930–1931, stýrði Alfreð Wegner, höfundur landrekikenningarinnar. Sjálfur stóð Vigfús fyrir Gottuleiðangrinum 1929 sem farinn var til að fanga á Grænlandi vísi að íslenskum sauðnutastofni.

Útgáfuár: 
2018
Blaðsíðufjöldi: 
316
ISBN: 
978-9935-23-177-2
Verknúmer: 
U201802
Price: 
4900

Childhood, Youth and Upbringing in the Age of Absolutism

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Loftur Guttormsson

This book was originally published by the Institute of History in 1983. Entitled Bernska, ungdómur og uppeldi á einveldisöld. Tilraun til félagslegrar og lýðfræðilegrar greiningar, now translated into English by Keneva Kunz. This pioneering work introduced Icelandic readers to the theories of Philippe Ariés and other international family historians. Here Guttormsson uses Icelandic sources to study the history of childhood, youth and upbringing in 18th century Iceland, placing them in an international perspective.

Útgáfuár: 
2017
Blaðsíðufjöldi: 
326
ISBN: 
978-9935-23-146-8
Verknúmer: 
U201641
Price: 
3900

Historical Account of a Revolution on the Island of Iceland in the Year 1809

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Óðinn Melsted og Anna Agnarsdóttir

Hér er um að ræða tvær samtímalýsingar á íslensku „byltingunni“ 1809 sem Jörgensen skrifaði, þá fyrri strax að byltingu lokinni veturinn 1809–1810 á meðan hann dvaldi um borð í fangaskipi og hina síðari sennilega 1813. Handritin eru varðveitt í British Library í London og hafa aldrei fyrr birst á prenti með skýringum. Einnig fylgja bréf frá íslenskum embættismönnum til „verndara Íslands“ og jafnframt gerir Jörgensen ítarlega grein fyrir fjárreiðum byltingarstjórnarinnar sumarið 1809. Bókin kemur út á vegum Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands og Háskólaútgáfunnar.

Útgáfuár: 
2016
Blaðsíðufjöldi: 
296
ISBN: 
978-9935-23-138-3
Verknúmer: 
U201634
Price: 
3500

Konan kemur við sögu

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Svanhildur María Gunnarsdóttir og Þórður Ingi Guðjónsson

Í bókinni Konan kemur við sögu eru birtir 52 fróðlegir og alþýðlegir pistlar sem allir fjalla á einn eða annan hátt um konur og kvenmenningu í aldanna rás.
Í pistlunum má til að mynda lesa um kvæða- og sagnakonur, skáldkonur og konur í bókmenntum og þjóðlífi fyrr og síðar, örnefni, nýyrði, tökuorð, íðorð, kenningar í skáldskap, orðabókagerð og handrit í eigu kvenna eða handrit skrifuð af konum – og er þá ekki allt upp talið.

Útgáfuár: 
2016
Blaðsíðufjöldi: 
192
ISBN: 
978-9979-654-35-3
Verknúmer: 
U201642
Price: 
5900

Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Guðrún Ingólfsdóttir

Út er komin tuttugasta bókin í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar sem nefnist: Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar - Bókmenning íslenskra kvenna frá miðöldum fram á 18. öld.

Útgáfuár: 
2016
Blaðsíðufjöldi: 
352
ISBN: 
978-9935-23-123-9
Verknúmer: 
U201622
Price: 
4900

Um Snorra Eddu og Munkagaman

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Sveinbjörn Rafnsson

Út er komin bókin Um Snorra Eddu og Munkagaman eftir Sveinbjörn Rafnsson prófessor emeritus í sagnfræði við Háskóla Íslands. Í bókinni eru nokkrar athuganir á tveimur mikilvægum ritum íslenskrar miðaldamenningar.

Útgáfuár: 
2016
Blaðsíðufjöldi: 
284
ISBN: 
978-99935-23-136-9
Verknúmer: 
U201633
Price: 
5200

Landnám Íslands

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Gunnar Karlsson

Landnám Íslands er annað bindið í ritröð Gunnars Karlssonar, Handbók í íslenskri miðaldasögu. Fyrsta bindið, Inngangur að miðöldum, kom út árið 2007, hið þriðja, Lífsbjörg Íslendinga frá 10. öld til 16. aldar, árið 2009.

Útgáfuár: 
2016
Blaðsíðufjöldi: 
480
ISBN: 
978-9935-23-113-0
Verknúmer: 
U201608
Price: 
6900

Fátækt og fúlga

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Jón Ólafur Ísberg og Sigurður Gylfi Magnússon

Út er komin nítjánda bókin í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar en röðin hóf göngu sína árið 1997 og er unnin á vegum Miðstöðvar einsögurannsókna í Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands.

Útgáfuár: 
2016
Blaðsíðufjöldi: 
430
ISBN: 
978-9935-23-115-4
Verknúmer: 
U201607
Price: 
4900

Saga Breiðfirðinga I

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Sverrir Jakobsson

Þegar Ari fróði settist við skriftir á fyrri hluta 12. aldar beindist áhugi hans sérstaklega að Breiðfirðingum, hans eigin forfeðrum, hlutdeild þeirra í landnáminu og forystu í málefnum héraðsins. Síðan þá hafa Breiðfirðingar alltaf verið í lykilhlutverki í sagnaritun Íslendinga.
Breiðafjörður hefur sérstöðu meðal héraða á Íslandi hvað varðar stjórnmál, menningu og atvinnuhætti. Þar hefur sjórinn verið þjóðbraut fremur en farartálmi, samnefnari og tenging fremur en sundrandi afl.

Útgáfuár: 
2015
Blaðsíðufjöldi: 
282
ISBN: 
978-9935-23-089-8
Verknúmer: 
U201512/U201512K
Price: 
6900/4900

Gullfoss Mødet - mellem dansk og islandsk kultur i 1900-tallet

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Auður Hauksdóttir, Guðmundur Jónsson og Erik Skyum-Nielsen

Hjá forlaginu Vandkunsten í Kaupmannahöfn er komin út bókin Gullfoss. Mødet mellem dansk og  islandsk kultur i 1900-tallet. Í bókinni er dregin upp önnur mynd af samskiptasögu Danmerkur og Íslands en hingað til hefur tíðkast. Í stað sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og stjórnmálatengsla þjóðanna  er kastljósinu beint að Dönum búsettum á Íslandi og dönskum áhrifum á íslenskt samfélag og menningu á 20. öld. Fjallað er um hvernig Danir aðlöguðust íslensku mannlífi, en einnig hvernig þeir héldu sínum menningareinkennum og höfðu áhrif á íslenska menningu, viðskiptalíf og samfélag.

Blaðsíðufjöldi: 
456
ISBN: 
978-87-7695-364-5
Verknúmer: 
U201525
Price: 
5900
Syndicate content